Óbeinir skattar

Ákvarðandi bréf nr. 1064/2006

30.1.2006

Virðisaukaskattur - breyting á lögum og stjórnvaldsfyrirmælum

30. janúar 2006
G-Ákv. 06-1064

Í bréfi þessu eru raktar þær breytingar sem gerðar hafa verið á lögum og stjórnvaldsfyrirmælum á sviði virðisaukaskatts, vörugjalds, úrvinnslugjalds og skilagjalds frá 3. febrúar 2005, þ.e. frá síðasta yfirlitsbréfi ríkisskattstjóra, G-ákv 1056/05. Einnig eru kynntar í bréfi þessu breytingar á eyðublöðum.

1. Virðisaukaskattur
Lagabreytingar

Nr. 129/2004 Breyting á lögum nr. 90/2003 o.fl. lögum, þ. á m. lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt. Breyting á vísan til laga um tekjuskatt.

Nr. 20/2005

Breyting á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt. Með lögunum er skattstjóra heimilað að samskrá tvö eða fleiri hlutafélög og einkahlutafélög.
Nr. 72/2005 Breyting á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, o.fl. lögum. Gerð var sú breyting á virðisaukaskattslögunum að framlengdur var frestur til endurgreiðslu samkvæmt ákvæði X til bráðabirgða með lögunum til 31. desember 2006. Einnig bættist við ákvæði til bráðabirgða um niðurfellingu eða endurgreiðslu virðisaukaskatts af vetnisbifreiðum.
Nr. 134/2005 Breyting á lögum nr. 45/1987 o.fl. lögum, þ. á m. lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt. Breytingarnar snúa að fésektarlágmörkum o.fl.

Reglugerðabreytingar

676/2005 Ný reglugerð um tímabundna niðurfellingu aðflutningsgjalda af vetnisbifreiðum og sérhæfðum varahlutum í þær. Reglugerð þessi er, auk laga nr. 50/1988, einnig sett með heimild m.a. í lögum nr. 97/1987, um vörugjald.
686/2005 Ný reglugerð um tímabundna endurgreiðslu 2/3 hluta virðisaukaskatts vegna kaupa eða leigu hópferðabifreiða. Kom hún í stað reglugerðar nr. 540/2001.
1056/2005 Breyting á reglugerð nr. 577/1989, um frjálsa og sérstaka skráningu vegna leigu eða sölu á fasteign. Með reglugerðinni eru gerðar breytingar á því hvaða gögn þurfi að fylgja umsókn um frjálsa skráningu.

Grunnfjárhæðir
Sjá ákvarðandi bréf nr. 1063/06 vegna ársins 2005.

Eyðublöð

RSK 10.01 Gerðar voru þær breytingar á virðisaukaskattsskýrslunni að nú er hún þrískipt einrit í stað þess að vera sjálfkalkerandi þrírit. Einnig var ákveðið að senda gjaldendum skýrsluform fyrir fleiri en eitt tímabil í einu. Nánari upplýsingar um þetta má finna í orðsendingu vegna virðisaukaskatts nr. 3/2005.

2. Úrvinnslugjald
Lagabreytingar

37/2005 Breyting á lögum nr. 162/2002, um úrvinnslugjald. Gildistöku á ákvæðum um gjaldskyldu vegna umbúða úr pappa, pappír og plasti frestað.
114/2005 Breyting á lögum nr. 162/2002, um úrvinnslugjald. Með lögunum voru teknar upp nýjar reiknireglur vegna útreikninga á hlutfalli pappa-, pappírs- og plastumbúða utan um vöru. Þá voru lögfest ákvæði um niðurfellingu og endurgreiðslu úrvinnslugjalds vegna útflutnings. Loks var úrvinnslugjald á hjólbarða lækkað.

Reglugerðabreytingar

 1124/2005 Ný reglugerð um úrvinnslugjald. Hún felldi á brott reglugerð nr. 501/2003. 

Ríkisskattstjóri

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum