Bókhald

Allir sem stunda virðisaukaskattsskylda starfsemi skulu færa bókhald yfir kaup og sölu á vöru og þjónustu til þess að geta gert upp þann virðisaukaskatt sem greiða á til ríkissjóðs. Þeir skulu færa sérstaka bókhaldsreikninga yfir kaup og sölu á skattskyldri vöru og þjónustu. Bókhald vegna virðisaukaskatts á að færa á skýran og aðgengilegan hátt. Í bókhaldinu verður að koma greinilega fram hverjar þær fjárhæðir eru sem skattskyldur aðili á að gefa upp á virðisaukaskattsskýrslu í lok hvers uppgjörstímabils. Bókhald vegna virðisaukaskatts fyrir hvert uppgjörstímabil skal færa áður en virðisaukaskattsskýrsla tímabilsins er send, enda byggir hún á bókhaldinu og gögnum þess. Ávallt skal vera hægt að rekja einstakar fjárhæðir í uppgjörsgögnum til þeirra færslna og fylgiskjala sem byggt er á í bókhaldi. Þá skal vera hægt að rekja færslur í bókhaldi til þeirra undirbóka sem kunna að vera haldnar. Þannig skulu skattyfirvöld jafnan geta gengið úr skugga um réttmæti virðisaukaskattsskýrslna og þeirra fylgiskjala og uppgjörsgagna sem að baki liggja.

Tilhögun bókhalds

Almennar reglur laga nr. 145/1994 um bókhald gilda um flesta virðisaukaskattsskylda aðila, sbr. 1. gr. þeirra laga. Hér verður ekki fjallað um hinar almennu bókhaldsreglur heldur eingöngu bókhaldsákvæði virðisaukaskattslaga og reglugerðar nr. 50/1993, um bókhald og tekjuskráningu virðisaukaskattsskyldra aðila (bókhaldsreglugerð).

Aðgreining eftir skatthlutföllum

Aðilar undanþegnir skyldu til færslu tvíhliða bókhalds

Skattskyld velta - útskattur

Til skattskyldrar veltu hvers uppgjörstímabils skal í bókhaldi telja hvers kyns afhendingu skattskyldrar vöru og þjónustu á tímabilinu, úttekt eiganda til eigin nota, svo og aðra afhendingu á tímabilinu sem telst til skattskyldrar veltu. Innborganir fyrir afhendingu skal telja til skattskyldrar veltu þess tímabils þegar þær eru mótteknar. Sé reikningur gefinn út fyrir afhendingu telst afhending hafa farið fram á útgáfudegi reiknings. Vörur sem afhentar eru til umsýslu- eða umboðssölu má þó annað hvort telja til skattskyldrar veltu á því uppgjörstímabili þegar afhending fer fram eða til veltu þess tímabils þegar gert er upp við umsýslu- eða umboðsmann. Sé síðarnefnda aðferðin valin má ekki gefa út reikning fyrr en uppgjörið hefur farið fram.

Tekjufærsla skal byggð á samritum af útgefnum sölureikningum, útgefnum kvittunum vegna innborgana, útgefnum kreditreikningum, mótteknum afreikningum og/eða söluuppgjörsyfirlitum eða gögnum úr tekjuskráningarkerfi sem aðili hefur fengið heimild ríkisskattstjóra fyrir, svo og færslum í undirbók vegna úttektar eiganda, framkvæmdastjóra og annarra starfsmanna fyrirtækis í stjórnunarstöðum.

Til sönnunar á því að sala sé undanþegin skattskyldri veltu skal seljandi varðveita útflutningsskýrslu eða önnur sambærileg gögn með viðkomandi sölureikningum.

Útskattsreikningur

Útlagður kostnaður

Kaup - innskattur

Í bókhaldi skal skrá vegna hvers uppgjörstímabils þau kaup vöru og skattskyldrar þjónustu sem innlendir seljendur hafa gert skattaðila reikning fyrir á tímabilinu. Ekki skiptir máli í þessu sambandi hvort greiðsla vegna kaupanna hefur verið innt af hendi. Einnig skal skrá í bókhaldi eigin innflutning skattaðila sem hefur verið tollafgreiddur á tímabilinu.

Innskattsreikningur

Gögn til grundvallar innskatti

Sameiginleg innkaup

Kreditreikningur

Leiðréttingarskylda innskatts vegna breytingar á forsendum fyrir frádrætti

Blönduð starfsemi

Biðreikningur

Uppgjörsreikningur, afstemming og jöfnun skattreikninga

Varðveisla bókhaldsgagna

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?