CUSDEC - Skjalakódar í Tollakerfi

.

Innflutningur

Skjalakódar sbr. “DOC”-lið í CUSDEC (xlsx skjal, uppfært 12.12.2023)

Í reit 44 í aðflutningsskýrslu skal innflytjandi gefa til kynna að leyfi, vottorð og undanþáguheimildir vegna innflutningstakmarkana eða niðurfellingar aðflutningsgjalda liggi fyrir frá viðkomandi yfirvöldum við tollafgreiðslu vörusendingar. Í ýmsum tilvikum nær vörusvið tollskrárnúmers jafnt yfir vörur sem um gilda innflutningstakmarkanir og ekki. Þegar svo stendur á ber innflytjanda með sama hætti að gefa til kynna með sérstakri tilvísun ásamt lykli að vara falli ekki undir slíkar innflutningstakmarkanir.

Tilvitnun sem færa ber í reit 44 saman stendur af þriggja stafa lykli og tilvísun. Lykillinn segir til um hvers konar leyfi, vottorð, einkasöluleyfi eða bann er að ræða eða gefur til kynna beiðni um niðurfellingu aðflutningsgjalda. 

Sjá nánar: Tollskýrslugerð - leiðbeiningar um útfyllingu einstakra reita (mars 2023).

.