Almennt um VSK

.

Almennt

Í eftirfarandi umfjöllun er lögð áhersla á að veita með almennum hætti innsýn í þá hugsun sem býr að baki virðisaukaskatti og hvernig það kerfi er uppbyggt. Auk efnis þessa kafla gefur ríkisskattstjóri út sérstakar leiðbeiningar um virðisaukaskatt þar sem nánar er farið í einstök atriði sem vikið er að á þessari síðu. Í leiðbeiningunum er að finna skýringarmyndir og dæmi.

Leiðbeiningar um virðisaukaskatt

Virðisaukaskattsskyldir aðilar eru í flestum tilvikum aðilar í atvinnurekstri. Því er rétt að vekja athygli á síðunni „Nýir í rekstri“ þar sem farið er yfir ýmis atriði sem þeir sem eru í atvinnurekstri verða að kunna skil á. Á síðunni eru tenglar á ítarefni þar sem við á.

Nýir í rekstri

Dæmi um aðra virðisaukaskattsskylda aðila eru opinberir aðilar og félög sem reka starfsemi í samkeppni við atvinnurekstur.

Hvernig er virðisaukaskattskerfið uppbyggt?

Ýmis hugtök

Þegar fjallað er um virðisaukaskatt eru ýmis hugtök notuð sem gott er að kunna skil á. Þar má m.a. nefna hugtökin neysluskattur og vörsluskattur. Þá eru ýmis hugtök sem mikilvægt er að þeir sem eru í virðisaukaskattsskyldri starfsemi kunni skil á, s.s. skattskyld velta, innskattur og útskattur. Hér er farið yfir þau helstu. Önnur hugtök – sem ekki er fjallað um hér sérstaklega – kunna að koma við sögu í tengslum við umfjöllun í öðrum köflum og skýrist þá inntak þeirra af samhenginu.

Kjarni kerfisins fundinn í nokkrum hugtökum

Innskattur og útskattur

Virðisaukaskattsskylda og undanþágur

Meginreglan er að greiða ber virðisaukaskatt af viðskiptum innanlands á öllum stigum sem og af innflutningi vöru og þjónustu. Frá þessari meginreglu eru ýmsar undanþágur sem fjallað er um í þessum kafla.

Hvenær á ekki að innheimta virðisaukaskatt?

Eiga nýir í rekstri að innheimta virðisaukaskatt?

Virðisaukaskattsskrá

Í upphafi rekstrar ber að tilkynna um reksturinn til ríkisskattstjóra og skrá sig á viðeigandi skrár, s.s. launagreiðendaskrá og eftir atvikum virðisaukaskattsskrá. Einnig þarf að tilkynna um breytingar á rekstrinum eftir því sem við á sem og líka þegar rekstri lýkur. Um þessar tilkynningar er fjallað í kaflanum um nýja í rekstri. Sérstakar reglur gilda um skráningu á hverri skrá fyrir sig og er hér veitt yfirlit yfir helstu atriðin sem varða skráningu á grunnskrá virðisaukaskatts.

Nýir í rekstri

Skráning á virðisaukaskattsskrá

Breyting á skráningu á meðan á rekstri stendur

Skattaðili felldur af skrá

Afskráning í lok rekstrar

Skattprósentur

Skattþrepin í virðisaukaskatti eru tvö, þ.e. 24% og 11%. Í virðisaukaskattslögunum er kveðið á um að tiltekin velta geti verið undanþegin virðisaukaskatti. Þannig ber sú velta í raun 0% virðisaukaskatt. 

Virðisaukaskattur reiknast ofan á skattverð, þ.e. eftir að búið er að leggja á álagningu og reikna með öllum öðrum kostnaði er virðisaukaskatti bætt við söluverðið. 

Afreikningur virðisaukaskatts af heildarverði er 19,35% þegar um er að ræða sölu í 24% þrepi og  9,91% þegar um er að ræða sölu í 11% þrepi.

Árlega birtir ríkisskattstjóri yfirlit yfir helstu tölur. Þar er að finna allar helstu skattprósentur, þar með talið í virðisaukaskatti. Afreikniprósentur eru einnig á yfirlitinu.

Nánari upplýsingar um hvaða vara/þjónusta er í hvoru þrepi

Helstu tölur

Haldið utan um fjármálin

Gæta verður að því að tekjuskráning sé fullnægjandi og að það kerfi sem notað er við tekjuskráningu sé öruggt. Með öruggu kerfi í þessu sambandi er fyrst og fremst átt við notkun sölureikninga eða sjóðvéla sem uppfylla skilyrði laga. Tekjur skulu skráðar jafnóðum og þær verða til. Gefa skal út sölureikninga við sérhverja afhendingu á vöru og þjónustu þótt greiðsla hafi ekki borist eða skrá söluna í sjóðvél jafnskjótt og hún fer fram.

Fullfrágengið bókhald skal liggja til grundvallar framtalsskilum. Þeir sem eru í virðisaukaskattsskyldum rekstri þurfa að kunna skil á reglum er lúta sérstaklega að virðisaukaskatti við færslu bókhalds. Á bls. 41 í leiðbeiningabæklingi ríkisskattstjóra um virðisaukaskatt er að finna dæmi um færslur í bókhaldi.

Eftir lok rekstrarárs eiga félög að útbúa og skila ársreikningi á grundvelli bókhaldsins. Einstaklingar þurfa að skila ársreikningum ásamt sérstöku rekstrarframtali með skattframtali sínu ef velta ársins fer yfir 20.000.000 kr.

Örfélög sem skilað hafa skattframtali geta valið að nota „hnappinn“ við skil á ársreikningi. Sé sú leið valin útbýr ríkisskattstjóri ársreikning félagsins sem byggir á innsendu skattframtali. Tiltekin skilyrði þurfa að vera uppfyllt svo sú leið sé fær.

Nánar um tekjuskráningu virðisaukaskattsskyldra aðila 

Almennt um bókhald og tekjuskráningu  

Bókhald virðisaukaskattsskyldra aðila 

Leiðbeiningar um virðisaukaskatt (dæmi um færslur í bókhaldi á bls. 44)

Hnappurinn (eingöngu fyrir örfélög)

Staðið skil á skattinum til ríkissjóðs

Gera verður upp virðisaukaskattinn eftir hvert uppgjörstímabil og í lok rekstrarárs með framtalsskilum. Standa ber skil á virðisaukaskattsskýrslum þótt innheimtur virðisaukaskattur sé 0 kr. (núllskýrslu skilað) því annars er hætt við að skatturinn verði áætlaður.

Ákvörðun ríkisskattstjóra á virðisaukaskatti er kæranleg til hans innan 30 daga frá því skatturinn var ákveðinn, óháð því hvort ákvörðunin er gerð á grundvelli virðisaukaskattsskýrslu eða áætlunar.

Nánar um leiðréttingar og kæruleiðir

Uppgjörstímabil (hvenær þau eru)

Breyting á uppgjörstímabili

Uppgjör innan rekstrarárs (skýrsluskil og greiðsla)

Uppgjör í lok rekstrarárs (skýrsluskil)

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?

Leiðbeiningar um virðisaukaskatt

Eyðublöð

.

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum