Endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna íbúðarhúsnæðis

Eigendur íbúðarhúsnæðis geta sótt um 35% (gildir frá 1. júlí 2023) endurgreiðslu af greiddum virðisaukaskatti af vinnu á verkstað, vegna nýbygginga, endurbóta og viðhalds.

Endurgreiðslan nær til vinnu á byggingarstað íbúðarhúsnæðis vegna:

  • nýbygginga
  • endurbóta
  • viðhalds

Almennt fellur undir ákvæðið öll sú vinna sem fram fer á staðnum, þó ekki sú vinna sem alla jafna er unnin á verkstæði eða vinna stjórnenda farandvinnuvéla og vinnuvéla sem eru skráningarskyldar í vinnuvélaskrá.

Hægt er að sækja um endurgreiðslur í sex ár talið frá því að endurgreiðsluréttur stofnaðist. 

Sækja um endurgreiðslu

Opna umsókn

Beiðni um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna viðhalds og endurbóta íbúðarhúsnæðis.

Opna umsókn

Beiðni um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna nýbyggingar íbúðarhúsnæðis.

Skoða leiðbeiningar með umsókn

Gögn með umsókn

  • Fullgildir reikningar frá seljanda þjónustunnar.
  • Staðfesting á greiðslu reiknings (s.s. útprentun úr heimabanka vegna millifærslu).

Seljandi þjónustunnar verður að vera skráður á virðisaukaskattsskrá (vera með opið VSK-númer) á þeim tíma sem vinnan er innt af hendi. Gott er að kanna áður en reikningur er greiddur að þetta skilyrði sé uppfyllt.
Athuga hvort seljandi sé með opið VSK-númer

Umsókn vegna eldri tímabila

Áfram er hægt að sækja um 60% endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna framkvæmda sem féllu til á tímabilinu 1. september 2022 til 30. júní 2023, næstu sex ár frá því endurgreiðsluréttur stofnaðist.

Eins er enn hægt að sækja um 100% endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna framkvæmda sem féllu til á tímabilinu 1. mars 2020 til 31. ágúst 2022 í allt að sex ár frá því að endurgreiðsluréttur stofnaðist.

Hleðslustöðvar fyrir bifreiðar

Sækja má um endurgreiðslu virðisaukaskattur vegna vinnu við uppsetningu hleðslustöðva í eða við íbúðarhúsnæði. Um þá endurgreiðslu gilda sömu skilyrði og gilda um endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu við byggingu, endurbætur eða viðhald íbúðarhúsnæðis. 

Enn hægt að sækja um endurgreiðslu vegna eldri tímabila

Áfram verður hægt að sækja um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna kaupa og uppsetningar á hleðslustöðvum á tímabilinu 1. janúar 2020 til og með 31. desember 2023. Endurgreiðsla vegna þess tímabils verður áfram 100%.

Sótt er um á þjónustuvef Skattsins.

Spurt og svarað

Áður en sótt er um

Umsóknarferlið

Hverjir geta sótt um?

Af hvaða vinnu er endurgreitt og hvað ekki?

Endurgreiðsluhlutfall

Fylgigögn

Afgreiðsla

Skilyrði endurgreiðslu

Varmadælur

Hleðslustöðvar rafbifreiða

Aðrar endurgreiðslur virðisaukaskatts

Endurgreiðslur skv. bráðabirgðaúrræði v. Covid-19
Endurgreiðslur vegna erlendra fyrirtækja
Endurgreiðslur til sveitarfélaga og opinberra aðila
Endurgreiðslur til almannaheillafélaga
Endurgreiðslur til byggingaraðila
Endurgreiðslur vegna verksmiðjuframleiddra íbúðarhúsa
Endurgreiðslur vegna bifreiða
Endurgreiðslur vegna frístundahúsnæðis, heimilisaðstoðar og regluleg umhirða íbúðarhúsnæðis
Endurgreiðslur vegna virðisaukaskatti til björgunarsveita, slökkviliða og gjafa til líknarmála
Endurgreiðslur til erlendis búsettra (Tax Free)

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?

Einu sinni var…

Annað