CRS

Common Reporting Standard - Tæknilýsing

Á þessari síðu er tæknilýsing fyrir skil á upplýsingum samkvæmt CRS. Lýsingin gildir fyrir skil frá tekjuári 2017 (framtalsári 2018). Notað er eigið XML snið ríkisskattstjóra sem er byggt á reynslu ríkisskattstjóra af skilum upplýsinga en það er aðlagað að CRS XML schema version 2.0.  Það er það schema sem notað er til grundvallar skilum ríkisskattstjóra til þeirra landa sem eru aðilar að CRS upplýsingaskiptunum. Víða eru sóttar lýsingar úr CRS skilgreiningunni en hægt er nálgast  hana á vef OECD: CRS lýsing í pdf formi.

Ábendingar og athugasemdir um það sem betur má fara í lýsingunni eru vel þegnar og skal senda þær á tölvupóstfangið arnar.vilhjalmsson@skatturinn.is

Hlekkir á skjöl
XML snið (schema) CrsV10
Dæmi um XML skjal.
Dæmi um 0 skýrslu.
 
Skilin sjálf fara fram í gegnum biðlara sem hægt er að sækja á vef ríkisskattstjóra. Nánari upplýsingar eru neðst á síðunni.

Mælt er með því að þeir aðilar sem þurfa að fylgjast með uppfærslum og breytingum á tæknilýsingum ríkisskattstjóra fylgist með breytingasögu: https://www.skatturinn.is/fagadilar/hugbunadarhus/breytingasaga/

Skilin fara þannig fram að skilaskyldir aðilar skila upplýsingum í einni sendingu (eitt XML skjal). Ef sendingu er hafnað eða í ljós koma villur er hún felld og skal útbúa nýja sendingu með réttum upplýsingum og senda. Á þessu stigi eru allar sendingar taldar innihalda nýjar upplýsingar og hafa gildið CRS701 í MessageTypeIndic. Auðkenningar (DocRefId) í nýrri sendingu mega vera þær sömu og í upphaflegu sendingunni en þurfa þess ekki. Þessi regla gildir ekki eftir að upplýsingar hafa verið sendar til hlutaðeigandi landa (sjá neðar).

Villuprófanir eru gerðir á tveim stigum, við sendingu samkvæmt XML sniði (schema) og við innlestur hjá Skattinum. Lýsing á villuprófun einstakra atriða í innlestri má finna í lýsingu þeirra. Auk þessara villuprófana fara fram villuprófanir hjá móttökulöndum.

Ef villur eða athugasemdir, sem gefa tilefni til endursendingar á hluta eða öllum upplýsingum, koma frá móttökulandi mun Skatturinn óska eftir leiðréttingum og ákveða í samráði við sendanda hvernig standa skuli að leiðréttingum.

Núll skýrsla - Nil Report

 

Ef skilaskyldur aðili hefur engu að skila skal hann skila núll skýrslu sem er um leið staðfesting á að áreiðanleikakönnun hafi farið fram.
Nil report is used to indicate that Financial Institution has carried out the appropriate checks of its client data but there is no data to report.

Dæmi um 0 skýrslu.

XML skil - Almennt

XML skilgreining skal vera með encoding="ISO-8859-1

Yfirkafli skjalsins er Vidskiptastofnun og undirkafli er AccountHolder.
Undirkafli AccountHolder er Account og hann má endurtaka (maxOccurs="unbounded"). Þessi kafli er hafður valkvæmur vegna þess að það má sleppa honum þegar skilað er 0 skýrslu.
Undirkafli Account er Payment, hann er valkvæmur og hann má endurtaka (maxOccurs="unbounded" minOccurs="0")

Til viðbótar kemur kaflinn ControllingPerson eftir því sem við  á en hann er undirkafli Account.

 

 

Vidskiptastofnun

AccountHolder

Account

Payment

ControllingPerson

Biðlari, prófanir og fleira


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum