Úrræði stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldurs

Yfirlit yfir helstu atriði sem Skatturinn sér um framkvæmd á (staðan í fyrrihluta október 2020)

Skattinum hefur verið falin framkvæmd á ýmsum úrræðum sem stjórnvöld hafa gripið til vegna kórónuveirufaraldursins og aðgerða vegna hans, s.s. stöðvun á tiltekinni starfsemi. Um er að ræða fjölmörg atriði, t.d. lokunarstyrki, stuðning vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti, sérstakan barnabótaauka, meiri heimildir til endurgreiðslna á virðisaukaskatti, frestun á ýmsum greiðslum án álags og dráttarvaxta, heimild til að taka út séreignarsparnað og fleira. 

1. Lög nr. 25/2020, um breytingu á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru.

Umrædd lög kváðu á um ýmsar aðgerðir/heimildir sem bæði snúa að rekstraraðilum og einstaklingum utan rekstrar. Eftirfarandi er ekki tæmandi upptalning en stiklað er á stærstu atriðunum.

Opna lög nr. 25/2020 í heild sinni

a) Frestun á þremur greiðslum staðgreiðslu launamanna og tryggingagjaldi.

b) Niðurfelling á skyldu til fyrirframgreiðslu upp í væntanlega álögð opinber gjöld lögaðila 2020.

c) Sérstakur barnabótaauki.

d) Endurgreiðslur á virðisaukaskatti.

e) Heimild til að falla frá álagsbeitingu á virðisaukaskatt.

f) Niðurfelling gistináttaskatts – frestun gjalddaga.

g) Úttekt úr séreignarsjóði.

2. Lög nr. 37/2020, um breytingu á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru (frekari aðgerðir).

Í þessum lögum var kveðið á um nokkur atriði sem snerta starfsemi Skattsins en jafnframt önnur atriði sem, eins og t.d. sérstakan rekstrarstuðning til fjölmiðla sem Skatturinn sá ekki um.

Opna lög nr. 37/2020 í heild sinni

a) Frestun á greiðslu álagðs tekjuskatts lögaðila.

b) Hlutabréfafrádráttur einstaklinga.

c) Stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki.

3. Lög nr. 38/2020, um fjárstuðning til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.

Lög nr. 38/2020 taka annars vegar til lokunarstyrkja og hins vegar stuðningslána. Skattinum var falin framkvæmd á ákvörðun og greiðslu lokunarstyrkja en kom einungis að stuðningslánunum með þeim hætti að útvega upplýsingar í gegnum vefþjónustu varðandi þau skilyrði sem hægt var að staðreyna í gegnum fyrirliggjandi skrár embættisins.

Opna lög nr. 38/2020 í heild sinni

Réttur til lokunarstyrks var byggður á því hvort rekstraraðila var gert að stöðva starfsemi sína vegna kórónuveirufaraldursins á grundvelli auglýsingar heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Auglýsingin er nr. 243/2020 og var birt í Stjórnartíðindum 23. mars 2020.

Lokunarstyrkur miðað við stöðuna 6. október

Fjöldi umsókna  1.056   
Fjárhæð samkvæmt umsóknum samtals  1.054.737.993 kr. 
Greiddir lokunarstyrkir  887.661.789 kr.
Fjöldi rekstraraðila  1.052   

Við yfirferð á umsóknum hafa styrkbeiðnir verið lækkaðar um 162.452.482 kr. þar sem upplýsingar í umsóknum reyndust ekki alveg réttar. 

4. Lög nr. 50/2020, um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti

 

Birtar hafa verið á vefsíðu Skattsins upplýsingar um þá rekstraraðila sem hafa fengið greiddan stuðning vegna hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti, nöfn þeirra og heildarfjárhæð greiðslna. Birtur er fjöldi launamanna í þeim tilvikum að þeir eru 20 eða fleiri.

Skoða lista yfir rekstraraðila sem haf fengið greiddan stuðning vegna launa á uppsagnarfresti

 Opna lög nr. 50/2020 í heild sinni

Sjá einnig breytingu á lögum nr. 50/2020 þar sem Skattinum er heimilað að taka til afgreiðslu umsóknir sem berast eftir að almennur umsóknarfrestur er liðinn.

Stuðningur vegna launa á uppsagnarfresti miðað við stöðuna 6. október

Fjöldi umsókna  1.028   Afgreiddar umsóknir  854   
Fjöldi fyrirtækja   351   Fjöldi fyrirtækja  317   
Stuðningur alls samkvæmt umsóknum  10.085.904.630 kr.  Stuðningur alls útgreiddur  10.040.339.302  kr. 
      Óafgreiddar umsóknir 45.565.328  kr. 

 


5.
Lög nr. 55/2020, um breytingu á lögum um fjárstuðning til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, nr. 38/2020 (viðbótarlokunarstyrkir).

Hér er um að ræða viðbót við lokunarstyrki til þeirra rekstraraðila sem var gert að stöðva starfsemi sína lengur en til 4. maí 2020, sbr. auglýsingu heilbrigðisráðherra nr. 360/2020.

Hægt var að sækja um þessa styrki frá og með 11. september til og með 1. október sl.

Opna lög nr. 22/2020 í heild sinni

Viðbótarlokunarstyrkir miðað við stöðuna 6. október

Fjöldi umsókna   54    Afgreiddar umsóknir 48   
Fjárhæð samkvæmt umsóknum samtals:  52.359.285 kr.   Fjárhæð afgreiddra umsókna 46.168.799 kr. 

 

 


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum