Leiðbeiningar um notkun eyðublaðs E-2 við útflutning

Eyðublaðið er tvenns konar samstæða (sett, samskjal), annars vegar með 8 eintökum og hins vegar með 4 eintökum, m.a. fyrir tölvuvinnslu.

Hvert 8 eintaka eyðublað er þannig útbúið að í þeim reitum sem sams konar upplýsingar á að veita í viðkomandi löndum getur sendandi, útflytjandi eða ábyrgðaraðili fært beint á 1. eintakið slíkar upplýsingar sem um leið koma fram á öllum hinum eintökunum sem eru sjálfafritandi. Í þeim tilvikum sem upplýsingar eiga ekki að ganga frá einu landi til annars takmarkast sjálfafritunin við eintök útflutningslandsins.

Í þeim tilvikum sem sami reiturinn skal notast en með öðrum upplýsingum í ákvörðunarlandi en útflutningslandi er nauðsynlegt að nota kalkipappír til að afrita slíkar upplýsingar á 6.-8. eintakið. Íslenska samskjalið skal auðkennt með heiti Íslands efst í vinstra horni eyðublaðsins jafnframt því sem skjalið má bera númerið E-2.1 (8 eintök) og framhaldsblað þess númerið E-2.2. en skipta skjalið númerið E-2.3 (4 eintök) og framhaldsblað þess númerið E-2.4.

Nota má eyðublaðið á tvennan hátt. Annars vegar óskipt (full notkun) en hins vegar skipt (skipt notkun). Sendandi ræður sjálfur hvora aðferðina eða samstæðuna hann notar.

Með fullri notkun er átt við að sendandinn fylli eyðublaðið út sem útflutningsskýrslu í sendingarlandinu, sem síðan má nota sem umflutningsskýrslu og aðflutningsskýrslu í ákvörðunarlandinu.

Með skiptri notkun er átt við að eyðublaðið sé útfyllt fyrir einhverja af áðurnefndum afgreiðslum.

Notkun eyðublaðanna við fulla notkun

Átta eintaka eyðublöðin E-2.1 og E-2.2

  • Eintak 1, 2 og 3 á að nota sem útflutningsskýrslu í sendingarlandi.
  • Eintak 4 og 5 á að nota vegna umflutnings.
  • Eintak 6, 7 og 8 á nota sem aðflutningsskýrslu í innflutningslandi.
  • Eintaki 1 er haldið eftir af tollyfirvöldum í útflutningslandi.
  • Eintak 2 er ætlað til hagskýrslugerðar í útflutningslandi.
  • Eintak 3 er afhent útflytjanda að lokinni áritun tollyfirvalda.
  • Eintaki 4 er haldið eftir af ákvörðunartollstöð í innflutningslandi.
  • Eintak 5 er endursent vegna formsatriða við umflutning.
  • Eintaki 6 er haldið eftir af tollyfirvöldum í innflutningslandi.
  • Eintak 7 er ætlað til hagskýrslugerðar í ákvörðunarlandi.
  • Eintak 8 er afhent viðtakanda að lokinni áritun tollyfirvalda.

Fjögurra eintaka eyðublöðin E-2.3 og E-2.4

  • Sendandi getur fyllt út tvær eyðublaðasamstæður með 4 eintökum hvora.

Notkun eyðublaðanna við skipta notkun

Vilji maður ekki hagnýta sér fulla notkun eins og lýst er hér að framan, má nota þau eintök eyðublaðasamstæðunnar sem nauðsynleg eru til þess að ljúka einni eða fleiri afgreiðslum vegna útflutnings, umflutnings eða innflutnings.

Ýmsir möguleikar eru fyrir hendi þegar um skipta notkun er að ræða og eru einstök eintök eyðublaðsins þá t.d. notuð með eftirfarandi hætti:

  • Eingöngu útflutningur: eintak 1, 2 og 3.
  • Útflutningur og umflutningur: eintak 1, 2, 3, 4, 5 og 7.
  • Útflutningur og innflutningur: eintak 1, 2, 3, 6, 7, og 8.
  • Eingöngu umflutningur: eintak 1, 4, 5 og 7.
  • Umflutningur og innflutningur: eintak 1, 4, 5, 6, 7 og 8.
  • Eingöngu innflutningur: eintak 6, 7 og 8.

Þegar 4 eintaka samskjalið er notað verður að yfirstrika á hverju 4 eintaka samskjali númerið (afgreiðslumöguleika) sem ekki er notað. Á almennu 4 eintaka eyðublaðasamstæðunni (E-2.3) er þetta númer tilgreint efst til vinstri. Á 4 eintaka framhaldseyðublaðinu eru númerin sem sýna tollmeðferðina efst á eyðublaðinu og neðst í hægra horni. Þegar aðaleyðublaðið (E-2.3) og framhaldseyðublaðið (E-2.4) er notað sem útflutningsskýrsla verður að strika yfir eða má tölustafinn 6 út.

Útflytjandi verður að afhenda tollyfirvaldi fullfrágengna skýrslu á E-2.1 eða E-2.3 eyðublaðinu. Flokkist varan í fleiri en eitt tollskrárnúmer ber að nota E-2.2 eða E-2.4 eyðublöðin ásamt E-2.1 eða E-2.3 eyðublöðunum.

Notkun framhaldseyðublaða

Séu í sendingu vörur sem flokkast í fleiri en eitt tollskrárnúmer ber að nota eyðublað E-2.2 eða E-2.4.

Framhaldsblaðið skal fylla út í samræmi við leiðbeiningar hér að framan sem gilda um einstaka númeraða reiti eftir því sem eyðublaðið gefur tilefni til. Á framhaldsblaðinu er einungis pláss fyrir þrjú tollskrárnúmer.

Reitir fyrir vörulýsingu, 31, sem ekki eru notaðir, skulu yfirstrikaðir skáhallt horn í horn.

Notkun SMT-útflutningsskýrslu í stað samskjals

Pappírslaus tollskýrsla, hér á eftir nefnd SMT-útflutningsskýrsla, inniheldur sömu reiti til útfyllingar og skrifleg tollskýrsla. Nokkur frávik eru þó sem hafa verður í huga þegar SMT-útflutningsskýrsla er gerð. Verður sérstaklega fjallað um þessi frávik þegar fjallað hefur verið um útfyllingu reita samskjalsins.

Útfylling reita við útflutning

Athugasemdir

  • Reitir 1-30 ásamt 48-54 eru fyrir upplýsingar um heildarsendinguna, en reitir 31-47 eru fyrir hvert tollskrárnúmer.
  • Reiti sem ekki eru nefndir þarf ekki að fylla út.
  • Reitir sem merktir eru með bókstaf eru ætlaðir tollyfirvöldum.
  • Á einu og sama samskjali, útflutningsskýrslu, má tollafgreiða vörur sem flokkast í sama tollskrárnúmer (vörunúmer), sem sendar eru með sama fari í einu og sama sendingarnúmeri og hljóta eiga sams konar tollmeðferð, sbr. miðhluta reits 1 í samskjalinu. Ef um er að ræða vörusendingu, sem í eru vörur sem flytja á endanlega úr landi og jafnframt vörur sem fara eiga í viðgerð og koma til baka verður að nota framhaldseyðublaðið (E-2.2 eða E-2.4) til að aðgreina þennan hluta sendingarinnar, skiptir þá ekki máli þótt vörurnar eða sendingin flokkist í sama tollskrárnúmer.
  • Þegar um er að ræða útflutning skráðan verðlausan til tolls, t.d. sýnishorn, gjafir, farangur ferðamanna eða búslóð, er ekki nauðsynlegt að fylla út aðra reiti en 1-29, 31, 37 og 54 í samskjalinu.
  • Þegar um útflutning í atvinnuskyni er að ræða er skylt að fylla samskjalið út í samræmi við leiðbeiningar hér á eftir.

Eftirfarandi reglur gilda um útfyllingu einstakra reita í samskjalinu vegna útflutnings hvort sem um er að ræða samskjal á pappír eða SMT-útflutningsskýrslu.

Skýringum við reiti er skipt í tvo hluta. Annars vegar er skýrt út á hvaða formi upplýsingar í reitnum eiga að vera (gerð svæðis) og hins vegar gerð grein fyrir hvaða upplýsingar eiga að vera í reitnum.

Skilgreining á gerð svæðis í reit

Fyrir aftan fyrirsögn hvers reits sem háður er hámarkslengd texta eða fjölda stafa, er tilgreint hverrar gerðar svæði reitsins er. Skilgreiningar þessar eru skammstafaðar innan sviga og hafa eftirfarandi merkingu:

  • a..(n) Texti allt að tiltekinni hámarkslengd, (n) segir til um hámarksstafafjölda svæðis.
  • a(n) Texti bundinn við tiltekna lengd, (n) segir til um þann stafafjölda sem vera skal í svæði. Texti skal hvorki vera meiri né minni en stafafjöldi (n) segir til um.
  • n..(n,n) Töluleg upphæð allt að tiltekinni hámarkslengd, (n,n) segir til um hámarksstafafjölda í svæði og fjölda aukastafa ef slíkt er fyrir hendi; n fyrir aftan kommu.
  • n(n,n) Töluleg upphæð bundin við tiltekna lengd, (n,n) segir til um stafafjölda í svæði og fjölda aukastafa ef slíkt er fyrir hendi; n fyrir aftan kommu. Upphæð skal hvorki vera meiri né minni en stafafjöldi (n,n) segir til um.

Tilvísun í tilsvarandi reiti á eyðublaði E-6, sem notað hefur verið fyrir útflutningsskýrslu fram til þessa, er að finna fyrir neðan lýsingu á gerð svæðis.

Útfylling einstakra reita - Tollskrárlyklar

Við útfyllingu einstakra reita útflutningskýrslu, eins og nánar er lýst hér á eftir, ber í ýmsum tilvikum að nota lykla (kóða). Þar sem þeirra er ekki sérstaklega getið hér á eftir er þá að finna í Tollahandbók II - Tollskrárlyklar, hér á eftir nefnd Tollskrárlyklar. Til þess að auðvelda mönnum samanburð á texta og staðsetningu reita er innábrot aftast í bæklingnum með mynd af eyðublaðinu sem hægt er að hafa opið meðan skýringar við einstaka reiti eru lesnar.

Reitur 1: Skýrsla

Reitur 2: Sendandi/Útflytjandi

Reitur 3: Eyðublöð

Reitur 5: Vöruliðir

Reitur 6: Stykkjatala

Reitur 7: Tilvísunarnúmer

Reitur 8: Viðtakandi

Reitur 11: Viðskiptaland/Framleiðsluland

Reitur 14: Skýrslugjafi/Umboðsaðili

Reitur 17a: Ákvörðunarland

Reitur 19: Gámur

Reitur 20: Afhendingarskilmálar

Reitur 21: Auðkenni og þjóðerni virks flutningsfars við flutning yfir landamæri

Reitur 22: Mynt og heildarfjárhæð reiknings

Reitur 24: Tegund viðskipta

Reitur 25: Flutningsmáti yfir landamæri

Reitur 28: Fjármála- og bankaupplýsingar

Reitur 29: Útflutningstollstöð

Reitur 31: Stykki og vörulýsing - merki og númer - gámanúmer - tala og tegund

Reitur 32: Vöruliður nr.

Reitur 33: Vörunúmer

Reitur 34a: Lykill upprunalands

Reitur 35: Þyngd brúttó (kg)

Reitur 37: Tollmeðferð

Reitur 38: Þyngd nettó (kg)

Reitur 41: Magn í annarri einingu

Reitur 44: Viðbótarupplýsingar/Framlögð skjöl/Vottorð og leyfi

Reitur 46: Hagskýrsluverð

Reitur 54: Staður og dagsetning, undirskrift og nafn skýrslugjafa/umboðsaðila

Eyðublöð


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum