Reglur

Frá og með 1. janúar 2016 gilda nýjar reglur sem innleiða svokallaðan CRS í íslensk lög.  CRS stendur fyrir Common Reporting Standard.

1.  Nýjar reglur frá og með 1. janúar 2016

Frá og með 1. janúar 2016 munu nýjar reglur gilda á Íslandi þar sem samræmdur staðall um upplýsingaskipti á fjárhagsupplýsingum verður innleiddur.  Með lögum nr. 124/2015 var staðallinn innleiddur á Íslandi.

Jafnframt hafa verið settar reglugerðir nr. 1240/2015 og 1231/2016 sem hafa að geyma hvaða reglum beri að fara eftir við áreiðanleikakannanir á fjárhagsreikningum.

2.  Reglur um fjárhagsreikninga sem opnaðir eru 1. janúar 2016 eða síðar.

Upplýsingaskyldir aðilar skulu frá og með 1. janúar 2016 auðkenna reikningshafa og raunverulega reikningseigendur sem eru skattskyldir í öðrum ríkjum en Bandaríkjunum.

Ef reikningshafi er einstaklingur skal fjármálastofnun kalla eftir yfirlýsingu frá reikningshafanum sem staðfestir í hvaða ríki reikningshafinn er skattalega heimilisfastur.  Skyldan til að kalla eftir yfirlýsingu er óháð því hversu miklir fjármunir standa á reikningunum.  Þá falla ýmsir vátryggingasamningar undir þessa skyldu.  Ef reikningshafi hefur skattalega heimilisfesti í erlendu ríki skal kalla eftir erlendri skattkennitölu gefi hið erlenda ríki út slíkt auðkenni.  Leggi viðskiptavinur ekki fram umbeðna yfirlýsingu skal reikningur ekki stofnaður.

Ef reikningshafi er lögaðila skal taka ákvörðun um hvort hann sé heimilisfastur á Íslandi eða í öðru ríki.  Ef reikningshafinn er heimilisfastur í öðru ríki skal óskað eftir erlendri skattkennitölu gefi hið erlenda ríki út slíkt auðkenni.  Ef reikningshafinn er opinber aðili, Seðlabanki, félag sem skráð er á opinberan hlutabréfamarkað, tiltekin alþjóðleg stofnun eða fjármálastofnun gilda ákveðnar undanþágur.

Ennfremur skal óska eftir yfirlýsingu um það ríki sem raunverulegur eigandi er yfirleitt skattskyldur. Hugtakið raunverulegur eigandi er skilgreint í 13. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka..  Ef raunverulegur eigandi er skattskyldur í öðru ríki en Íslandi skal óskað eftir erlendri skattkennitölu gefi erlenda ríkið út slíkt auðkenni.  Þessi skylda um auðkenningu á raunverulegum eiganda nær eingöngu til þeirra tilvika þegar reikningshafi er:

  • óvirkur erlendur lögaðili sem er ekki fjármálastofnun
  • er aðili sem stjórnað er af fjármálastofnun og reikningshafinn er heimilisfastur í ríki sem ekki hefur gert upplýsingaskiptasamkomulag við Ísland

Ríkisskattstjóri mun birta leiðbeiningar um hvaða kröfur verði gerðar til yfirlýsinga en ekki verða gerða kröfur um að yfirlýsingarnar verði á sérstökum eyðublöðum.

3.  Reglur um eldri reikninga sem opnaðir voru fyrir 1. janúar 2016.

Eldri reikningar einstaklinga skal vera búið að skoða og auðkenna með heimilisfestarríki reikningshafa fyrir 31. desember 2016 sé verðmæti þeirra þann 31. desember 2015 yfir USD 1.000.000.

Skoðun á öðrum reikningum sem ekki falla undir framangreint skal lokið fyrir 31. desember 2017.

Reglur um skoðun reikninga eru að mestu leyti í samræmi við þá skoðun reikninga sem fjármálastofnanir þurfa að framkvæma í tengslum við FATCA.  Stærsti munurinn er sá að skoðunar- og tilkynningaskyldan nær til allra reikninga einstaklinga óháð fjárhæð þeirra.

Framangreint hefur í för með sér að alla reikninga í eigu einstaklinga þarf að skoða.  Fari reikningsfjárhæð ekki yfir USD 1.000.000 skal skoðunin vera með rafrænum hætti þannig að leitað sé í öllum upplýsingum sem til eru hjá viðkomandi fjármálastofnun um viðkomandi reikningshafa.  Hafi fjármálastofnunin upplýsingar um heimilisfang reikningshafa sem byggja á upplýsingum frá opinberum aðilum erlendra ríkja má leggja til grundvallar að viðkomandi reikningshafi sé skattskyldur í því ríki.

Ekki er gerð krafa um að skoðun reikninga sem eru að lægri fjárhæð en USD 250.000 þann 31. desember 2015.  Fari fjárhæð reikningsins síðar yfir þessi mörk í lok tekjuárs skal skoða og auðkenna reikninginn.

Leggja skal saman alla reikninga í eigu reikningshafa þegar tekið er mið af framangreindum fjárhæðarmörkum.

3.  Fyrstu upplýsingaskil 2017

Fyrstu skil á upplýsingum til ríkisskattstjóra samkvæmt CRS munu fara fram á árinu 2017.  Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær fjármálastofnunum ber að skila inn upplýsingum og verður sá frestur auglýstur sérstaklega.

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum