Leiðbeiningar um notkun eyðublaðs E-2 við útflutning
Eyðublaðið er tvenns konar samstæða (sett, samskjal), annars vegar með 8 eintökum og hins vegar með 4 eintökum, m.a. fyrir tölvuvinnslu.
Hvert 8 eintaka eyðublað er þannig útbúið að í þeim reitum sem sams konar upplýsingar á að veita í viðkomandi löndum getur sendandi, útflytjandi eða ábyrgðaraðili fært beint á 1. eintakið slíkar upplýsingar sem um leið koma fram á öllum hinum eintökunum sem eru sjálfafritandi. Í þeim tilvikum sem upplýsingar eiga ekki að ganga frá einu landi til annars takmarkast sjálfafritunin við eintök útflutningslandsins.
Í þeim tilvikum sem sami reiturinn skal notast en með öðrum upplýsingum í ákvörðunarlandi en útflutningslandi er nauðsynlegt að nota kalkipappír til að afrita slíkar upplýsingar á 6.-8. eintakið. Íslenska samskjalið skal auðkennt með heiti Íslands efst í vinstra horni eyðublaðsins jafnframt því sem skjalið má bera númerið E-2.1 (8 eintök) og framhaldsblað þess númerið E-2.2. en skipta skjalið númerið E-2.3 (4 eintök) og framhaldsblað þess númerið E-2.4.
Nota má eyðublaðið á tvennan hátt. Annars vegar óskipt (full notkun) en hins vegar skipt (skipt notkun). Sendandi ræður sjálfur hvora aðferðina eða samstæðuna hann notar.
Með fullri notkun er átt við að sendandinn fylli eyðublaðið út sem útflutningsskýrslu í sendingarlandinu, sem síðan má nota sem umflutningsskýrslu og aðflutningsskýrslu í ákvörðunarlandinu.
Með skiptri notkun er átt við að eyðublaðið sé útfyllt fyrir einhverja af áðurnefndum afgreiðslum.
Notkun eyðublaðanna við fulla notkun
Átta eintaka eyðublöðin E-2.1 og E-2.2
- Eintak 1, 2 og 3 á að nota sem útflutningsskýrslu í sendingarlandi.
- Eintak 4 og 5 á að nota vegna umflutnings.
- Eintak 6, 7 og 8 á nota sem aðflutningsskýrslu í innflutningslandi.
- Eintaki 1 er haldið eftir af tollyfirvöldum í útflutningslandi.
- Eintak 2 er ætlað til hagskýrslugerðar í útflutningslandi.
- Eintak 3 er afhent útflytjanda að lokinni áritun tollyfirvalda.
- Eintaki 4 er haldið eftir af ákvörðunartollstöð í innflutningslandi.
- Eintak 5 er endursent vegna formsatriða við umflutning.
- Eintaki 6 er haldið eftir af tollyfirvöldum í innflutningslandi.
- Eintak 7 er ætlað til hagskýrslugerðar í ákvörðunarlandi.
- Eintak 8 er afhent viðtakanda að lokinni áritun tollyfirvalda.
Fjögurra eintaka eyðublöðin E-2.3 og E-2.4
- Sendandi getur fyllt út tvær eyðublaðasamstæður með 4 eintökum hvora.
Notkun eyðublaðanna við skipta notkun
Vilji maður ekki hagnýta sér fulla notkun eins og lýst er hér að framan, má nota þau eintök eyðublaðasamstæðunnar sem nauðsynleg eru til þess að ljúka einni eða fleiri afgreiðslum vegna útflutnings, umflutnings eða innflutnings.
Ýmsir möguleikar eru fyrir hendi þegar um skipta notkun er að ræða og eru einstök eintök eyðublaðsins þá t.d. notuð með eftirfarandi hætti:
- Eingöngu útflutningur: eintak 1, 2 og 3.
- Útflutningur og umflutningur: eintak 1, 2, 3, 4, 5 og 7.
- Útflutningur og innflutningur: eintak 1, 2, 3, 6, 7, og 8.
- Eingöngu umflutningur: eintak 1, 4, 5 og 7.
- Umflutningur og innflutningur: eintak 1, 4, 5, 6, 7 og 8.
- Eingöngu innflutningur: eintak 6, 7 og 8.
Þegar 4 eintaka samskjalið er notað verður að yfirstrika á hverju 4 eintaka samskjali númerið (afgreiðslumöguleika) sem ekki er notað. Á almennu 4 eintaka eyðublaðasamstæðunni (E-2.3) er þetta númer tilgreint efst til vinstri. Á 4 eintaka framhaldseyðublaðinu eru númerin sem sýna tollmeðferðina efst á eyðublaðinu og neðst í hægra horni. Þegar aðaleyðublaðið (E-2.3) og framhaldseyðublaðið (E-2.4) er notað sem útflutningsskýrsla verður að strika yfir eða má tölustafinn 6 út.
Útflytjandi verður að afhenda tollyfirvaldi fullfrágengna skýrslu á E-2.1 eða E-2.3 eyðublaðinu. Flokkist varan í fleiri en eitt tollskrárnúmer ber að nota E-2.2 eða E-2.4 eyðublöðin ásamt E-2.1 eða E-2.3 eyðublöðunum.
Notkun framhaldseyðublaða
Séu í sendingu vörur sem flokkast í fleiri en eitt tollskrárnúmer ber að nota eyðublað E-2.2 eða E-2.4.
Framhaldsblaðið skal fylla út í samræmi við leiðbeiningar hér að framan sem gilda um einstaka númeraða reiti eftir því sem eyðublaðið gefur tilefni til. Á framhaldsblaðinu er einungis pláss fyrir þrjú tollskrárnúmer.
Reitir fyrir vörulýsingu, 31, sem ekki eru notaðir, skulu yfirstrikaðir skáhallt horn í horn.
Notkun SMT-útflutningsskýrslu í stað samskjals
Pappírslaus tollskýrsla, hér á eftir nefnd SMT-útflutningsskýrsla, inniheldur sömu reiti til útfyllingar og skrifleg tollskýrsla. Nokkur frávik eru þó sem hafa verður í huga þegar SMT-útflutningsskýrsla er gerð. Verður sérstaklega fjallað um þessi frávik þegar fjallað hefur verið um útfyllingu reita samskjalsins.
Útfylling reita við útflutning
Athugasemdir
- Reitir 1-30 ásamt 48-54 eru fyrir upplýsingar um heildarsendinguna, en reitir 31-47 eru fyrir hvert tollskrárnúmer.
- Reiti sem ekki eru nefndir þarf ekki að fylla út.
- Reitir sem merktir eru með bókstaf eru ætlaðir tollyfirvöldum.
- Á einu og sama samskjali, útflutningsskýrslu, má tollafgreiða vörur sem flokkast í sama tollskrárnúmer (vörunúmer), sem sendar eru með sama fari í einu og sama sendingarnúmeri og hljóta eiga sams konar tollmeðferð, sbr. miðhluta reits 1 í samskjalinu. Ef um er að ræða vörusendingu, sem í eru vörur sem flytja á endanlega úr landi og jafnframt vörur sem fara eiga í viðgerð og koma til baka verður að nota framhaldseyðublaðið (E-2.2 eða E-2.4) til að aðgreina þennan hluta sendingarinnar, skiptir þá ekki máli þótt vörurnar eða sendingin flokkist í sama tollskrárnúmer.
- Þegar um er að ræða útflutning skráðan verðlausan til tolls, t.d. sýnishorn, gjafir, farangur ferðamanna eða búslóð, er ekki nauðsynlegt að fylla út aðra reiti en 1-29, 31, 37 og 54 í samskjalinu.
- Þegar um útflutning í atvinnuskyni er að ræða er skylt að fylla samskjalið út í samræmi við leiðbeiningar hér á eftir.
Eftirfarandi reglur gilda um útfyllingu einstakra reita í samskjalinu vegna útflutnings hvort sem um er að ræða samskjal á pappír eða SMT-útflutningsskýrslu.
Skýringum við reiti er skipt í tvo hluta. Annars vegar er skýrt út á hvaða formi upplýsingar í reitnum eiga að vera (gerð svæðis) og hins vegar gerð grein fyrir hvaða upplýsingar eiga að vera í reitnum.
Skilgreining á gerð svæðis í reit
Fyrir aftan fyrirsögn hvers reits sem háður er hámarkslengd texta eða fjölda stafa, er tilgreint hverrar gerðar svæði reitsins er. Skilgreiningar þessar eru skammstafaðar innan sviga og hafa eftirfarandi merkingu:
- a..(n) Texti allt að tiltekinni hámarkslengd, (n) segir til um hámarksstafafjölda svæðis.
- a(n) Texti bundinn við tiltekna lengd, (n) segir til um þann stafafjölda sem vera skal í svæði. Texti skal hvorki vera meiri né minni en stafafjöldi (n) segir til um.
- n..(n,n) Töluleg upphæð allt að tiltekinni hámarkslengd, (n,n) segir til um hámarksstafafjölda í svæði og fjölda aukastafa ef slíkt er fyrir hendi; n fyrir aftan kommu.
- n(n,n) Töluleg upphæð bundin við tiltekna lengd, (n,n) segir til um stafafjölda í svæði og fjölda aukastafa ef slíkt er fyrir hendi; n fyrir aftan kommu. Upphæð skal hvorki vera meiri né minni en stafafjöldi (n,n) segir til um.
Tilvísun í tilsvarandi reiti á eyðublaði E-6, sem notað hefur verið fyrir útflutningsskýrslu fram til þessa, er að finna fyrir neðan lýsingu á gerð svæðis.
Útfylling einstakra reita - Tollskrárlyklar
Við útfyllingu einstakra reita útflutningskýrslu, eins og nánar er lýst hér á eftir, ber í ýmsum tilvikum að nota lykla (kóða). Þar sem þeirra er ekki sérstaklega getið hér á eftir er þá að finna í Tollahandbók II - Tollskrárlyklar, hér á eftir nefnd Tollskrárlyklar. Til þess að auðvelda mönnum samanburð á texta og staðsetningu reita er innábrot aftast í bæklingnum með mynd af eyðublaðinu sem hægt er að hafa opið meðan skýringar við einstaka reiti eru lesnar.
Reitur 1: Skýrsla
1. hluti: Markaðssvæði. Færið inn skammstöfunina EU vegna útflutnings til EFTA-, ESB- eða EES- lands, en EX vegna útflutnings til annarra landa (þriðja lands).
2. hluti: Tegund tollafgreiðslu. Færið inn afgreiðslumáta sendingar í samræmi við eftirfarandi lykla:
Lykill | Skýring |
---|---|
UA | Almennur útflutningur |
UE | Endurútflutningur |
U1 | Bráðabirgðaafgreiðsla |
US | SMT-tollafgreiðsla |
U3 | SMT-tollafgreiðsla - Bráðabirgðaafgreiðsla/fullnaðartollafgreiðsla |
U4 | Bráðabirgðaafgreiðsla/fullnaðartollafgreiðsla á pappír (tekur gildi 1. september 2014) |
UT | Almennur útflutningur/umflutningur |
UU | Endurútflutningur/umflutningur |
U2 | Bráðabirgðaafgreiðsla/umflutningur |
3. hluti: Á aðeins að fylla út ef jafnframt er um umflutning að ræða.
Gerð svæðis: (a2)
Reitur 2: Sendandi/Útflytjandi
Færið inn fullt nafn, heimilisfang og símanúmer sendanda/útflytjanda svo og kennitölu sem Hagstofa Íslands hefur gefið viðkomandi. Ef fleiri útflytjendur sameinast um eina sendingu verður einn þeirra að vera skráður sem sendandi, og um leið ábyrgðaraðili skýrslu.
Gerð svæðis:
Kennitala (a10)
E-6 (1 og 3)
Reitur 3: Eyðublöð
Færið inn raðnúmer eyðublaðasettsins, heildartölu aðaleyðublaðs og framhaldsblaða sem notuð eru. Dæmi: Ef notað er t.d. eitt aðaleyðublað og tvö framhaldsblöð, setjið þá í fremri hluta reitsins 1 en 3 í þann aftari á aðaleyðublöðum E-2.1 eða E-2.3, og með sama hætti 2 og 3 á fyrsta framhaldseyðublaði E-2.2. eða E-2.4 og í fremri hluta 3 og aftari hluta 3 á öðru framhaldsblaði.
Þegar skýrslan nær aðeins yfir eitt tollskrárnúmer (vörulið, þ.e. þegar aðeins er skráð ein vörulýsing í þar til gerðan reit 31) færið þá ekkert inn í reit 3, en skráið töluna 1 í reit 5.
Þegar tvöfalt sett með 4 samritum er notað í stað eins setts með 8 samritum, ber að meðhöndla settin tvö sem eitt.
Gerð svæðis: (a..10)
Reitur 5: Vöruliðir
Færið hér inn heildarfjölda tollskrárnúmera sem vörusendingin flokkast undir og gerð er grein fyrir á aðaleyðublaðinu og tilheyrandi framhaldsblöðum.
Gerð svæðis: (n..3)
Reitur 6: Stykkjatala
Færið inn fjölda stykkja (umbúðaeininga) í viðkomandi sendingu.
Gerð svæðis: (n..11)
Reitur 7: Tilvísunarnúmer
Færið hér inn tilvísunarnúmer í bókhaldi útflytjanda sem vísi til viðkomandi útflutningsskýrslu og fylgiskjala hennar, sjá einnig hér á eftir um notkun SMT-útflutningsskýrslu.
Gerð svæðis: (a..15)
Reitur 8: Viðtakandi
Færið inn nafn og heimilisfang viðtakanda eða kaupanda. Taki útflutningsskýrsla til vara sem senda á til fleiri en eins viðtakanda skal færa inn orðin: Sjá vörureikninga.
Gerð svæðis:
Nafn (a..35)
Heimilisfang 4x(a..35)
E-6 (6)
Reitur 11: Viðskiptaland/Framleiðsluland
Færið eingöngu inn í fremri hluta reitsins lykil hlutaðeigandi viðskiptalands (alls ekki framleiðslulands), sjá Tollskrárlykla.
Gerð svæðis: (a2)
E-6 (8)
Reitur 14: Skýrslugjafi/Umboðsaðili
Færið inn nafn, kennitölu sem Hagstofa Íslands hefur gefið viðkomandi, símanúmer og heimilisfang skýrslugjafa eða umboðsaðila, t.d. miðlara. Sama gildir sé umboðsaðili og útflytjandi einn og sami aðilinn. Sé skýrslugjafi og útflytjandi hins vegar einn og sami aðili skal rita orðið: Útflytjandi.
Gerð svæðis:
Kennitala (a10)
E-6 (32)
Reitur 17a: Ákvörðunarland
Færið inn í reit 17a lykil hlutaðeigandi ákvörðunarlands, sjá Tollskrárlykla. Með ákvörðunarlandi er átt við það land þar sem endastöð vöruflutninganna er.
Gerð svæðis: (a2)
E-6 (10)
Reitur 19: Gámur
Veitið hér upplýsingar um hvort varan sé flutt í gámi eða ekki með því að tilgreina eftirfarandi lykla:
0 Vara sem ekki er flutt í gámi.
1 Vara sem er flutt í gámi.
Gerð svæðis: (a1)
Reitur 20: Afhendingarskilmálar
Færið inn í fremri hluta reitsins lykil fyrir viðkomandi afhendingarskilmála. Í aftari hluta skal tilgreina við hvaða stað skilmálarnir miðast.
Flutningskostnaður | Lykill | Skýring |
---|---|---|
Greiðsla flutnings miðast við brottfararstað | EXW | Vara afhent frá verksmiðju |
Meginflutningskostnaður ógreiddur | FCA | Frítt til farmflytjanda |
FAS | Vara afhent frítt að skipshlið | |
FOB | Vara afhent frítt um borð | |
Meginflutningskostnaður greiddur | CFR | Kostnaður og flutningsgjald greitt |
CIF | Kostnaður, vátrygging og flutningsgjald greitt | |
CPT | Flutningur greiddur | |
CIP | Flutningur og vátrygging greidd | |
Flutningskostnaður miðaður við afhendingu á komustað | DAF | Vara afhent við landamæri |
DES | Vara afhent úr skipi | |
DEQ | Vara afhent af hafnarbakka | |
DDU | Vara afhent án greiðslu aðflutningsgjalda | |
DDP | Vara afhent og aðflutningsgjöld greidd |
Dæmi um útfyllingu:
- Þegar viðtakandi á að greiða allan kostnað sem leggst á vöru frá því að hún er afhent frá verksmiðju skal tilgreina í fremri hluta reitsins lykilinn EXW (ex works) en í síðari hlutanum afhendingarstaðinn.
- Greiði sendandi allan flutningskostnað og tryggingu til ákvörðunarstaðarins skal færa inn CIF í fremri hlutann en ákvörðunarstaðinn í þann aftari.
- Greiði sendandi flutningskostnað þar til vörurnar eru komnar um borð í skip skal færa inn í fremri hluta reitsins FOB en í hlutann þar fyrir aftan staðinn þar sem vörunum er skipað um borð.
Gerð svæðis:
Lykill afhendingarskilmála (a3)
Viðmiðunarstaður (a..21)
E-6 (15)
Reitur 21: Auðkenni og þjóðerni virks flutningsfars við flutning yfir landamæri
1. hluti: Um er að ræða sendingarnúmer sem farmflytjandi gefur sendingu og fram kemur á flutningsgjaldsreikningi eða tilkynningu farmflytjanda, sbr. auglýsingu nr. 662/1997 um skráningu farmflytjenda á innfluttum og útfluttum vörum og skil á farmskrám. Sendingarnúmerið er 19 stafa tala sem greinist í átta þætti sem hér segir:
A-BBB-CCCC-D-EE-FFF-GGGG-H
A | Farmflytjandi. Hvert skipafélag eða flugfélag hefur ákveðið tákn. Smærri farmflytjendur (t.d. fiskiskip) eru nokkrir saman um tákn. |
BBB | Flutningsfar. Skammstöfun fyrir flutningsfar. |
CCCC | Brottfarardagur. Fyrstu tveir bókstafirnir standa fyrir viðkomandi dag í mánuði en tveir síðustu fyrir mánuðinn. |
D | Ár. Síðasti stafur ártals. |
EE | Hleðsluland. Skammstöfun samkvæmt LOCODE (staðli Sameinuðu þjóðanna), sbr. Tollskrárlykla. |
FFF | Hleðslustaður. Skammstöfun samkvæmt LOCODE staðli. |
GGGG | Númer sendingar (farmskrárnúmer vegna skipsfarms en innfærslunúmer í innfærslubók flugfélaga). Töluröð innan hleðslustaðar fyrir hverja ferð. |
H | Vartala til prófunar, færist ekki inn á skýrslu. |
Tollafgreiðsla á pósthúsum.
Sendingarnúmer í pósti er eins og almenna sendingarnúmerið 19 stafa tala sem greinist í átta þætti sem hér segir:
A-BBB-CCCC-D-EE-FFF-GGGG-H
A | Póstþjónustan. Sendingarnúmer vegna póstsendingar byrjar ávallt á bókstafnum P. |
BBB | Flutningsfar. Hér skal rita þriggja stafa kóða, sem er einkenni pósthúss og venjulegast er póstnúmer tollafgreiðslupósthúss. |
CCCC | Brottfarardagur. Hér skal skrá brottfarardag/-mánuð póstsendingarinnar samkvæmt upplýsingum viðkomandi pósthúss. Fyrstu tveir bókstafirnir standa fyrir viðkomandi dag í mánuði en tveir síðustu fyrir mánuðinn. |
D | Ár. Hér skal skrá brottfararár póstsendingar, þ.e. síðasta tölustaf í ártali. Nota skal brottfararár þess viðtökunúmers, sem notað er í sendingarnúmeri á útflutningsskýrslu. |
EE | Land. Hér skal ávallt skrá IS, tákn fyrir Ísland, þegar um póstsendingu er að ræða. |
FFF GGGG | Staður og farmskrárnúmer. Hér skal skrá U eða H fremst í þetta sjö stafa svæði. U merkir að um böggul/bréf sé að ræða. H merkir að um hraðsendingu sé að ræða. |
Á eftir U eða H skal skrá viðtökunúmer böggulsins eða bréfsins alls sex stafi. Rita skal 0 (núll) á undan viðtökunúmeri ef það er minna en 6 stafir. Ef útflutningsskýrslan nær yfir fleiri en einn böggul eða bréf skal valið viðtökunúmer þess bögguls eða bréfs sem fyrst kom á pósthúsið, þ.e. lægsta viðtökunúmerið. | |
H | Vartala til prófunar, færist ekki inn á skýrslu. |
2. hluti: Þjóðerni skal tilgreina í aftari reit með lykli viðkomandi lands, sjá Tollskrár-lykla.
Gerð svæðis:
Sendingarnúmer (a18)
Þjóðerni flutningsfars (a2)
E-6 (13)
Reitur 22: Mynt og heildarfjárhæð reiknings
Tilgreinið í þessum reit tegund myntar og heildarfjárhæð þeirra reikninga sem taka til sendingarinnar. Tegund myntar skal gefin upp í fremri hluta reitsins sem þriggja bókstafa skammstöfun, sjá Tollskrárlykla.
Við umreikning fjárhæða úr einni mynt í aðra í útflutningsskýrslu skal nota tollgengi. Tollgengi er viðmiðunargengi (kaupgengi) sem Seðlabanki Íslands skráir 28. hvers mánaðar eða næsta vinnudag þar á eftir og gilda á sem tollgengi næsta mánuð á eftir við tollafgreiðslu vara. Tollgengi getur þó aldrei miðast við nýrra gengi en í gildi er á útflutningsdegi.
Gerð svæðis:
Lykill myntar (a3)
Heildarfjárhæð (n..11,2)
E-6 (30 og 31)
Reitur 24: Tegund viðskipta
Tilgreinið með eftirfarandi lykli í fremri hluta reitsins hvort greitt er fyrir vöruna eða ekki.
Greiðslumáti | Lykill |
---|---|
Útflutningur án endurgjalds (án greiðslu) | 0 |
Útflutningur gegn greiðslu | 1 |
Gerð svæðis: (a1)
Reitur 25: Flutningsmáti yfir landamæri
Færið inn í fremri hluta reitsins, samkvæmt eftirfarandi lyklum, flutningsmáta miðað við flutningsfar sem flutti vöruna frá landinu:
Flutningsmáti | Lykill |
---|---|
Flutningur á sjó | 10 |
Flutningur fiskiskips með eigin afla | 11 |
Vélknúið ökutæki, flutt með skipi | 16 |
Tengivagn eða aftanívagn, fluttur með skipi | 17 |
Vatnaskip, flutt með úthafsskipi | 18 |
Ökutæki, flutt með skipi | 23 |
Loftflutningar | 40 |
Póstflutningar | 50 |
Fastar flutningaleiðir | 70 |
Fyrir eigin afli | 90 |
Gerð svæðis: (a2)
Reitur 28: Fjármála- og bankaupplýsingar
Sé vara ekki seld FOB íslenskur útskipunarstaður, skal hér tilgreina flutningsgjald, vátryggingariðgjald og annan kostnað sem bæta þarf við eða draga frá upphæð vörureiknings, til að fá út heildar FOB verðið, sjá reiti 20 og 22. Þar sem að öll skýrslan þarf að vera í sömu mynt þá skal umreikna kostnað, þ.e. flutningsgjald, vátryggingu og annan kostnað, í þá mynt sem reikningurinn er í. Ef reikningur er t.d. í enskum pundum en flutningsgjald í dönskum krónum þá skal umreikna flutningsgjaldið yfir í ensk pund.
Fyrir framan fjárhæð viðkomandi kostnaðarliðar skal setja án stafabils eftirfarandi lykla og samlagningar- eða frádráttarmerki (+ eða - ):
Lykill | Kostnaðarliðir |
---|---|
FG | Flutningsgjald |
VT | Vátrygging |
EU | Erlend umboðslaun |
AK | Annar kostnaður |
Gerð svæðis:
Lykill (a2) og kostnaðarliðir (n..11,2)
E-6 (28)
Reitur 29: Útflutningstollstöð
Tilgreinið hér lykil þess tollafgreiðslustaðar þar sem útflutningstollafgreiðsla á að fara fram.
Lykill | Tollafgreiðslustaður |
---|---|
REYTS | Tollstjóri |
AKRAN | Sýslumaðurinn á Akranesi |
BORBN | Sýslumaðurinn í Borgarnesi |
STYST | Sýslumaðurinn í Stykkishólmi |
PATPF | Sýslumaðurinn á Patreksfirði |
BOLBO | Sýslumaðurinn í Bolungarvík |
ISAIF | Sýslumaðurinn á Ísafirði |
BLOBL | Sýslumaðurinn á Blönduósi |
SAUSA | Sýslumaðurinn á Sauðárkróki |
SIGSI | Sýslumaðurinn á Siglufirði |
OLFOL | Sýslumaðurinn á Ólafsfirði |
AKUBA | Sýslumaðurinn á Akureyri |
HUSHU | Sýslumaðurinn á Húsavík |
SEYSE | Sýslumaðurinn á Seyðisfirði |
ESKEF | Sýslumaðurinn á Eskifirði |
HFNHH | Sýslumaðurinn á Höfn í Hornafirði |
VESVE | Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum |
SELSF | Sýslumaðurinn á Selfossi |
KEFLK | Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli |
KEVKF | Sýslumaðurinn í Keflavík |
KOPBK | Sýslumaðurinn í Kópavogi |
HAFBH | Sýslumaðurinn í Hafnarfirði |
PRVPS | Tollpóststofan í Reykjavík |
Gerð svæðis: (a5)
E-6 (5)
Reitur 31: Stykki og vörulýsing - merki og númer - gámanúmer - tala og tegund
Færið hér inn í eftirfarandi röð og haldið aðgreindu:
- Vörulýsingu sem tekur til eins vörunúmers (tollskrárnúmers) í reit 33. Með vörulýsingu er átt við almenna viðskiptalýsingu sem svo skýrt er fram sett að vöruna megi þekkja og flokka.
- Merki og númer.
- Tölu og gerð pakkninga. Þegar um ópakkaðar vörur (búlkavöru) er að ræða skal rita: Vara í lausu.
- Sé gámur notaður við flutning skal skrá auðkennisnúmer hans. Ef gámanúmer komast ekki fyrir í þessum reit skal vísa í farmbréfið með orðunum: Sjá farmbréf. Ef gámanúmer eru 30 miðað við hvert tollskrárnúmer þarf að mynda nýjan vörulið fyrir næstu 30 gáma.
Gerð svæðis:
Vörulýsing (a..40)
Merki og númer (a..40)
Tala og gerð pakkninga (a..30)
Gámanúmer 30x(a..20)
Reitur 32: Vöruliður nr.
Hér skal tilgreina númer vöruliðar (tollskrárnúmers) á aðal- og framhaldsskýrslu í óslitinni röð númera í samræmi við leiðbeiningar um reit 5. Þegar útflutningsskýrsla tekur aðeins til eins tollskrárnúmers á ekki að fylla reitinn út. Í því tilviki á að setja töluna 1 í reit 5.
Gerð svæðis: (n..3)
Reitur 33: Vörunúmer
Tilgreinið tollskrárnúmerið sem varan flokkast undir samkvæmt íslensku tollskránni sem er átta tölustafa númer. Í fyrsta hluta reitsins, fyrir framan lóðréttu brotalínuna, á að rita sex fyrstu tölustafi tollskrárnúmersins, sem svara til einstakra vöruliða samræmdu tollskrár Alþjóðatollastofnunarinnar (áður Tollasamvinnuráðsins). Fyrir aftan brotalínu í þessum hluta reitsins má ekki færa neitt inn, en sjöunda og áttunda tölustaf íslenska tollskrárnúmersins skal færa í annan hluta reitsins.
Gerð svæðis: (a8)
E-6 (20)
Reitur 34a: Lykill upprunalands
Tilgreinið hér upprunaland vöru með lykli viðkomandi lands, sbr. Tollskrárlykla.
Athugið að ekki má fylla út reit 34b.
Gerð svæðis: (a2)
E-6 (9)
Reitur 35: Þyngd brúttó (kg)
Færið inn í heilum kílógrömmum brúttóþyngd varanna sem lýst er í tilsvarandi reit 31. Brúttóþyngd í þessu sambandi er heildarþyngd varanna með öllum umbúðum að frátöldum gámum og öðrum flutningabúnaði.
Gerð svæðis: (n..13)
E-6 (18)
Reitur 37: Tollmeðferð
Hér skal tilgreina með eftirfarandi tveggja stafa lykli þá vöru sem verið er að flytja út:
Venjulegur útflutningur | Lykill |
---|---|
Sala á íslenskri vöru til útlanda | 10 |
Vörur sendar án endurgjalds, gjafir, prentvara o.fl. | 11 |
Búslóðir og farangur | 12 |
Bifreiðar á íslenskum númerum | 13 |
Vörur til sendiráða og ræðismanna | 14 |
Endurseldar vörur | |
Áður innfluttar vörur endurseldar til útlanda | 15 |
Tímabundinn útflutningur | |
Vara til tímabundinna nota erlendis í allt að 12 mánuði (á sýningu, til kynningar, í vísindaskyni, að láni) | 20 |
Vara send til útlanda til aðvinnslu, þó ekki spunavara, sbr. lykil 23 | 21 |
Vara send til útlanda til viðgerðar | 22 |
Spunavara send til útlanda til aðvinnslu | 23 |
Endursendar vörur | |
Áður innfluttar vörur endursendar til útlanda, t.d. vegna ábyrgðar | 30 |
Önnur endurútflutt vara | |
Vara endurútflutt eftir aðvinnslu á Íslandi | 31 |
Vara endurútflutt eftir viðgerð á Íslandi | 32 |
Vara endurútflutt eftir aðvinnslu á Íslandi og endurgreiðslu eða niðurfellingu tolla | 33 |
Vara endurútflutt úr tollvörugeymslu | 34 |
Önnur vara endurútflutt eftir tímabundinn innflutning, t.d. sýningarvörur | 35 |
Gerð svæðis: (a2)
Reitur 38: Þyngd nettó (kg)
Færið inn í heilum kílógrömmum nettóþyngd vörunnar, sem lýst er í reit 31, án ytri umbúða.
Gerð svæðis: (n..13)
E-6 (22)
Reitur 41: Magn í annarri einingu
Hér skal færa inn lykil magntölu og þar á eftir magntölur með tveimur aukastöfum, eftir því sem við á, stykkjatölu (STK), rúmmetratölu (RUM), lítratölu (LIT), prósentustyrk áfengis (PRO), paratölu vörutegunda (PAR) eða sérgreinda nettóþyngd vegna rafgeyma (NET), sbr. auglýsingu nr. 632/1997 um skráningu einingartölu vara í aðflutnings- og útflutningsskýrslum. Beri að gefa upp fleiri en eina magntölu vegna vöru í sama tollskrárnúmeri skal færa þær fyrir neðan í reit 44.
Gerð svæðis: (n..11,2)
Reitur 44: Viðbótarupplýsingar/Framlögð skjöl/Vottorð og leyfi
Færið hér inn í eftirfarandi röð og haldið aðgreindu:
- Númer vörureikninga.
- Þegar leggja þarf fram við útflutning skírteini, leyfi eða vottorð vegna sérstakra fyrirmæla í lögum eða öðrum stjórnvaldsfyrirmælum, t.d. af öryggisástæðum, heilbrigðisástæðum eða vegna framleiðslu, skal gerð grein fyrir því í þessum reit.
Til þess að njóta fríðinda vegna þeirra fríverslunarsamninga sem Ísland hefur gert verða útflytjendur t.d. að leggja fram ásamt tollskýrslunni sérstakt flutningsskírteini, EUR.1 eða yfirlýsingu á vörureikningi til staðfestingar á uppruna varanna. Færa skal í þennan reit í því tilviki þriggja bókstafa skammstöfun fyrir skírteinið, bókstafinn A og númer þess þar fyrir aftan (dæmi: EURA123456) en orðið: Yfirlýsing ef upprunayfirlýsing er gefin á vörureikningi. Hliðstæðar reglur gilda varðandi önnur skírteini, leyfi eða vottorð.
Hafi viðkomandi útflytjanda verið veitt sérstök undanþága frá greiðslu gjalda, t.d. tollar verið felldir niður af innfluttri efnivöru til framleiðslu á tiltekinni vöru, skal útflytjandi vísa hér í heimildina.
Sjá nánar um tilvísanir í skírteini, leyfi eða vottorð í Tollskrárlyklum. - Færið hér inn lykilinn SNI og þar á eftir fast númer skráningarskyldra ökutækja sem Samgöngustofa gefur hverju nýju skráningarskyldu ökutæki, en SNE og þar á eftir skráningarnúmer ökutækis sem skráð er erlendis.
- Færið hér inn lykilinn ANR vegna vöru sem send er utan til viðgerðar og þar á eftir auðkennisnúmer hennar, t.d. framleiðslunúmer.
Frá og með 1. september 2012 ber að færa hér inn leyfisnúmer framleiðanda sjávarafurða, eftir því sem við á, ásamt viðeigandi leyfislykli. Framleiðandi er eftir atvikum skilgreindur sem vinnslufyrirtæki, veiðiskip eða eldisstöð. Leyfisnúmer framleiðanda eru skilgreind eftir atvikum á grundvelli samþykkisnúmers vinnslufyrirtækis frá Matvælastofnun, skipaskrárnúmers veiðiskips frá Samgöngustofu eða rekstrarleyfisnúmers eldisstöðvar frá Fiskistofu.
Hér á að færa inn annan hvorn leyfislyklanna SFA eða SFB og þar á eftir fyrrgreint leyfisnúmer framleiðandans. Eftirfarandi reglur gilda um leyfislyklana og leyfisnúmer framleiðenda:
- Sérregla: Flytji vinnsluleyfishafi út óunninn afla, telst vinnsluleyfishafinn vera framleiðandi en ekki veiðiskipið.
- Ef um er að ræða óunnar sjávarafurðir, á að tilgreina veiðiskip með því að færa hér inn leyfislykilinn SFB og þar á eftir skipaskrárnúmer Samgöngustofu (IS-númer), sem veiðiskipið ber (sjá þó sérreglu hér á eftir).
- Ef um er að ræða unnar sjávarafurðir, á að tilgreina vinnslustöð með því að færa hér inn leyfislykilinn SFA og þar á eftir samþykkisnúmer MAST, sem vinnslustöðin ber.
- Ef um er að ræða unnar sjávarafurðir úr eldi (á við um slægðan og óslægðan fisk), á að tilgreina eldisstöð með því að skrá leyfislykilinn SFB og þar á eftir rekstrarleyfisnúmer Fiskistofu.
Skráningunni í reitinn ber að haga svo að leyfisnúmerið sé skráð við hverja vörulínu í útflutningsskýrslunni frá hverjum einstökum framleiðanda. Sundurliða ber fiskafurðirnar á þann hátt að útflutningur hvers framleiðanda sé rekjanlegur eftir leyfisnúmeri og tollskrárnúmeri.
- Hver vörulína í útflutningsskýrslu má aðeins taka til eins og sama leyfisnúmers.
- Fleiri en ein vörulína í skýrslu geta borið sama leyfisnúmer.
- Skráið viðeigandi leyfislykil og leyfisnúmer við hverja vörulínu. Dæmi:SFA A123 eða SFB IS-4567.
Ýtarlegar upplýsingar um skráningu á leyfisnúmeri framleiðanda fiskafurða er að finna á vefsíðunni Leyfisnúmer framleiðanda sjávarafurða sett í reit númer 44 á útflutningsskýrslu (ebl. E-2).
Athugið að alls ekki má rita í reitshlutann sem auðkenndur er með orðinu: Vu-lykill.
Gerð svæðis:
Reikningsnúmer 30x(a..11)
Leyfi, vottorð o.fl. (a3) og tilvísun 15x(a..14)
Lykill (a3) og skráningarnúmer (a..14)
Lykill (a3) og auðkennisnúmer (a..14)
Lykill (a3) og leyfisnúmer (a..8)
E-6 (14)
Reitur 46: Hagskýrsluverð
Tilgreina skal hér FOB verð tollskrárnúmersins í reit 33 í þeirri mynt sem tilgreind er í reit 22. Samtala reita 46 mynda heildar FOB verð sendingarinnar sem skal vera sama tala og í reit 22 +/- talan í reit 28.
Dæmi
- Sé vara seld CIF erlend höfn skal flutningskostnaður, vátryggingariðgjald og annar kostnaður dreginn frá áður en upphæð er færð í reitinn.
- Sé vara seld EXW skal bæta við kostnaði við að koma vörunni um borð í útflutningsfar.
- Sé vara metin til tolls skal færa matsverð hér inn í íslenskum krónum.
- Sé um að ræða vöru sem er endurútflutt eftir viðgerð eða aðra aðvinnslu og varan breytir ekki svo eðli sínu að úr verði ný vara, skal setja hér viðgerðar- eða aðvinnslukostnað að viðbættum öðrum kostnaði við að koma vörunni um borð í útflutningsfar.
- Sé um að ræða vöru sem endurútflutt er eftir aðvinnslu skal gefa upp fullt FOB verð vöru, þ.e. innflutningsverð vöru að viðbættum aðvinnslukostnaði og kostnaði við að koma henni um borð í útflutningsfar.
- Sé um að ræða vöru sem send er utan til viðgerðar eða annarrar aðvinnslu og sem verður seinna endurinnflutt, skal gefa upp FOB verð eins og um venjulegan útflutning væri að ræða.
Gerð svæðis: (n..11,2)
E-6 (23)
Reitur 54: Staður og dagsetning, undirskrift og nafn skýrslugjafa/umboðsaðila
Skýrslan skal undirrituð af útflytjanda eða þeim sem kemur fram fyrir hönd útflytjanda (prókúruhafi, starfsmaður eða miðlari sem hefur sérstaka heimild til að gefa skýrslu fyrir hönd útflytjanda sem skilað hefur inn til Tollstjóra umboði á sérstöku eyðublaði, E-23).
Sá sem skrifar undir skýrslu ábyrgist að upplýsingar sem gefnar eru í skýrslunni séu réttar með tilliti til vörusendingarinnar og þeirra skjala eða gagna sem lögð eru fram eða aðgangur er veittur að og gætt hafi verið fyrirmæla laga og annarra reglna sem gilda um útflutninginn. Umbjóðendur geta skapað sér hlutlæga ábyrgð vegna undirritunar annarra fyrir þeirra hönd.
Notkun SMT-útflutningsskýrslu í stað tollskýrslu á eyðublaði fyrir samskjal (E-2)
Pappírslaus tollskýrsla, hér á eftir nefnd SMT-útflutningsskýrsla, inniheldur sömu reiti til útfyllingar og skrifleg útflutningsskýrsla, sbr. samskjal (eyðublað E-2), en með eftirtöldum frávikum:
- Í stað undirskriftar prókúruhafa í reit 54 á útflutningsskýrslu á eyðublaði E-2 fyrir samskjal, hefur leyfishafi SMT-tollafgreiðslu skýrt frá því í umsókn um SMT-tollafgreiðslu, sem samþykkt hefur verið af Tollstjóra, hverjir hafi leyfi til að skuldbinda hann með sendingu SMT-útflutningsskýrslu til Tollstjóra og pósthúsa. Viðkomandi starfsmenn leyfishafa hafa staðfest ábyrgð sína með undirskrift á umsóknina. Leyfishafi skal tilkynna Tollstjóra ef breyting verður á nafnalista vegna nýrra starfsmanna eða starfsmanna sem hætta störfum. Viðkomandi starfsmenn eru skráðir á kennitölu leyfishafa í undirskriftaskrá útflytjendaskrár Tollakerfis, tölvukerfi tollafgreiðslu hjá tollinum og Tollalínu, sem er aðgangur útflytjanda að Tollakerfi.
- Reitur 3: Eyðublöð
- Reitur 5: Vöruliðir
- Reitur 29: Útflutningstollstöð
- Reitur 32: Vöruliður nr.
- Í útflutningsskýrslu á samskjali, eyðublaði (E-2), eru fjórir reitir sem skylt er að fylla út, en ekki eru fylltir út í SMT-útflutningsskýrslu. Reitir þessir eru:
- Í reit 7 skal skrá tilvísunarnúmer leyfishafa, ætlað póst- og tollyfirvöldum, sem leyfishafi gefur hverri útflutningsskýrslu og fylgiskjölum hennar. Tollskjöl, sem eiga við tiltekna SMT-útflutningsskýrslu, skulu öll fá þetta tilvísunarnúmer og vera geymd í bókhaldi leyfishafa. Númerið skal vera einkvæmt og auðkennt árinu. Að öðru leyti má leyfishafi ákveða útfærslu númersins. Leyfishafi ábyrgist að nota uppgefið tilvísunarnúmer í SMT-útflutningsskýrslu, svo tollyfirvöld geti án fyrirvara fundið tollskjöl yfir viðkomandi vörusendingu eða póstsendingu í tölvukerfi og bókhaldi hans vegna athugunar á tollskjölum sem þau kunna að gera hjá leyfishafa á meðan eða eftir að SMT-tollafgreiðsla hefur átt sér stað.
Með SMT-tollafgreiðslu sendir útflytjandi tollskýrslu til tollyfirvalda með öllum venjulegum upplýsingum, sem krafist er til þess að tollafgreiðsla getið farið fram, frá tölvukerfi sínu til tölvukerfis tollyfirvalda um gagnaflutningsnet, samkvæmt fyrirfram ákveðnum staðli. Ef sendar upplýsingar standast eftirlit tollyfirvalda samþykkja þau tollafgreiðslu og senda til útflytjanda heimild til útflutnings. Jafnframt er farmflytjendum sem hafa slíka tölvutengingu send slík útflutningsheimild.
Þeir sem koma fram gagnvart tollyfirvöldum vegna SMT-tollafgreiðslu eiga að varðveita í bókhaldi sínu á aðgengilegan og tryggilegan hátt öll gögn sem snerta tollmeðferð vara og sendinga eins og nánar er kveðið á um í tollalögum.
Hægt er að sækja um heimild hjá Skattinum, sem gefur síðan út heimild til SMT tollafgreiðslu að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.
Eyðublöð
TS-109 - Umsókn um leyfi til útflutnings á smásendingum í pósti án útflutningsskýrslu - (1313 kb.)
TS-E2.1 - Útflutningsskýrsla - (123 kb.)
TS-E2.2 - Útflutningsskýrsla - framhaldsblað - (107 kb.)
TS-E14 - Beiðni um skoðun á vöru sem senda á til útlanda - (168 kb.)