Arður talinn sem laun

Þessi regla féll úr gildi 1. janúar 2014 en gildir um arðgreiðslur sem ákveðnar voru á tekjuárunum 2010 til og með 2013.

Fari heimil arðsúthlutun hlutafélags/einkahlutafélags samtals umfram 20% af skattalegu bókfærðu eigin fé þess í árslok viðmiðunarárs skal skattleggja 50% af því sem umfram er með sérstökum hætti hjá þeim hluthöfum sem skylt er að reikna sér endurgjald vegna starfa í þágu félagsins.

Þessi regla gildir varðandi arðgreiðslur sem ákveðnar hafa verið á tekjuárinu 2010 og síðar. Reglan gildir ekki ef um er að ræða úthlutun arðs úr fyrirtæki sem skráð er á opinberum verðbréfamarkaði.

Tekjur sem ákvarðaðar eru með þessum hætti mynda hvorki stofn til tryggingagjalds né lífeyrisiðgjalds né teljast til frádráttarbærs rekstrarkostnaðar hjá greiðanda (lögaðilanum).

Skatthlutfall

Staðgreiðsluskil

Skattframtal einstaklings

Skattframtal lögaðila

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?

Annað