Skattfrjálsar tekjur

Nokkrar undantekningar eru frá þeirri meginreglu að allar tekjur, hlunnindi og fríðindi séu skattskyldar tekjur. Er sérstaklega kveðið á um þær undantekningar í lögum. Ef það er ekki gert er meginreglan sú að um skattskyldar greiðslur sé að ræða í hvaða formi sem þær eru.

Barnabætur, vaxtabætur, sérstök vaxtaniðurgreiðsla og húsaleigubætur teljast ekki til skattskyldra tekna þeirra sem fá slíkar greiðslur. Þá telst ákvarðaður persónuafsláttur og sjómannaafsláttur ekki til skattskyldra tekna.

Skattfrjálsar greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins og Sjúkratryggingum Íslands

Nokkrar tegundir greiðslna frá Tryggingastofnun ríkisins og Sjúkratryggingum Íslands teljast ekki til skattskyldra tekna. Er þar fyrst og fremst um að ræða greiðslur sem ætlað er að mæta sérstökum kostnaði, sem er umfram venjulegan kostnað einstaklinga, og greiðslur vegna andláts maka eða framfæranda.  

Barnalífeyrir

Barnsmeðlag

Bifreiðakaupastyrkur

Dánarbætur vegna slysa

Styrkir til kaupa á sérfæði

Styrkir til tækjakaupa fatlaðra

Umönnunargreiðslur

Uppbætur á lífeyri

Örorkubætur vegna varanlegrar örorku

Skattfrjálsar greiðslur frá sveitarfélögum

Í einstaka tilvikum eru greiðslur frá sveitarfélögum sem ganga beint til einstaklinga ekki skattskyldar tekjur. Almenna reglan er sú að greiði sveitarfélag beint til einstaklings þá er um skattskylda greiðslu að ræða, þ.m.t. vegna fjárhagsaðstoðar.

Dag­vist­un­ar­greiðsl­ur

Heimagreiðslur

Húsnæðisbætur og sérstakur húsnæðisstuðningur

Vinningar, verðlaun og gjafir

Í undantekningartilvikum er heimilt að halda vinningum, verðlaunum og gjöfum utan skattlagningar, en almenna reglan er að um skattskyldar tekjur er að ræða. Undantekningin nær til verðlítilla vinninga í almennum happdrættum og keppnum og tækifærisgjafa að verðmæti sem almennt gerist um slíkar gjafir. Jafnframt nær undantekning frá skattskyldu til vinninga úr happdrættum sem hafa fengið sérstaka heimild þar til bærra yfirvalda (sýslumaðurinn á Suðurlandi) til að greiða skattfrjálsa vinninga og staðfestingu ríkisskattstjóra þar á. 

Hvaða vinningar eru skattfrjálsir?

Vinningur á Evrópska efnahagssvæðinu

Aðrar skattfrjálsar tekjur

Nokkrar tegundir tekna sem bæði stafa frá hinu opinbera og öðrum eru ekki skattskyldar og er sérstaklega kveðið á um það í lögum og reglum í hverju tilviki fyrir sig.

Dánarbætur

Dvalar- og ferðastyrkir til jöfnunar á námskostnaði

Eig­in auka­vinna við íbúð­ar­hús­næði

Framfærslulífeyrir frá fyrrverandi maka

Heiðurslaun - heiðursverðlaun

Iðgjald í lífeyrissjóð

Með­lags­greiðsl­ur með börn­um

Miskabætur og skaðabætur

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?

Eyðublöð

Annað