Ökutæki á erlendum númerum

 

Af gefnu tilefni er vakin athygli á að:

Einstaklingi með fasta búsetu/lögheimili á Íslandi er ekki heimilt að flytja ökutæki á erlendu skráningarmerki tímabundið til landsins.

Einstaklingi með fasta búsetu erlendis og ekki með skráð lögheimil á Íslandi er heimilt að flytja ökutæki á erlendu skráningarmerki til landsins. Ef einstaklingurinn skráir lögheimili á Íslandi innan 12 mánaða frá komu sinni til landsins, ber að tollafgreiða ökutækið eða flytja það úr landi áður en lögheimilisskráning á sér stað.

Tímabundinn innflutningur ökutækja með erlend skráningarmerki

Heimilt er að flytja tímabundið til landsins ökutæki með erlend skráningarmerki að vissum skilyrðum uppfylltum. Fyrir komu til landsins eiga innflytjendur ökutækja að fylla út sérstaka yfirlýsingu (E-9) og senda Skattinum í samráði við farmflytjanda eða tollmiðlara. Að hámarki getur ökutæki verið hér á landi tímabundið í 12 mánuði. Nánari upplýsingar um, tollfrelsi, gjaldskyldu, tímalengd og önnur skilyrði má nálgast hér að neðan.

Afrit af yfirlýsingu E-9 skal ávallt vera tiltæk í ökutæki meðan á dvöl stendur.

Ökutæki utan EES-svæðisins skal vátryggt með alþjóðlegu vátryggingarskírteini „Græna kortið“ á meðan ökutæki er hér á landi. Innflytjanda er skylt að framvísa skírteininu við tollafgreiðslu.

Fari innflytjandi út fyrir tímamörk heimildar eða fari gegn skilyrðum um tímabundinn innflutning er Skattinum heimilt án viðvörunnar að fjarlægja skráningarmerki. Heimilt er að óska eftir skriflegum rökstuðningi Skattsins eða kæra ákvörðun til fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Sjá leiðbeiningar um kæruleiðir.

Ökutæki einstaklinga – tímabundin dvöl vegna atvinnu, náms eða ferðalaga

Hópbifreiðar og önnur ökutæki til notkunar í atvinnuskyni

Fyrirtækjabílar

Ítarlegar upplýsingar um tímabundinn innflutning ökutækja með erlend skráningarmerki

Í ákveðnum tilvikum er mögulegt að flytja ökutæki með erlend skráningarmerki til Íslands án þess að greiða aðflutningsgjöld að fullu. Að uppfylltum ákveðnum skilyrðum geta innflytjendur ýmist fengið að greiða lækkuð aðflutningsgjöld eða fengið þau felld niður að fullu. Eftirfarandi eru þau tilvik þar sem mögulegt er að flytja ökutæki með erlend skráningarmerki til Íslands án þess að greiða aðflutningsgjöld að fullu.

Innflytjendur þurfa í öllum tilvikum að fylla út sérstaka yfirlýsingu á þar til gerðu eyðublaði (E-9) varðandi innflutninginn og gera þar grein fyrir atriðum, sem eyðublaðið gefur tilefni til. Með skilum eyðublaðsins til Tollstjóra lýsir innflytjandi því yfir að hann hafi kynnt sér og uppfylli skilyrði fyrir ofangreindum tollfríðindum.

Tollstjóri getur farið fram á að innflytjendur leggi fram sérstök skilríki til staðfestingar á atriðum sem máli skipta, í samræmi við m.a. 54. og 66. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 og reglugerðir nr. 830/2011 og 267/1993. Má nefna til dæmis skráningarskírteini ökutækis, ökuskírteini, skilríki um að viðkomandi hafi lögleg umráð ökutækis (til dæmis bílaleigusamning), vátryggingarskírteini, vottorð um búsetu erlendis og eftir atvikum farmbréf og flutningsreikning (skjölin fást á skrifstofu skipafélags ef ökutæki er flutt til landsins með vöruflutningaskipi).

Samkvæmt reglugerð nr.1244/2019 teljast ökutæki sem eru skráð í eftirtöldum ríkjum hafa fullnægjandi ábyrgðartryggingu við komu til landsins:

Andorra (AND), Austurríki (A), Belgía (B), Danmörk (ásamt Færeyjum) (DK), Eistland (EST), Finnland (FIN), Frakkland (ásamt Mónakó) (F), Grikkland (GR), Holland (NL), Írland (IRL), Ítalía (ásamt San Marínó og Páfagarði) (I), Króatía (HR), Kýpur (CY), Lettland (LV), Litháen (LT), Lúxemborg (L), Malta (M), Noregur (N), Portúgal (P), Pólland (PL), Serbía (RS), Slóvakía (SK), Slóvenía (SLO), Sviss (ásamt Liechtenstein) (CH), Svíþjóð (S), Tékkland (CZ), Ungverjaland (H) og Þýskaland (D).

Ef framangreint á ekki við, þarf innflytjandi annaðhvort að leggja fram alþjóðlegt vátryggingarkort („grænt kort") eða önnur skilríki um gilda ábyrgðartryggingu vegna notkunar ökutækis á Íslandi.

Hópferðabifreiðar

Ökutæki einstaklinga

Fyrirtækjabílar

Eldsneyti og varahlutir

Ökutæki til nota í atvinnuskyni

Ítarefni

Eyðublöð

Nánari upplýsingar


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum