Uppgjör og skil

Virðisaukaskattsskyldum aðilum er gert skylt að gera upp virðisaukaskatt eftir hvert uppgjörstímabil með greiðslu virðisaukaskatts ásamt rafrænni virðisaukaskattsskýrslu þar sem fram kemur m.a. skattskyld velta á uppgjörstímabilinu ásamt samsvarandi útskatti. Meginreglan er sú að uppgjörstímabil taki til tveggja mánaða en frá þeirri reglu eru veigamiklar undantekningar eins og gerð er grein fyrir hér á eftir.

Skila ber virðisaukaskattsskýrslu með rafrænum skilum á þjónustuvef ríkisskattstjóra í síðasta lagi á gjalddaga, en upplýsingar um gjalddaga má finna með upplýsingum um hvern og einn skilamáta hér að neðan. Gera þarf skil á virðisaukaskattsskýrslu fyrir hvert uppgjörstímabil óháð því hvort rekstur hafi verið í gangi eða legið niðri og þar með engin skattskyld velta. Að öðrum kosti má gera ráð fyrir því að velta verði áætluð og gjöld samkvæmt því. Enginn sérstakur eindagi er í virðisaukaskatti, gjalddagi og eindagi er einn og sami dagurinn.

Þjónustuvefur ríkisskattstjóra

Ríkisskattstjóri getur veitt heimild til eins árs í senn til þess að skila virðisaukaskattsskýrslu á pappír ef gildar ástæður eru fyrir hendi.

Almenn uppgjörstímabil

Ársskil

Skemmri uppgjörstímabil

Sérstök mánaðarskil

Tímabundið uppgjörstímabil

Skil til bráðabirgða

Sérreglur um landbúnað

Hvað eru fullnægjandi skil?

Ársuppgjör

Blönduð starfsemi – sérstakt afstemmingarblað

Álag og dráttarvextir

Sérstakt gjald vegna síðbúinna skila á virðisaukaskattsskýrslu

Rafræn skil

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?

Eyðublöð


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum