CUSERR - Villukódar

.

Innflutningur

Villukóðar úr Tollakerfi í CUSERR skeytum, eru athugasemdir og tilkynning um villur og aðfinnsluatriði frá tolli vegna SMT-tollskýrslu.

Sjá CUSRES - sbr. ERC gagnastak í CUSERR skeytum.

Allir reitir í tollskýrslu, þ.e. skráningaratriði, eiga sér tiltekin villunúmer í Tollakerfinu og eru þau gefin upp í CUSERR skeyti.

Hverju villunúmeri fylgir sjálfgefinn texti, sem er athugasemd eða tilkynning um villu, og vísun í reit tollskýrslu.

Villukóðar, villutextar og vísun í reit tollskýrslu (xlsx skjal, uppfært 26.03.2025) 

Almenn athugasemd starfsmanns sem yfirfer tollskýrslu við tollafgreiðslu fer í CUSERR. Textinn fer í FTX gagnaliði, allt að 10 línur, og síðan fer villukóðinn sjálfur í ERC lið. Þetta er eina villan þar sem textinn er sendur. Í öllum öðrum tilfellum er einungis villukóðinn sendur.

Í Tollalínunni getur innflytjandi flett upp nánar athugasemdum við einstakar aðflutningsskýrslur, sem eru til afgreiðslu.

.

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum