Vörum er fargað undir tolleftirliti af ýmsum ástæðum. Í flestum tilfellum er það vegna niðurfellingar á aðflutningsgjöldum eða um leyfisskylda vöru er að ræða sem ekki fæst leyfi fyrir.
Ef vara er flutt til landsins andstætt fyrirmælum laga eða stjórnvaldsfyrirmæla, sem banna innflutning hennar, skal skatturinn mæla fyrir um hvar og með hvaða hætti hún skuli geymd þar til ákvörðun hefur verið tekin um frekari meðhöndlun hennar af þar til bærum stjórnvöldum, svo sem um förgun eða flutning úr landi. Ef ákveðið er að farga vörum skal viðeigandi eftirlitsaðili gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að vörurnar og förgun á þeim sé undir eftirliti. Förgun fer fram undir tolleftirlit þ.e.a.s. vörunni er fargað að viðstöddum tollvörðum til að koma í veg fyrir möguleika á endurnýtingu eða endurnotkun.
Förgunargjald er innheimt samkvæmt gjaldskrá vegna eyðileggingar vöru að beiðni eiganda vörunnar, farmflytjanda eða leyfishafa geymslusvæðis fyrir ótollafgreiddar vörur.
Telji skatturinn ekki ástæðu til að selja vöru nauðungarsölu eða á frjálsum markaði vegna ástands hennar er honum heimilt að láta farga henni á kostnað innflytjanda.
Haldlagður varningur
Vörur sem haldlagðar eru hjá innflutningsaðilum, ferðamönnum og farmönnum meðal annars vegna innflutningstakmarkana eru færðar til geymslu meðan á málsmeðferð stendur. Að málsmeðferðinni lokinni er varan seld á uppboði eða færð til förgunar skv. úrskurði.
Vörur sem ekki uppfylla innflutningsskilyrði
Ef vara er flutt til landsins andstætt fyrirmælum laga eða stjórnvaldsfyrirmæla, sem banna innflutning hennar, skal skatturinn mæla fyrir um hvar og með hvaða hætti hún skuli geymd þar til ákvörðun hefur verið tekin um frekari meðhöndlun hennar af þar til bærum stjórnvöldum, svo sem um förgun eða flutning úr landi.
Vörur sem ekki uppfylla innflutningsskilyrði skulu gerðar óhæfar til neyslu og færðar til förgunar.
Lyfja- og efnasendingar
Lyfjum og vörum er fargað að beiðni Lyfjastofnunar telji stofnunin alvarlega hættu stafa af notkun vörunnar.
Förgun ýmissa efna s.s. eiturefna og tækja sem er háð leyfum af öryggisástæðum til að tryggja viðeigandi förgun spilliefna.
Matvæli
Heilbrigðisnefnd hefur undir yfirumsjón Matvælastofnunar opinbert eftirlit með framleiðslu og dreifingu matvæla.
Innflutt matvæli, þar með talin fæðubótarefni, án tilskilinna leyfa er fargað undir tolleftirliti.
Hugverkaréttur
Verði með dómi kveðið á um að innflutningur vöru brjóti á hugverkarétti og í dóminum er ekki mælt fyrir um ráðstöfun vörunnar, er þá embættinu heimilt að farga vörunni eða að ráðstafa henni á annan þann hátt sem ekki brýtur á rétti rétthafa.
Áfengi
Áfengi sem verður fyrir skemmdum við innflutning eða geymslu, áfengi sem haldlagt er hjá ferðamönnum eða farmönnum er fargað undir eftirliti tollyfirvalda.