Kæruleiðir

Ef skattaðili fellir sig ekki við niðurstöðu ríkisskattstjóra hefur hann um ýmsar leiðir að velja, jafnt innan stjórnsýslunnar sem utan hennar. 

Að uppfylltum skilyrðum laga nr. 30/1992, um yfirskattanefnd, getur skattaðili skotið úrskurði ríkisskattstjóra til yfirskattanefndar. 

Ef ákvörðun ríkisskattstjóra fellur utan gildissviðs laganna þá kann skattaðili að hafa það úrræði á grundvelli stjórnsýslulaga nr. 37/1993 að kæra ákvörðunina til æðra stjórnvalds, þ.e. fjármála- og efnahagsráðuneytisins. 

Þá er hægt að bera ágreining um skattskyldu og skatthæð (skattstofn) undir dómstóla. Þetta eru hinar hefðbundnu kæru- eða málskotsheimildir skattaðila. Skattaðili hefur loks þann kost að kvarta við Umboðsmann Alþingis ef hann telur að skattyfirvöld hafi beitt sig rangindum.

Kæruleið til yfirskattanefndar

Almennar málskotsreglur stjórnsýslulaga

Almennt dómsmál

Umboðsmaður Alþingis

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum