2021

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur, 18. febrúar 2021 í máli nr. S-8341/2020

18.2.2021

Héraðsdómur Reykjavíkur

Dómur 18. febrúar 2021 Mál nr. S-8341/2020:

Héraðssaksóknari

(Sigríður Árnadóttir aðstoðarsaksóknari)

gegn

Michal Robert Lempicki

Dómur

Mál þetta, sem dómtekið var 11. febrúar sl., var höfðað með ákæru héraðssaksóknara, dags. 17. desember 2020, á hendur: „Michal Robert Lempicki, kt. […], […], Reykjavík, fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum og fyrir peningaþvætti sem framkvæmdastjóra og stjórnarmanni einkahlutafélagsins […] – […] (áður […]), kt. […], nú afskráð, með því að hafa:

1. Eigi staðið skil á virðisaukaskattsskýrslum einkahlutafélagsins á lögmæltum tíma uppgjörstímabilin janúar – febrúar og nóvember – desember rekstrarárið 2016 og hafa eigi staðið ríkissjóði skil á virðisaukaskatti sem innheimtur var eða innheimta bar í rekstri einkahlutafélagsins uppgjörstímabilin janúar – febrúar rekstrarárið 2016 til og með maí – júní rekstrarárið 2018 í samræmi við IX. kafla laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, samtals að fjárhæð kr. 13.055.512, sem sundurliðast sem hér greinir:

Árið 2016
janúar - febrúar kr. 634.783
mars - aprílkr. 336.346
maí - júníkr. 534.961
júlí - ágústkr.  213.820
september - októberkr. 259.471
 nóvember - desemberkr. 298.007

Samtals:

kr.

2.277.388


Árið 2017
janúar - febrúarkr.   335.919
mars - aprílkr.1.071.728
maí - júníkr.1.110.732
júlí - ágústkr. 2.366.750
september - októberkr.   849.431
nóvember - desemberkr.   501.030

Samtals:kr.6.235.590


Árið 2018
janúar - febrúar kr. 1.143.563
mars - apríl kr. 2.314.404
maí - júní kr. 1.084.567
kr. 4.542.534

Samtals:

kr.

13.055.512

2. Eigi staðið skil á staðgreiðsluskilagrein einkahlutafélagsins vegna staðgreiðslu opinberra gjalda á lögmæltum tíma greiðslutímabilið maí rekstrarárið 2016 og hafa eigi staðið ríkissjóði skil á staðgreiðslu opinberra gjalda, í samræmi við fyrirmæli III. kafla laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, sem haldið var eftir af launum starfsmanna einkahlutafélagsins greiðslutímabilin febrúar til og með maí rekstrarárið 2016, mars til og með júlí og september til og með desember rekstrarárið 2017 og febrúar til og með júlí rekstrarárið 2018, samtals að fjárhæð kr. 7.119.503, sem sundurliðast sem hér greinir:


Árið 2016
Febrúar kr. 225.679
mars kr. 88.375
Apríl kr. 75.396
Maí kr. 148.404
kr. 537.854

Árið 2017

mars kr. 170.933
Apríl kr. 295.265
Maí kr. 529.152
Júní kr. 401.399
Júlí kr. 368.919
September kr. 27.267
október kr. 334.516
Nóvember kr. 189.511
Desember kr. 328.863
kr. 2.645.825

Árið 2018

Febrúar kr. 575.494
Mars kr. 643.557
apríl kr. 817.434
maí kr. 615.475
Júní kr. 384.089
Júlí kr. 899.775
kr. 3.935.824

Samtals:

kr.

7.119.503


3. Fyrir peningaþvætti með því að hafa aflað einkahlutafélaginu ávinnings af brotum samkvæmt 1. og 2. tölulið ákæru, samtals 20.175.015 króna, og nýtt ávinninginn í þágu rekstrar félagsins og eftir atvikum í eigin þágu.

___________________________


Brot ákærða samkvæmt 1. tölulið ákæru teljast varða við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. einnig 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt.

Brot ákærða samkvæmt 2. tölulið ákæru teljast varða við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. einnig 2. mgr. 30. gr. laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda.

Brot ákærða samkvæmt 3. tölulið ákæru teljast varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.“

[…]

Af hálfu ákærða er þess krafist að hann verði dæmdur til vægustu refsingar er lög leyfa og ef til þess kemur að fangelsisrefsing verði dæmd að hún verði þá skilorðsbundin.

II

Ákærði hefur skýlaust játað þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru. Um málavexti vísast til ákæruskjals. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Farið var með málið samkvæmt ákvæðum 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu en sækjanda og ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga.

III

Ákærði er fæddur í […]. Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 14. desember 2020, hefur hann ekki verið dæmdur til refsingar. Við ákvörðun refsingar ákærða er til refsimildunar litið til framangreinds, skýlausrar játningar hans fyrir dómi og þess að nokkuð er um liðið síðan ákærði framdi brotin. Til þyngingar er horft til þess að brot hans námu háum fjárhæðum. Með vísan til framangreinds og 77. gr. laga nr. 19/1940 þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í sjö mánuði en fresta fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955.

Brot ákærða voru stórfelld, sbr. 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988 og 2. mgr. 30. gr. laga nr. 45/1987, en þau fólu í sér að hann stóð ekki skil á innheimtum virðisaukaskatti og afdreginni staðgreiðslu auk þess að hafa í nokkrum tilvikum ekki staðið skil á virðisaukaskattsskýrslum og skilagreinum vegna staðgreiðslu á lögmæltum tíma. Verður ákærði því jafnframt dæmdur til að greiða 35.000.000 króna í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa en sæta ella fangelsi í tólf mánuði.

Engan sakarkostnað leiddi af meðferð málsins.

Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Sigríður Árnadóttir aðstoðarsaksóknari. Sigríður Elsa Kjartansdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan.

D ó m s o r ð :

Ákærði, Michal Robert Lempicki, sæti fangelsi í sjö mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

Ákærði greiði 35.000.000 króna sekt í ríkissjóð innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dómsins en sæti ella fangelsi í 360 daga.

Sigríður Elsa Kjartansdóttir (sign.)

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum