Umflutningur

Umflutningur

Umflutningur er flutningur vöru innan lands undir tolleftirliti frá aðkomufari um borð í útflutningsfar, enda sé upphaflegur ákvörðunarstaður vörunnar annar en Ísland. Vörusendingin er til dæmis upphaflega send frá Frakklandi og henni er ætlaður endanlegur áfangastaður á Grænlandi, með viðkomu á Íslandi. Ísland kallast þá umflutningsland og meðhöndlast varan sem umflutningsvara.

Vörur sem fluttar eru til landsins til umflutnings (transit) eru tollfrjálsar enda endanlegur áfangastaður ekki Ísland, heldur halda þær áfram för sinni eitthvert annað.

Óheimilt er að flytja vörur sem innihalda dýraafurðir upprunnar utan EES svæðisins á milli geymslusvæða án þess að leyfi Matvælastofnunar liggi fyrir.

Vara á farmskrá til inn- og útflutnings

Við tollafgreiðslu umflutnings sendir farmflytjandi eða viðkomandi tollmiðlari útfylltar einfaldari innflutnings (sbr. E-1.3) og útflutningsskýrslu (E-2.3)  í  tollakerfi Skattsins með SMT-skeyti eða pappírsskýrslur, auk fylgiskjala. Vörur í umflutningi skulu tollflokkast í vörulið 9815. Sjá nánari upplýsingar um útfyllingu eyðublaða og frekari undirliði í leiðbeiningum við útfyllingu á E-1.3 og E2.3.  Skýrslugjafi skal tryggja að fylgiskjöl liggi fyrir við tollafgreiðslu, s.s. vörureikningar, leyfisbréf, o.s.frv., sbr. 28. gr., 29. gr. og 144. gr. tollalaga nr. 88/2005.

Vara sem eingöngu er á farmskrá til innflutnings

Vörur í umflutningi skulu almennt vera á farmskrá til inn- og útflutnings. Vörusendingar sem eingöngu eru á farmskrá til innflutnings, s.s. varahlutir og vistir vegna fara sem eru í millilandasiglingum, er heimilt að nota sérstakt eyðublað, sbr. E-7. Þar sem um undantekningu er að ræða áréttar Skatturinn að almennt skulu vörusendingar skráðar á farmskrá, sbr. 4. gr. reglugerðar um vörslu og tollmeðferð vöru, nr. 1100/2006. Hvað varðar leiðbeiningar um útfyllingu E-7, er bent á leiðbeiningar við útfyllingu tollskjala E-1.3 og E-2.3. Undantekning frá leiðbeiningum er áritun viðkomandi tollgæslumanns og embættisstimpill á viðkomandi tollstöðvum, þar sem vörusending er ekki á farmskrá til útflutnings. Einnig er Skattinum ekki sent SMT-skeyti í tollakerfi, heldur er frumrit tollskjals, ásamt viðeigandi fylgiskjölum, sent Skattinum, þar sem skjalið er lagt til grundvallar tollmeðferð. Áréttað skal að vörur í umflutningi tollflokkast í vörulið 9815, sjá frekari undirliði í leiðbeiningum.

 

Ítarefni

Lög og reglur

Lög nr. 88/2005 Tollalög 

Reglugerð nr. 1100/2006 um vörslu og tollmeðferð vöru

Eyðublöð

Skjölin eru pdf skjöl og opnast í nýjum glugga.

E-1.3 - einfaldari tollskýrsla - innflutningur

Innflutningur- Einfölduð tollskýrsla (E-1.3) leiðbeiningar

E-2.3 - einfaldari tollskýrsla - útflutningur

Útflutningur- Einfölduð tollskýrsla (E-2.3) - leiðbeiningar

E-7 - umflutningur / Transit


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum