Barnabætur

  • Barnabætur eru greiddar með börnum til 18 ára aldurs og miðast við fjölskyldustöðu 31. desember árið á undan.
  • Barnabætur eru tekjutengdar og ákvarðaðar af ríkisskattstjóra í samræmi við tekjur á skattframtali. 
  • Barnabætur byggja á 68. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

Fyrirframgreiðsla barnabóta er 50% af áætluðum barnabótum ársins og greiðast út 1. febrúar og 1. maí. Við álagningarvinnslu 1. júní er fyrirframgreiðslan dregin frá álögðum barnabótum. Eftirstöðvar eru greiddar út 1. júní  og 1. október. Ef um ofgreiðslu í fyrirframgreiðslu er að ræða er mismunurinn innheimtur á sömu gjalddögum.

Innheimtumaður ríkissjóðs sér um útgreiðslu barnabóta. Nauðsynlegt er að gefa upp bankareikning, sem leggja má inn á.  Um skuldajöfnun barnabóta fer samkvæmt 7. gr. reglugerðar nr. 555/2004, um greiðslu barnabóta.

Fylltu út neðangreint eyðublað og sendu til innheimtumanns ríkissjóðs í þínu umdæmi:

Beiðni til innheimtumanns ríkissjóðs um ráðstöfun greiðslna

Ítarefni

Nánari upplýsingar

Útreikningur barnabóta

Reiknivél barnabóta


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum