2010

Úrskurður yfirskattanefndar nr. 398/2010

29.12.2010

Skattaðili: X ehf. (nú þrotabú).

Verknaðarlýsing: A sem fyrrum stjórnarmanni, framkvæmdastjóra og prókúruhafa X ehf. var gefið að sök að hafa vanrækt að standa skil á skattframtali ásamt fylgigögnum þess fyrir hönd X ehf. til skattstjórans í Reykjavík vegna rekstrarársins 2006. Vanframtaldar rekstrartekjur námu 73.577.240, möguleg rekstrargjöld námu 100.549.243. Skattstjórinn í Reykjavík áætlaði tekjuskattstofn X ehf. kr. 20.000.000 auk álags kr. 3.000.000.

A var einnig gefið að sök að hafa vanrækt að standa skattstjóranum í Reykjavík skil á virðisaukaskattskýrslum vegna virðisaukaskattskyldrar starfsemi X ehf. vegna uppgjörstímabilanna mars-apríl, maí-júní, júlí-ágúst og nóvember-desember rekstrarárið 2006 og vanframtelja skattskylda veltu og virðisaukaskatt vegna tímabilanna mars-apríl til og með nóvember-desember rekstrarárið 2006. Þá stóð A skil á efnislega röngum virðisaukaskattskýrslum vegna tímabilanna janúar-febrúar og september-október rekstrarárið 2006 en útskattur var offramtalinn og skattskyld velta vanframtalin á uppgjörstímabilinu janúar-febrúar. Nam vanframtalin skattskyld velta 73.577.240 kr. og vanframtalinn útskattur samtals 18.024.640. Mögulegur innskattur nam 15.190.100 kr.

A var einnig gefið að sök að hafa vanrækt að standa skattstjóranum í Reykjavík skil á skilagreinum staðgreiðslu opinberra gjalda og tryggingargjalds vegna launamanna X ehf. vegna allra greiðslutímabila rekstrarársins 2006. Þannig vanrækti A að gera grein fyrir launagreiðslum, þ.e. reiknuðu endurgjaldi til fyrirsvarsmanns skattaðila. Námu launagreiðslurnar sem ekki var gerð grein fyrir á umræddum skilagreinum kr. 1.558.250 og staðgreiðsla af þeim nam 572.184 og tryggingargjald kr. 90.228.

 Niðurstaða: Samkvæmt niðurstöðu skattrannsóknarstjóra um frádráttarbæran rekstrarkostnað var reiknað með fullu kaupverði bifreiðar og vagns á árinu 2006 en hvorki var litið til fyrningar þeirra eigna né annarra rekstrarfjármuna sem virtust hafa verið notaðar í rekstri félagsins á árinu 2006. Annmarkar þessir voru skattaðila í hag. Skattrannsóknarstjóra varð á þau mistök að telja skilaskylda staðgreiðslu vegna reiknaðs endurgjalds skv. endurákvörðun ríkisskattstjóra til rekstrargjalda í stað reiknaða endurgjaldsins í heild eins og gert var í úrskurði yfirskattanefndar.

Háttsemin sem varðaði annan lið kröfugerðarinnar, vangoldinn virðisaukaskatt að fjárhæð 2.834.540 kr. þótti sönnuð.

Kröfuliður þrjú varðaði einungis staðgreiðslu af reiknuðu endurgjaldi gjaldanda sjálfs vegna vinnu hans í þágu X ehf. Með hliðsjón af ákæruframkvæmd sem gerð er grein fyrir í dómum Hæstaréttar í málum nr. 428/2005 og 469/2005, svo of að virtri niðurstöðu Hæstaréttar í dómum þessum um meðferð innborgana til greiðslu álags á vanskilafé eða staðgreiðslu opinberra gjalda þess, sem talinn er bera refsiábyrgð á vanskilum var ekki talið að gera bæri A refsingu á þeim grundvelli sem krafist var samkvæmt þessum kröfulið.

Brotin varða við: 6. mgr. 109. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt. 2. mgr. 30. gr. laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda með áorðnum breytingum. 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt með áorðnum breytingum.

Úrskurðuð sekt: A var gert að greiða sekt að fjárhæð 5.300.000 kr. til ríkissjóðs.

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum