Framtalsgögn

Þessi lýsing er gerð fyrir tæknifólk sem sér um skil upplýsinga frá fjármála- og lánastofnunum og öðrum skilaskyldum aðilum til ríkisskattstjóra. Hér er átt við banka, sparisjóði, lífeyrissjóði, fjármögnunarfyrirtæki og aðra þá aðila sem skila upplýsingum til ríkisskattstjóra.

Frá og með tekjuárinu 2010 (framtalsári 2011) er gerð krafa um að allir skili gögnum á XML formi samkvæmt þessari lýsingu. Til þess að senda gögnin þarf að sækja sérstakan biðlara (client) á vef ríkisskattstjóra. Biðlarinn gefur kost á að sannreyna XML skjöl á móti XML sniði (schema) og senda þau til ríkisskattstjóra. Þegar gögnin eru send þurfa að vera til staðar rafræn skilríki hjá sendanda. Áður en biðlarinn er sóttur þarf ríkisskattstjóri að úthluta sendanda auðkennislykli.
Sækja biðlara á vef ríkisskattstjóra.

Sækja skal um auðkennislykilinn í tölvupósti: hugbunadur@skatturinn.is Tilgreina þarf kennitölu sendanda ásamt tillögu að fjögurra stafa auðkennislykli. Þegar um er að ræða lífeyrissjóð er hann venjulega Lxxx þar sem xxx er númer lífeyrissjóðs.

Tekið skal fram að hér er fyrst og fremst um að ræða tæknilega lýsingu þó að leitast hafi verið við að hafa lýsingar einstakra svæða eins nákvæmar og unnt er. Í framtalsleiðbeiningum hvers árs má finna nánari skýringar og reglur um hvernig einstök svæði skulu útfyllt.

Í breytingasögu má finna upplýsingar um breytingar sem gerðar hafa verið á þessari lýsingu. Breytingasagan er aðgengileg sem efnisstraumur (Atom) sem hægt er að tengjast og fá skilaboð þegar henni er breytt.

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá hugbunadur@skatturinn.is

Kerfislýsing

Eftirtalin skjöl innihalda nauðsynlegar tæknilegar upplýsingar:

XML snið (schema) fyrir framtalsgögn.
Lýsing á villuprófunum.
XML snið fyrir villuprófanir.

XML skjal, dæmi.

Allir kaflarnir eru valkvæmir (optional) þannig að hver stofnun skilar einungis þeim köflum sem við á.

Prófanir

Þeim sem á þurfa að halda geta sótt test biðlara hér. Þegar biðlarinn er sóttur skal skrá eftirfarandi:
Kennitala stofnunar: 5402696029
Auðkennisnúmer: RSK2
Auðkennislykill RSK: Test1234
Þessa auðkenningu má einnig nota við test á sendingum. Æskilegt er að stærð testsendinga sé stillt í hóf. Þeir sem þess óska geta fengið sína eigin auðkenningu í testumhverfi. Gera má ráð fyrir að ofangreindri auðkenningu verði breytt fyrirvaralaust og þurfa þá þeir sem þurfa á testumhvefinu að halda að hafa samband við ríkisskattstjóra.
Til að senda inn gögn í raunumhverfi þarf að sækja nýjan biðlara og fá auðkenningu fyrir raunumhverfið.

Ábendingar

Í prófunum og í fyrri skilum hafa komið upp nokkur atriði sem þykir rétt að benda sérstaklega á hérna:
  - Mínus tölur eru aldrei leyfðar.
  - Kaflarnir verða að vera í sömu röð og tilgreint er í sniðinu (schema). Dæmi: Kaflinn HlutabrefKaup verður að koma á undan kaflanum HlutabrefSala.
  - Framtalsár á vera það ár sem framtal og álagning á sér stað. Dæmi: Tilgreina skal framtalsár 2012 vegna tekna ársins 2011.

Fyrst kemur yfirkafli fyrir viðskiptastofnun, þá viðskiptamann og að lokum einstakir undirkaflar innan viðskiptamanns.Viðskiptastofnun

Svæðisheiti Lýsing svæðis Villuprófun
Framtalsar Árið sem framtalið er gert. Dæmi: 2010 vegna tekna á árinu 2009. Svæðið verður að vera 4 tölustafir. TegNum_4. Athugað er hvort svæðið sé 4 á lengd og að það innihaldi ekki annað en tölustafi. Stakið verður að vera til staðar.
Audkennisnumer Auðkennisnúmer viðskiptastofnunar: 4 stafir. Fyrir bankastofnun er þetta bankanúmer. Lífeyrissjóðir hafa auðkennið Lnnn þar sem nnn er númer lífeyrissjóðs. TegString_4. Athugað er hvort svæðið sé 4 á lengd. Stakið verður að vera til staðar. Ríkisskattstjóri úthlutar auðkennisnúmeri til annarra stofnana í samráði við þær.
AudkennislykillRSK AudkennislykillRSK: Auðkennislykill úthlutaður af RSK sem notaður er til þess að auðkenna sendanda. TegNum_1_12. Athugað er hvort svæðið sé 1 til 12 stafir á lengd. Stakið verður að vera til staðar.
KennitalaStofnunar Kennitala viðskiptastofnunar: 10 stafa kennitala. TegKennitala. Stakið verður að vera til staðar. Kennitalan er villuprófuð frekar við innlestur í gagnagrunn RSK.
 Tin  Tin (Tax Identification Number).
Þetta stak skal ekki vera til staðar.
 Giin  Giin vegna FATCA.
Stakið skal ekki vera til staðar nema að um sé að ræða sendingu vegna FATCA.
 TegundSendanda Tegund sendanda - Filer Category
TegTegundSendanda
Stakið skal ekki vera til staðar nema að um sé að ræða sendingu vegna FATCA eða CRS. Ef um er að ræða CRS skal setja gildið CRS í svæðið, Fyrir sendingar vegna FATCA skal setja gildið FATCAxxx í svæðið, þar sem xxx er númer sem er lýst hér að neðan.
 Tolvupostfang  Tölvupóstfang tengiliðs sendanda.
TegString_1_200. Svæðið skal vera 1 til 200 stafir á lengd og innihalda gilt tölvupóstfang. Svæðið verður að vera til staðar.
Afstemming Undirkafli sem inniheldur texta og fjárhæð til afstemmingar. Sjá nánar lýsingu á stökum kaflans. Þessi undirkafli er valkvæmur og þarf ekki að vera til staðar. Ef hann er tilgreindur verða stökin AfstemmingTexti og AfstemmingFjarhaed að vera til staðar.
Það er leyfilegt að tilgreina þennan undirkafla oft (maxOccurs="unbounded").
Athugasemdir Allt að 200 stafa texti sem getur innihaldið upplýsingar sem sendandi vill koma á framfæri við RSK. Hér er æskilegt að tilgreina nafn, símanúmer og tölvupóstfang sendanda. Dæmi um texta:
Tengliður: Jón Jónsson, sími: 6677889, tölvupóstfang: jon.jonsson@stofnun.is.
TegString_1_200. Athugað er hvort svæðið sé 1 til 200 stafir á lengd. Stakinu má sleppa.
Það er leyfilegt að tilgreina þetta stak oft (maxOccurs="unbounded").
Hér eru tilgreind þau tvö stök sem tilheyra yfirkafla Afstemming:
AfstemmingTexti Allt að 60 stafa texti sem skal innihalda lýsingu á þeirri fjárhæð sem tilgreind er í stakinu AfstemmingFjarhaed Dæmi:
Heildarfjárhæð innstæðna í kafla 3.1.
TegString_1_60. Athugað er hvort svæðið sé 1 til 60 stafir á lengd. Stakið verður að vera til staðar ef yfirkafli þess er tilgreindur.
AfstemmingFjarhaed Fjárhæð afstemmingar. TegUpphaed. Svæðið verður að innihalda tölustafi og verður að vera 0 eða hærra. Stakið verður að vera til staðar ef yfirkafli þess er tilgreindur.

Viðskiptamaður

Innan kaflans Vidskiptamadur koma upplýsingar um viðskiptamenn ásamt þeim undirköflum sem skilað er fyrir hvern viðskiptamann. Ekki er gert ráð fyrir að undirkaflanum ErlendurAdili sé skilað, í stað hans kemur undirkaflinn ErlendSkil. Enn má þó skila kaflanum Erlendur Adili. Skila verður svæðinu Kennitala eða undirkaflanum ErlendSkil eða báðum. Ef kennitala er ekki til staðar verður að skila undirkaflanum ErlendSkil. 

Svæðisheiti Lýsing svæðis Villuprófun
KennitalaVidskiptamanns 10 stafa kennitala framteljanda/viðskiptamanns. TegKennitala. Kennitalan er villuprófuð frekar við innlestur í gagnagrunn RSK. Ef kennitala er ekki til staðar verður að skila undirkaflanum ErlendSkil.
ErlendSkil Undirkafli með upplýsingum um erlendan aðila eða aðila sem þarf að skila samkvæmt FATCA eða CRS.
Tilgreina skal kennitölu í svæðið KennitalaVidskiptamanns ef hún er þekkt.
Hér koma stök undirkaflans ErlendSkil. 
 TegundSkila Segir til um hvort og samkvæmt hvaða reglu skila skal upplýsingum til erlendra skattyfirvalda.
FATCA: FATCA skil til Bandaríkjanna.
CRS: CRS skil.
Annað: Engin eða almenn skil, erlendur aðili án tengingar við FATCA eða CRS.
TegTegundSkila. Leyfileg gildi eru FATCA, CRS, Annað. Stakið verður að vera til staðar.
 TegundVidskiptamanns Segir til um hvort viðskiptamaður sé einstaklingur eða lögaðili.
TegTegundVidskiptamanns. Leyfileg gildi eru Einstaklingur, Lögaðili. Stakið verður að vera til staðar.
 TegundEiganda Hér skal setja gildi sem segir til um tegund eiganda reiknings/reikninga.

FATCA101: Owner-Documented FI with specified US owner(s).

FATCA102: Óvirk erlend rekstrareining sem er ekki fjármálastofnun með virkan bandarískan eiganda

FATCA102: Óvirk erlend rekstrareining sem er ekki fjármálastofnun með virkan bandarískan eiganda

FATCA103: fjármálastofnun sem er samningslaus við Skattstofu Bandaríkjanna

FATCA104: Tilgreindur bandarískur aðili

FATCA105: Rekstrareining sem er ekki fjármálastofnun og tilkynnir beint til Bandaríkjanna.

OECD01: Einstaklingur.
OECD02: Hlutafélag eða einkahlutafélag.
OECD03: Sameignarfélag.
OECD04: Samtök önnur en tilgreind eru í 02 eða 03.
OECD05: Ríkis- eða alþjóðastofnun.
OECD06: Annað.
OECD07: Óþekkt.


TegTegundEiganda. Leyfileg gildi eru þau sem eru tilgreind hér til vinstri. Stakið verður að vera til staðar.
 Tin Skattkennitala, TIN (Tax Identification Number) eins og hún er gefin út í heimalandi viðskiptamanns.
TegString_1_20. Athugað er hvort svæðið sé 1 til 20 stafir á lengd. Stakinu má sleppa. 
Nafn Nafn viðskiptamanns
TegString_1_70. Svæðið skal vera 1 til 70 stafir á lengd. Stakið verður að vera til staðar ef yfirkafli þess er tilgreindur.
Gata Heiti götu og húsnúmer og/eða heiti húss. TegString_1_70. Athugað er hvort svæðið sé 1 til 70 stafir á lengd. Stakið verður að vera til staðar ef yfirkafli þess er tilgreindur.
Borg Borg eða bær ásamt póstnúmeri. Póstnúmer kemur ýmist á undan eða eftir borg eða bæ. Gert er ráð fyrir að það sé skrá með sama hætti og tíðkast í heimalandinu. Dæmi: Bristol BS9 3BH, 21228 Malmö. TegString_1_35. Athugað er hvort svæðið sé 1 til 35 stafir á lengd. Stakið verður að vera til staðar ef yfirkafli þess er tilgreindur.
Fylki Hér má tilgreina hérað, sýslu eða fylki eða nýta þetta svæði ef heimilisfang er mjög langt. TegString_1_35. Athugað er hvort svæðið sé 1 til 35 stafir á lengd. Stakinu má sleppa.
Land Hér skal setja tveggja stafa landkóða heimilisfesturíkis viðskiptamanns samkvæmt staðli ISO 3166. TegLandKodi: Stakið verður að innihalda gildan landkóða. Stakið verður að vera til staðar.
Faedingardagur
Hér skal tilgreina fæðingardag einstaklings. Svæðinu skal sleppa ef um er að ræða lögaðila. Ef stakinu er sleppt eða er autt fyrir einstakling er fæðingardagur fundinn í Þjóðskrá.
TegDagsetning: Dagsetningin er villuprófuð frekar við innlestur í gagnagrunn RSK. Stakinu má sleppa
Faedingarland
Fæðingarland einstaklings. Ef stakinu er sleppt eða er autt fyrir einstakling er fæðingarland fundið í Þjóðskrá.
TegLandKodi: Stakið verður að innihalda gildan landkóða. Stakinu má sleppa.

Innstæður innlendar

Kafli 3.1 í framtali: Innstæður í innlendum bönkum og sparisjóðum. Þegar um er að ræða bankareikninga sem eru í skuld en hafa gefið vexti á árinu kemur 0 í stakið Innstaeda en stökin Vaxtatekjur, Stadgreiðsla og Heildarvelta eru fyllt út. Reikningur sem er í skuld eða hefur borið vaxtagjöld á árinu er tilgreindur í undirkaflanum SkuldirOgVaxtagjold. Reikningar sem eru með vaxtatekjur eða veltu  og vaxtagjöld skulu tilgreindir í báðum köflunum.
Athugið að tilgreina skal alla bankareikninga í þessum kafla.

Gengismunur og staðgreiðsla af gengismun eru ný svæði á framtali 2012. Þau eru notuð til að tilgreina gengishagnað ársins og afdregna staðgreiðslu af reikningum í erlendri mynt. Ef reikningur er með gengishagnað, staðgreiðslu, vaxtatekjur eða inneign fer hann í kaflann InnstadurInnlendar. Ef um er að ræða skuld í árslok eða gengistap eða vaxtagjöld eru þau tilgreind í kaflanum SkuldirOgVaxtagjold. Halda verður sérstaklega utanum vaxtagjöld og gengishagnað vegna þess að ekki má nýta gengistap til lækkunar á vaxtatekjum og öfugt.

Svæðisheiti Lýsing svæðis Villuprófun
Banki Bankanúmer eins og það er skilgreint af Reiknistofu bankanna, 4 stafir. Ef stofnun notar ekki númerakerfi RB skal setja 0000 í svæðið. TegString_4: Athugað er hvort lengdin á svæðinu sé 4 stafir. Stakið verður að vera til staðar.
Hb Höfuðbók númer eins og hún er skilgreind af Reiknistofu bankanna, 2 stafir. Ef stofnun notar ekki númerakerfi RB skal setja 00 í svæðið. TegString_2: Athugað er hvort lengdin á svæðinu sé 2 stafir. Stakið verður að vera til staðar.
ReikningurNumer Númer bankareiknings. Ef stofnun notar ekki reikningsnúmer skal setja 000000 í svæðið. TegString_1_6: Athugað er hvort lengdin á svæðinu sé á bilinu 1 til 6 stafir. Stakið verður að vera til staðar.
Lysing Lýsing bankareiknings: Allt að 60 stafa texti sem færður verður á skattframtal. Gert er ráð fyrir að hér komi fram nægar upplýsingar til að framteljandi geti áttað sig á hvaða bankareikning um er að ræða. Algengt er að setja hér heiti reiknings (til dæmis: Gjaldeyrisreikningur USD) og BBBB-HH-XXXXXX þar sem BBBB er bankanúmer, HH er höfuðbók númer og XXXXXX er númer reiknings. TegString_1_60: Athugað er hvort lengdin á svæðinu sé á bilinu 1 til 60 stafir. Stakið verður að vera til staðar.
Innstaeda Löng heiltala. Ef innstæða er á reikningi í lok tekjuárs er sú upphæð tilgreind hér. Ef reikningur er í skuld í árslok skal setja 0 í svæðið og tilgreina tilgreina upphæðina í kafla 5.5. TegUpphaed: Svæðið verður að innihalda tölustafi og verður að vera 0 eða hærra. Stakið verður að vera til staðar.
Vaxtatekjur Löng heiltala. Hér skal tilgreina heildar vaxtatekjur ársins. Vaxtagjöld skulu tilgreind í kafla SkuldirOgVaxtagjold. TegUpphaed: Svæðið verður að innihalda tölustafi og verður að vera 0 eða hærra. Stakið verður að vera til staðar.
Stadgreidsla Staðgreiðsla af vaxtatekjum: Löng heiltala. Hér skal tilgreina heildar afdregna staðgreiðslu af vaxtatekjum ársins. TegUpphaed: Svæðið verður að innihalda tölustafi og verður að vera 0 eða hærra. Stakið verður að vera til staðar.
 Heildarvelta Heildarvelta reiknings á árinu. Löng heiltala.
Heildarvelta er skilgreind sem heildarinnborganir ársins á reikning, kreditkort eða aðra reikninga, þar með taldir rafeyrisreikningar.
Velta á veltureikningum (hefðbundnir bankareikningar) sem eru með vaxtagjöld eða eru í skuld í árslok skulu tilgreindir í kaflanum SkuldirOgVaxtagjold en heildarvelta skal tilgreind hér og eftir atvikum með 0 í innstæðu.
TegUpphaed: Svæðið verður að innihalda tölustafi og verður að vera 0 eða hærra. Stakið verður að vera til staðar. 
Gengishagnadur Löng heiltala. Hér skal tilgreina heildar gengishagnað ársins. Ef um er að ræða gengistap (mínus gengishagnað) skal setja 0 í svæðið og tilgreina hann í kaflanum SkuldirOgVaxtagjold. TegUpphaed: Svæðið verður að innihalda tölustafi og verður að vera 0 eða hærra. Stakinu má sleppa.
GengishagnadurStgr Afdregin staðgreiðsla af gengishagnaði: Löng heiltala. Hér skal tilgreina heildar afdregna staðgreiðslu af gengishagnaði ársins. TegUpphaed: Svæðið verður að innihalda tölustafi og verður að vera 0 eða hærra. Stakinu má sleppa.
UpprunaAudkenni

Hér má auðkenna færsluna með banka, höfuðbók og númeri í forminu BBBBHHNNNNNN. Auðkennið verður að vera einkvæmt innan ársins. GUID (Globally Unique Identifier) hentar vel til einkvæmrar auðkenningar. Ef gildi svæðisins er ekki einkvæmt er sendingunni hafnað.TegUpprunaAudkenni:

Strengur 1 til 50 stafa langur. Má innihalda bókstafi og tölustafi auk bandstriks (-), kommu (,) og punkts (.). Það má ekki vera autt bil (whitespace) í strengnum.


Fasteignalán

Kafli 5.2 eða 5.5 í framtali. Þessum kafla skal skila þegar um er að ræða lán sem mögulega koma til greina sem stofn til vaxtabóta og fara þá í kafla 5.2. á framtali. Lánum sem er alveg víst að eigi að fara í kafla 5.5 í framtali skal skila í kaflanum SkuldirOgVaxtagjold. Ef um er að ræða minnsta vafa er eindregið mælt með því skila láninu í þessum kafla.

Kerfi ríkisskattstjóra vinna úr þessum upplýsingum og raðar lánum í kafla samkvæmt því sem þau voru á fyrra ári. Lánin eru lesin saman eftir uppruna auðkenni. Þau lán sem finnast hvorki í kafla 5.2 né kafla 5.5 í framtali (samkvæmt uppruna auðkenni) fara á sundurliðunarblað þar sem framteljandi þarf að ákveða í hvorn kaflann það fer.

Komið hafa fram ábendingar frá framteljendum um að í kafla 5.2 koma ekki fram greiðslur umfram skilmála lánsins. Þetta má leysa með því setja greiðslur umfram skilmála í bæði „Heildargreiðslur“ og „Afborgun af nafnverði“. það sem skipir máli eru vaxtagjöldin (og skuld í árslok) en þau eru fengin með því að draga afborgun af nafnverði frá heildargreiðslum.


Svæðisheiti Lýsing svæðis Villuprófun
KennitalaLanseiganda 10 stafa kennitala. TegKennitala. Stakinu má sleppa. Kennitalan er villuprófuð frekar við innlestur í gagnagrunn RSK. Ef stakið er haft með er þessi kennitala notuð sem kennitala lánveitanda á sundurliðunarblaði og til að sækja nafn lánveitanda í kafla 5.2 á skattframtali, annars er notuð kennitala stofnunar úr kaflanum "Vidskiptastofnun".
HlutiLans Vegna höfuðstólsleiðréttingarinnar. Hér skal tilgreina hvort lánið sé frum- eða leiðréttingarhluti láns.
Lán sem ekki eru merkt sem leiðréttingarhluti eru meðhöndluð á venjulegan hátt. Athugið að einungis þau lán sem ríkissjóður greiddi inn á fyrir áramót skulu hafa leiðréttingarhluta.
TegHlutiLans: L eða Leiðréttingarhluti
fyrir leiðréttingarhluta láns. Önnur leyfileg gildi eru F og Frumhluti. Ef stakinu er sleppt eða það er tómt er það meðhöndlað sem frumhluti láns.
Banki Bankanúmer eins og það er skilgreint af Reiknistofu bankanna, 4 stafir. Ef stofnun notar ekki númerakerfi RB skal setja 0000 í svæðið. TegString_4: Athugað er hvort lengdin á svæðinu sé 4 stafir. Stakinu má sleppa.
Hb Höfuðbók númer eins og hún er skilgreind af Reiknistofu bankanna, 2 stafir. Ef stofnun notar ekki númerakerfi RB skal setja 00 í svæðið. TegString_2: Athugað er hvort lengdin á svæðinu sé 2 stafir. Stakinu má sleppa.
LanNumer Númer láns. TegString_1_6: Athugað er hvort lengdin á svæðinu sé á bilinu 1 til 6 stafir. Stakinu má sleppa.
 Lansnumer

Auðkenni lánsins eins og það er skráð hjá sendanda. Það má auðkenna það með banka, höfuðbók og reikningsnúmeri í forminu BBBBHHNNNNNN ef það þykir henta. Þetta lánsnúmer er notað til að ákvarða út frá framtali fyrra árs hvort það fari í kafla 5.2 eða 5.5 á framtali.

TegString_1_20: Stakið skal vera 1 til 20 stafir á lengd, það verður að vera til staðar.

LansnumerFyrra

Ef lánsnúmer hefur breyst á árinu er fyrra lánsnúmerið sett í þetta svæði. Það er notað til að finna sama lán á framtali fyrra árs til að ákvarða í hvaða kafla á framtali það fer.
 TegString_0_20: Stakið skal vera 0 til 20 stafir á lengd, Stakið þarf ekki að vera til staðar og má vera tómt.
Lantokudagur Útgáfudagur láns, átta stafa dagsetning á forminu ÁÁÁÁMMDD. Dæmi: 20051201. TegDagsetning: Dagsetningin er villuprófuð frekar við innlestur í gagnagrunn RSK. Stakið verður að vera til staðar.
TegundVisitolu Tegund vísitölu: Lengd: 1 stafur, textasvæði.
L: Lánskjaravísitala 1. jún.75 = 100.
B: Byggingavísitala 1. okt.75 = 100.
E: Byggingavísitala 1. nóv.55 = 100.
T: Sérstök vísitala byggingasjóðs.
N: Neysluverðsvísitala. 
A: Önnur vísitölutrygging (t.d. erl. gjaldm.)
TegString_1: Svæðið verður að vera einn á lengd. Stakinu skal sleppa ef lánið er ekki verðtryggt.
Grunnvisitala Grunnvísitala: 7 stafa rauntala með einum aukastaf. Dæmi: 1002.5. TegNum_7_1: Verður að vera allt að 7 stafa númer með einum aukastaf. Stakinu skal sleppa ef lánið er ekki verðtryggt.
HlutfallVerdtryggingar Hlutfall verðtryggingar: 3 stafa rauntala. Dæmi: 60. Þetta á eingöngu við gömul byggingasjóðslán sem voru verðtryggð að hluta. Stakinu skal sleppa fyrir öll önnur lán. Decimal: Svæðið verður að innihalda tölustafi.
Vaxtaprosenta Vaxtaprósenta lánsins: 7 stafa rauntala með 4 aukastöfum. Dæmi: 4.1500. TegNum_7_4: Verður að vera allt að 7 stafa númer með fjórum aukastöfum. Stakið verður að vera til staðar.
Greidslumanudir Greiðslumánuðir: textasvæði. Mánuðir með gjalddaga láns. Dæmi: 3,6,9,12, Mánaðarl. TegString_1_15:  Athugað er hvort lengdin á svæðinu sé á bilinu 1 til 15 stafir. Stakið verður að vera til staðar.
UpphaflegurLanstimi Upphaflegur lánstími: 3 stafa tölusvæði með einum eða engum aukastaf. Lengd láns í árum. Dæmi: 40,5. Decimal: Svæðið verður að innihalda tölustafi. Þessu staki má sleppa ef ekki eru til upplýsingar um upphaflegan lánstíma. 
UpphaflegLansupphaed Upphafleg lánsfjárhæð í heilum krónum: Löng heiltala. Upphafleg fjárhæð láns við útgáfu skuldabréfs. TegUpphaed: Svæðið verður að innihalda tölustafi. Stakið verður að vera til staðar. 
Lantokukostnadur Lántökukostnaður í heilum krónum: Löng heiltala. Heildar lántökukostnaður þar með talin stimpilgjöld. Hér skal tilgreina uppgreiðslugjald og gjald vegna yfirtöku. TegUpphaed: Svæðið verður að innihalda tölustafi. Stakinu má sleppa.
Heildargreidslur Heildargreiðslur tekjuárs í heilum krónum: Löng heiltala. Vextir, verðbætur og dráttarvextir. Ef enginn gjalddagi er á tekjuári skal setja 0 í svæðið. TegUpphaed: Svæðið verður að innihalda tölustafi. Stakið verður að vera til staðar.
AfborgunNafnverds Afborgun nafnverðs í heilum krónum: Löng heiltala. Ef enginn gjalddagi er á tekjuári skal setja 0 í svæðið. TegUpphaed: Svæðið verður að innihalda tölustafi. Stakið verður að vera til staðar.
UppreiknadarEftirstodvar Uppreiknaðar eftirstöðvar láns í lok tekjuárs í heilum krónum: Löng heiltala. Vanskil eiga ekki að vera með í þessari tölu. Ef lán er uppgreitt á tekjuári skal setja 0 í svæðið.

Skuldir skal telja að meðtöldum áföllnum verðbótum á höfuðstól þeirra miðað við vísitölu í janúar á næsta ári eftir lok almannaksárs.

TegUpphaed: Svæðið verður að innihalda tölustafi. Stakið verður að vera til staðar.
Vanskil Vanskil í heilum krónum: Löng heiltala. Hér skal setja heildarupphæð vanskila eins og þau eru í lok tekjuárs. TegUpphaed: Svæðið verður að innihalda tölustafi. Stakinu má sleppa.
Drattarvextir Dráttarvextir í heilum krónum: Löng heiltala. Samtala dráttarvaxta í lok tekjuárs. Dráttarvextir skulu vera innifaldir í heildargreiðslu ársins. TegUpphaed: Svæðið verður að innihalda tölustafi. Stakinu má sleppa.
Vaxtagjold Vaxtagjöld tekjuárs í heilum krónum: Löng heiltala. Heildargreiðslur - uppreiknuð afborgun af nafnverði. Ef lánið er ekki lán vegna kaupa eða byggingar íbúðarhúsnæðis til eigin nota er þetta sú upphæð sem fer í vaxtagjöld í kafla 5.5. TegUpphaed: Svæðið verður að innihalda tölustafi. Stakið verður að vera til staðar.
FastanumerVedstadar Fastnúmer veðstaðar: 7 stafa textasvæði. Auðkennisnúmer Fasteignamats ríkisins. TegString_1_7: Athugað er hvort lengdin á svæðinu sé á bilinu 1 til 7 stafir. Stakinu má sleppa.
Vedheiti Veðheiti: Allt að 30 stafa textasvæði. Heiti fasteignar t.d. Götuheiti og númer. Dæmi: Laugavegur 166. Ef ekki er um að ræða fasteignaveð skal setja hér textann: "Ekki fasteignaveð". TegString_1_30:  Athugað er hvort lengdin á svæðinu sé á bilinu 1 til 30 stafir. Stakinu má sleppa.
 UpprunaAudkenni

Hér má auðkenna færsluna með banka, höfuðbók og númeri í forminu BBBBHHNNNNNN. Auðkennið verður að vera einkvæmt innan ársins. GUID (Globally Unique Identifier) hentar vel til einkvæmrar auðkenningar. Ef gildi svæðisins er ekki einkvæmt er sendingunni hafnað.

TegUpprunaAudkenni:

Strengur 1 til 50 stafa langur. Má innihalda bókstafi og tölustafi auk bandstriks (-), kommu (,) og punkts (.). Það má ekki vera autt bil (whitespace) í strengnum.

UpprunaAudkenniFyrra Þetta svæði er ekki lengur notað og skal því sleppa því.
TegString_0_30: Stakið skal vera 0 til 30 stafir á lengd, því má sleppa og það má vera tómt.

Eftirfarandi 4 svæði eru aðeins höfð með ef lán hefur verið yfirtekið:

Þegar lán er yfirtekið þarf að uppreikna afborgun af nafnverði samkvæmt vísitölu við dagsetningu yfirtöku. Það er að segja uppreiknaðar afborganir = vísitala yfirtökudagsetningar / grunnvísitölu * afborgun af nafnverði. Í þessum tilvikum verður að fylla út stakið UppreiknadarAfborganir og er það síðan sett í reitinn afborgun í  kafla 5.2 á framtali í stað staksins AfborgunNafnverds hér að ofan.

Svæðisheiti Lýsing svæðis Villuprófun
DagsetningYfirtoku Dagsetning yfirtöku: 8 stafa dagsetning á forminu ÁÁÁÁMMDD. Dæmi: 20051201. TegDagsetning: Dagsetningin er villuprófuð frekar við innlestur í gagnagrunn RSK. Stakinu má sleppa.
UppruniDagsetningar Uppruni dagsetningar yfirtöku láns: Einn stafur, textasvæði. Sé uppruni dagsetningar yfirtöku láns ekki kunnur má geta þess hér. Möguleg gildi:
U: Lánið ekki yfirtekið (sama og ef svæðinu er sleppt).
K: Dagsetning samkvæmt kaupsamningi
A: Dagsetning áætluð.
O: Dagsetning ókunn.
TegString_1: Svæðið verður að vera einn á lengd. Þetta stak hefur verið notað sem viðbótarupplýsingar fyrir eldri lán frá Íbúðalánasjóði og því má sleppa.
Yfirtokuvisitala Vísitala við yfirtöku láns: 7 stafa rauntala með einum aukastaf. Dæmi: 1002.5. TegNum_7_1: Verður að vera allt að 7 stafa númer með einum aukastaf. Stakinu má sleppa.
UppreiknadarAfborganir Löng heiltala. Afborganir af höfuðstól uppreiknaðar samkvæmt vísitölu yfirtökudags. TegUpphaed: Svæðið verður að innihalda tölustafi. Stakinu má sleppa. Ef þetta stak er til staðar og inniheldur ekki 0 er stakið AfborgunNafnverðs ekki notað.


Skuldir og vaxtagjöld

Kafli 5.5 á framtali: Skuldir og vaxtagjöld. Kaflinn hér á undan á við þau lán sem koma til greina í kafla 5.2 í framtali, lán vegna kaupa eða byggingar íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Þessi kafli á við kafla 5.5 í framtali: Aðrar skuldir og vaxtagjöld, það er lán sem ekki koma til greina við útreikning á vaxtabótum. Hér skal einnig tilgreina bankareikninga sem eru í skuld í árslok og/eða hafa borið vaxtagjöld eða gengistap á árinu.

Svæðisheiti Lýsing svæðis Villuprófun
Banki Bankanúmer eins og það er skilgreint af Reiknistofu bankanna, 4 stafir. Ef stofnun notar ekki númerakerfi RB skal setja 0000 í svæðið. TegString_4: Athugað er hvort lengdin á svæðinu sé 4 stafir. Stakinu má sleppa.
Hb Höfuðbók númer eins og hún er skilgreind af Reiknistofu bankanna, 2 stafir. Ef stofnun notar ekki númerakerfi RB skal setja 00 í svæðið. TegString_2: Athugað er hvort lengdin á svæðinu sé 2 stafir. Stakinu má sleppa.
Numer Númer láns. TegString_1_6: Athugað er hvort lengdin á svæðinu sé á bilinu 1 til 6 stafir. Stakinu má sleppa.
 Lansnumer

 

Auðkenni lánsins eins og það er skráð hjá sendanda. Það má auðkenna það með banka, höfuðbók og reikningsnúmeri í forminu BBBBHHNNNNNN ef það þykir henta.

TegString_1_20: Stakið skal vera 1 til 20 stafir á lengd, það verður að vera til staðar. 
Lysing Lýsing láns: Allt að 60 stafa texti sem færður verður á skattframtal. Gert er ráð fyrir að hér komi fram nægar upplýsingar til að framteljandi geti áttað sig á því hvaða lán eða bankareikning um er að ræða. TegString_1_60: Athugað er hvort lengdin á svæðinu sé ekki á bilinu 1 til 60 stafir. Stakið verður að vera til staðar.
Vaxtagjold Vaxtagjöld tekjuárs í heilum krónum, löng heiltala: Vextir, verðbætur og dráttarvextir. Þegar um er að ræða gjaldeyrisreikninga með vaxtagjöldum og/eða gengistapi skal setja hér summu vaxtagjalda og gengistaps. TegUpphaed: Talan verður að vera 0 eða stærri. Stakið verður að vera til staðar.
Eftirstodvar Eftirstöðvar láns eða skuld á reikningi í heilum krónum, löng heiltala. TegUpphaed: Talan verður að vera 0 eða stærri. Stakið verður að vera til staðar.
Fastanumer Fastanúmer ökutækis: 5 stafa textasvæði. Þetta svæði er einungis fyllt út fyrir ökutækjalán. TegString_5: Svæðið verður að vera 5 á lengd. Stakinu má sleppa.
 Heildarvelta Heildarvelta reiknings á árinu. Löng heiltala. Hér skal tilgreina heildarveltu kreditkorta og annarra reikninga, þar með talið rafeyrisreikninga sem eru í skuld í árslok eða eru með vaxtagjöld á árinu. Heildarvelta er skilgreind sem heildarinnborganir ársins.
Velta á veltureikningum (hefðbundnir bankareikningar) sem eru með vaxtagjöld eða eru í skuld í árslok skulu tilgreindir í þessum kafla en heildarvelta skal tilgreind í kaflanum InnstadurInnlendar.
 TegUpphaed: Svæðið verður að innihalda tölustafi og verður að vera 0 eða hærra. Stakinu má sleppa.
Rekstrarleiga Setja skal J í þetta svæði ef um er að ræða ökutæki á rekstraleigu. Ekki skal setja J í svæðið þegar um er að ræða venjulega kaupleigu. TegString_1: Stakið verður að vera 1 stafur á lengd ef það er tilgreint. Stakinu má sleppa. Ef því er skilað með einhverju öðru gildi en J (til dæmis N), eða því er sleppt, er það meðhöndlað eins og ekki sé um rekstrarleigu að ræða.
UpprunaAudkenni

Hér má auðkenna færsluna með banka, höfuðbók og númeri í forminu BBBBHHNNNNNN. Auðkennið verður að vera einkvæmt innan ársins. GUID (Globally Unique Identifier) hentar vel til einkvæmrar auðkenningar. Ef gildi svæðisins er ekki einkvæmt er sendingunni hafnað.

TegUpprunaAudkenni:

Strengur 1 til 50 stafa langur. Má innihalda bókstafi og tölustafi auk bandstriks (-), kommu (,) og punkts (.). Það má ekki vera autt bil (whitespace) í strengnum.

EndurreiknadLan Setja skal J í þetta svæði ef lánið hefur verið endurreiknað á tekjuárinu. TegString_1: Stakið verður að vera 1 stafur á lengd ef það er tilgreint. Stakinu má sleppa. Ef því er skilað með einhverju öðru gildi en J (til dæmis N), eða því er sleppt, er það meðhöndlað eins og það hafi ekki verið endurreiknað. Athugið að þetta stak er úrelt (2.2.2011) - sjá nánar kaflann AdrarUpplysingar.


Verðbréf og kröfur

Kafli 3.3 á framtali: Innlend og erlend verðbréf og kröfur. Stofnsjóðsinneign.

Svæðisheiti Lýsing svæðis Villuprófun
Banki Bankanúmer eins og það er skilgreint af Reiknistofu bankanna, 4 stafir. Ef stofnun notar ekki númerakerfi RB skal setja 0000 í svæðið. TegString_4: Athugað er hvort lengdin á svæðinu sé 4 stafir. Stakinu má sleppa.
Hb Höfuðbók númer eins og hún er skilgreind af Reiknistofu bankanna, 2 stafir. Ef stofnun notar ekki númerakerfi RB skal setja 00 í svæðið. TegString_2: Athugað er hvort lengdin á svæðinu sé 2 stafir. Stakinu má sleppa.
Numer Númer verðbréfs, kröfu eða stofnsjóðsinneignar. TegString_1_6: Athugað er hvort lengdin á svæðinu sé á bilinu 1 til 6 stafir. Stakinu má sleppa.
Lysing Lýsing verðbréfs, kröfu eða stofnsjóðsinneignar. Allt að 60 stafa texti sem færður verður á skattframtal. Gert er ráð fyrir að hér komi fram nægar upplýsingar til að framteljandi geti áttað sig á því hvaða verðbréf, kröfu eða stofnsjóðsinneign um er að ræða. TegString_1_60: Athugað er hvort lengdin á svæðinu sé á bilinu 1 til 60 stafir. Stakið verður að vera til staðar.
TegundVerdbrefs Tegund verðbréfs. Mismunandi reglur um lotun (þrepaskiptingu) gilda um verðbréf. Hér skal tilgreina hvort um sé að ræða kúlubréf, hlutdeildarskírteini, vaxtagjalddaga og fleira. 
TegStringVerdbref: Gildið verður að vera eitt af þeim sem eru tilgreind í RskTypes. Stakinu má sleppa.
Vaxtatekjur Heildar vaxtatekjur tekjuárs í heilum krónum, löng heiltala: Vaxtatekjur áður en fjármagnstekjuskattur er dregin frá. TegUpphaed: Talan verður að vera 0 eða stærri. Stakið verður að vera til staðar.
Eign Verðgildi eignar í lok tekjuárs í heilum krónum, löng heiltala. TegUpphaed: Talan verður að vera 0 eða stærri. Stakið verður að vera til staðar.
Stadgreidsla Heildar staðgreiðsla af fjármagnstekjum: Löng heiltala. Hér skal tilgreina afdregna staðgreiðslu af fjármagnstekjum. TegUpphaed: Svæðið verður að innihalda tölustafi og verður að vera 0 eða hærra. Stakið verður að vera til staðar.
ISINnumer
International Securities Identification Number. Númerið er samsett úr tveggja stafa landkóða samkvæmt ISO 6166 og 10 stafa vartöluprófuðu númeri. Á Íslandi gefur Verðbréfastofa Íslands út þetta númer.
TegString_12:  Stakið skal vera 12 stafir á lengd, því má sleppa.
UpprunaAudkenni

Hér má auðkenna færsluna með banka, höfuðbók og númeri í forminu BBBBHHNNNNNN. Auðkennið verður að vera einkvæmt innan ársins. GUID (Globally Unique Identifier) hentar vel til einkvæmrar auðkenningar.
Ef gildi svæðisins er ekki einkvæmt er sendingunni hafnað.

TegUpprunaAudkenni:

Strengur 1 til 50 stafa langur. Má innihalda bókstafi og tölustafi auk bandstriks (-), kommu (,) og punkts (.). Það má ekki vera autt bil (whitespace) í strengnum.


Hlutabréf

Sundurliðunarblað 3.19: Hlutabréf. Upplýsingar samkvæmt þessum kafla um hlutafjáreign í árslok eru færðar á sundurliðunarblað til hagræðis fyrir framteljanda. Þessi kafli getur innihaldið undirkaflana HlutabrefSala og/eða HlutabrefKaup.

Svæðisheiti Lýsing svæðis Villuprófun
KennitalaFelags 10 stafa kennitala hlutafélags eða sparisjóðs. TegKennitala. Kennitalan er villuprófuð frekar við innlestur í gagnagrunn RSK. Stakið verður að vera til staðar.
Hér á eftir eru listuð þau stök sem tilheyra hlutafjáreign í árslok og arðgreiðslum ársins. Ef kaup og sala eru send í sérstöku skjali má sleppa þeim, annars verða þau öll að vera til staðar.
Eign Verðgildi hlutabréfa eða stofnfjárbréfa í lok tekjuárs í heilum krónum.
TegUpphaed: Talan verður að vera 0 eða stærri. Stakið verður að vera til staðar.
EignMarkadsverd
Markaðsvirði hlutabréfa eða stofnfjárbréfa í lok tekjuárs í heilum krónum.
TegUpphaed: Talan verður að vera 0 eða stærri. Stakið verður að vera til staðar.
Ardur Arður af hlutabréfum á  tekjuári í heilum krónum, löng heiltala. TegUpphaed: Talan verður að vera 0 eða stærri. Stakið verður að vera til staðar.
Stadgreidsla Staðgreiðsla af arði eða sölu hlutabréfa: Löng heiltala. TegUpphaed: Svæðið verður að innihalda tölustafi og verður að vera 0 eða hærra. Stakið verður að vera til staðar.
DagsArdgreidslu Dagsetning greiðslu arðs: Átta stafa dagsetning á forminu ÁÁÁÁMMDD. Dæmi: 20051201. TegDagsetning: Dagsetningin er villuprófuð frekar við innlestur í gagnagrunn RSK. Stakið verður að vera til staðar.
ISINnumer
International Securities Identification Number. Númerið er samsett úr tveggja stafa landkóða samkvæmt ISO 6166 og 10 stafa vartöluprófuðu númeri. Á Íslandi gefur Verðbréfastofa Íslands út þetta númer.
TegString_12:  Stakið skal vera 12 stafir á lengd, því má sleppa.
UpprunaAudkenni Hér má auðkenna færsluna með banka, höfuðbók og númeri í forminu BBBBHHNNNNNN. Auðkennið verður að vera einkvæmt innan ársins. GUID (Globally Unique Identifier) hentar vel til einkvæmrar auðkenningar.
Ef gildi svæðisins er ekki einkvæmt er sendingunni hafnað.

TegUpprunaAudkenni:

Strengur 1 til 50 stafa langur. Má innihalda bókstafi og tölustafi auk bandstriks (-), kommu (,) og punkts (.). Það má ekki vera autt bil (whitespace) í strengnum.


Hlutabréf kaup

Þessi undirkafli er undirkafli kaflans Hlutabref. Sundurliðunarblað 3.19: Hlutabréf. Upplýsingar samkvæmt þessum kafla eru færðar á sundurliðunarblað til hagræðis fyrir framteljanda.

Svæðisheiti Lýsing svæðis Villuprófun
Kaupdagur Kaupdagur hlutabréfa: Átta stafa dagsetning á forminu ÁÁÁÁMMDD. Dæmi: 20051201. TegDagsetning: Dagsetningin er villuprófuð frekar við innlestur í gagnagrunn RSK. Stakið verður að vera til staðar.
Nafnverd Nafnverð keyptra hlutabréfa í heilum krónum, löng heiltala: TegUpphaed: Talan verður að vera 0 eða stærri. Stakið verður að vera til staðar.
KaupGengi Kaupgengi hlutabréfa: Tvínákvæm tala (double precision). TegUpphaedTvi: Notaðir eru allt að 4 aukastöfum í úrvinnslu þessa svæðis. Stakinu má sleppa.
Kaupverd Kaupverð keyptra hlutabréfa í heilum krónum, löng heiltala. TegUpphaed: Talan verður að vera 0 eða stærri. Stakið verður að vera til staðar.
KennitalaSeljanda 10 stafa kennitala seljanda hlutabréfa. TegKennitala. Kennitalan er villuprófuð frekar við innlestur í gagnagrunn RSK. Stakið verður að vera til staðar.
ISINnumer
International Securities Identification Number. Númerið er samsett úr tveggja stafa landkóða samkvæmt ISO 6166 og 10 stafa vartöluprófuðu númeri. Á Íslandi gefur Verðbréfastofa Íslands út þetta númer.
TegString_12:  Stakið skal vera 12 stafir á lengd, því má sleppa.
UpprunaAudkenni Hér má auðkenna færsluna með banka, höfuðbók og númeri í forminu BBBBHHNNNNNN. Auðkennið verður að vera einkvæmt innan ársins. GUID (Globally Unique Identifier) hentar vel til einkvæmrar auðkenningar.
Ef gildi svæðisins er ekki einkvæmt er sendingunni hafnað.
TegUpprunaAudkenni:

Strengur 1 til 50 stafa langur. Má innihalda bókstafi og tölustafi auk bandstriks (-), kommu (,) og punkts (.). Það má ekki vera autt bil (whitespace) í strengnum.


Hlutabréf sala

Þessi undirkafli er undirkafli kaflans Hlutabref. Sundurliðunarblað 3.19: Hlutabréf. Upplýsingar samkvæmt þessum kafla eru færðar á sundurliðunarblað til hagræðis fyrir framteljanda.

Svæðisheiti Lýsing svæðis Villuprófun
Soludagur Söludagur hlutabréfa: Átta stafa dagsetning á forminu ÁÁÁÁMMDD. Dæmi: 20051201. TegDagsetning: Dagsetningin er villuprófuð frekar við innlestur í gagnagrunn RSK. Stakið verður að vera til staðar.
Nafnverd Nafnverð seldra hlutabréfa í heilum krónum, löng heiltala. TegUpphaed: Talan verður að vera 0 eða stærri. Stakið verður að vera til staðar.
SoluGengi Sölugengi hlutabréfa: Tvínákvæm tala (double precision). TegUpphaedTvi: Notaðir eru allt að 4 aukastöfum í úrvinnslu þessa svæðis. Stakinu má sleppa.
Soluverd Söluverð seldra hlutabréfa í heilum krónum, löng heiltala. TegUpphaed: Talan verður að vera 0 eða stærri. Stakið verður að vera til staðar.
KennitalaKaupanda 10 stafa kennitala kaupanda hlutabréfa. TegKennitala. Kennitalan er villuprófuð frekar við innlestur í gagnagrunn RSK. Stakið verður að vera til staðar.
Kaupar Kaupár seldra hlutabréfa. Svæðið verður að vera 4 tölustafir. TegNum_4. Athugað er hvort svæðið sé 4 á lengd og að það innihaldi ekki annað en tölustafi. Stakinu má sleppa.
ISINnumer  International Securities Identification Number. Númerið er samsett úr tveggja stafa landkóða samkvæmt ISO 6166 og 10 stafa vartöluprófuðu númeri. Á Íslandi gefur Verðbréfastofa Íslands út þetta númer.
TegString_12:  Stakið skal vera 12 stafir á lengd, því má sleppa.
UpprunaAudkenni Hér má auðkenna færsluna með banka, höfuðbók og númeri í forminu BBBBHHNNNNNN. Auðkennið verður að vera einkvæmt innan ársins. GUID (Globally Unique Identifier) hentar vel til einkvæmrar auðkenningar.
Ef gildi svæðisins er ekki einkvæmt er sendingunni hafnað.
TegUpprunaAudkenni:

Strengur 1 til 50 stafa langur. Má innihalda bókstafi og tölustafi auk bandstriks (-), kommu (,) og punkts (.). Það má ekki vera autt bil (whitespace) í strengnum.


Erlend hlutabréf

Sundurliðunarblað RSK 3.19: Hlutabréf. Upplýsingar samkvæmt þessum kafla um hlutafjáreign í árslok eru færðar á sundurliðunarblað til hagræðis fyrir framteljanda. Þessi kafli getur innihaldið undirkaflana ErlendHlutabrefSala og/eða ErlendHlutabrefKaup.

Svæðisheiti Lýsing svæðis Villuprófun
Lysing Frjáls texti sem tilgreinir hvaða hlutabréf um er að ræða (til dæmis nafn hlutafélags), allt að 60 stafa texti. TegString_1_60: Athugað er hvort lengdin á svæðinu sé á bilinu 1 til 60 stafir. Stakið verður að vera til staðar.
Land Hér skal setja tveggja stafa landkóða heimilisfesturíkis hlutafélags samkvæmt staðli ISO 3166. TegLandKodi:Stakið verður að innihalda gildan landkóða. Stakið verður að vera til staðar.
Nafnverd Nafnverð hlutabréfa í íslenskum krónum eins og það var við kaup. Nafnverð í íslenskum krónum breytist ekki á milli ára. TegUpphaed: Svæðið verður að innihalda tölustafi og verður að vera 0 eða hærra. Annað stakanna "Nafnverd" og "FjoldiHluta" verður að vera til staðar en ekki bæði. Sú villuprófun fer fram við innlestur í gagnagrunn RSK.
FjoldiHluta Hér skal setja fjölda hluta. TegUpphaed: Svæðið verður að innihalda tölustafi og verður að vera 0 eða hærra. Annað stakanna "Nafnverd" og "FjoldiHluta" verður að vera til staðar en ekki bæði. Sú villuprófun fer fram við innlestur í gagnagrunn RSK.
Kaupverd Verðgildi hlutabréfa í lok tekjuárs í íslenskum krónum, löng heiltala. Færa skal kaupverð hlutabréfa sem útgefin eru í erlendum gjaldmiðli á gengi eins og það var þegar hlutabréfin voru keypt. Kaupverð er því óbreytt í krónutölu á milli ára. TegUpphaed: Talan verður að vera 0 eða stærri. Stakinu má sleppa.
Ardur Arður af hlutabréfum á tekjuári í íslenskum krónum, löng heiltala. Arð skal færa á kaupgengi þess tíma þegar hann var greiddur út. TegUpphaed: Talan verður að vera 0 eða stærri. Stakinu má sleppa.
DagsArdgreidslu Dagsetning útborgunar arðs: Átta stafa dagsetning á forminu ÁÁÁÁMMDD. Dæmi: 20051201. TegDagsetning: Dagsetningin er villuprófuð frekar við innlestur í gagnagrunn RSK. Stakinu má sleppa.
ErlendStadgreidsla Staðgreiðsla sem dregin er af arðgreiðslunni í heimalandi félags. Þessi fjárhæð er einungis til upplýsinga. Framteljandi getur sett þessa fjárhæð í athugasemdir á eyðublaði 3.19. TegUpphaed: Talan verður að vera 0 eða stærri. Stakinu má sleppa.
ISINnumer
International Securities Identification Number. Númerið er samsett úr tveggja stafa landkóða samkvæmt ISO 6166 og 10 stafa vartöluprófuðu númeri. Á Íslandi gefur Verðbréfastofa Íslands út þetta númer.
TegString_12:  Stakið skal vera 12 stafir á lengd, því má sleppa.
UpprunaAudkenni Hér má auðkenna færsluna með banka, höfuðbók og númeri í forminu BBBBHHNNNNNN. Auðkennið verður að vera einkvæmt innan ársins. GUID (Globally Unique Identifier) hentar vel til einkvæmrar auðkenningar.
Ef gildi svæðisins er ekki einkvæmt er sendingunni hafnað.
TegUpprunaAudkenni:

Strengur 1 til 50 stafa langur. Má innihalda bókstafi og tölustafi auk bandstriks (-), kommu (,) og punkts (.). Það má ekki vera autt bil (whitespace) í strengnum.


Erlend hlutabréf kaup

Þessi undirkafli er undirkafli kaflans ErlendHlutabref. Sundurliðunarblað 3.19: Hlutabréf. Upplýsingar samkvæmt þessum kafla eru færðar á sundurliðunarblað til hagræðis fyrir framteljanda.

Svæðisheiti Lýsing svæðis Villuprófun
Seljandi 10 stafa kennitala seljanda. Ef seljandi er erlendur aðili sem ekki hefur íslenska kennitölu skal setja "9999999999" í svæðið. TegKennitala. Kennitalan er villuprófuð frekar við innlestur í gagnagrunn RSK. Stakið verður að vera til staðar.
Vidskiptadagur Viðskiptadagur hlutabréfa: 8 stafa dagsetning: AAAAMMDD. Hér er tilgreindur sá dagur sem viðskiptin áttu sér stað. TegDagsetning: Dagsetningin er villuprófuð frekar við innlestur í gagnagrunn RSK. Stakið verður að vera til staðar.
Nafnverd Nafnverð hlutabréfa í íslenskum krónum. TegUpphaed: Svæðið verður að innihalda tölustafi og verður að vera 0 eða hærra. Annað stakanna "Nafnverd" og "FjoldiHluta" verður að vera til staðar en ekki bæði. Sú villuprófun fer fram við innlestur í gagnagrunn RSK.
FjoldiHluta Hér skal setja fjölda keyptra hluta. TegUpphaed: Svæðið verður að innihalda tölustafi og verður að vera 0 eða hærra. Annað stakanna "Nafnverd" og "FjoldiHluta" verður að vera til staðar en ekki bæði. Sú villuprófun fer fram við innlestur í gagnagrunn RSK.
Gengi Hér skal skrá gengi þeirra hlutabréfa sem viðskiptin eiga sér stað með: Tvínákvæm tala (double precision). TegUpphaedTvi: Notaðir eru allt að 4 aukastöfum í úrvinnslu þessa svæðis. Stakinu má sleppa.
ErlentKaupverd Kaupverð í erlendri mynt. Ef viðskiptin eru í erlendri mynt skal færa erlent kaupverð hér. TegUpphaed: Svæðið verður að innihalda tölustafi og verður að vera 0 eða hærra. Stakið verður að vera til staðar.
MyntKodi Ef um er að ræða viðskipti með erlend hlutafélög skal skrá þriggja bókstafa myntkóða hér samkvæmt staðli ISO 4217. TegMyntKodi: Stakið verður að innihalda gildan myntkóða. Stakið verður að vera til staðar.
Myntgengi Ef um er að ræða viðskipti með erlend hlutabréf skal setja myntgengi hér: Tvínákvæm tala (double precision). TegUpphaedTvi: Notaðir eru allt að 6 aukastöfum í úrvinnslu þessa svæðis. Stakinu má sleppa.
Kaupverd Verð hlutabréfa í íslenskum krónum. TegUpphaed: Svæðið verður að innihalda tölustafi og verður að vera 0 eða hærra. Stakið verður að vera til staðar.
ISINnumer  International Securities Identification Number. Númerið er samsett úr tveggja stafa landkóða samkvæmt ISO 6166 og 10 stafa vartöluprófuðu númeri. Á Íslandi gefur Verðbréfastofa Íslands út þetta númer. TegString_12:  Stakið skal vera 12 stafir á lengd, því má sleppa.
UpprunaAudkenni
Hér má auðkenna færsluna með banka, höfuðbók og númeri í forminu BBBBHHNNNNNN. Auðkennið verður að vera einkvæmt innan ársins. GUID (Globally Unique Identifier) hentar vel til einkvæmrar auðkenningar.
Ef gildi svæðisins er ekki einkvæmt er sendingunni hafnað.

TegUpprunaAudkenni:

Strengur 1 til 50 stafa langur. Má innihalda bókstafi og tölustafi auk bandstriks (-), kommu (,) og punkts (.). Það má ekki vera autt bil (whitespace) í strengnum.


Erlend hlutabréf sala

Þessi undirkafli er undirkafli kaflans ErlendHlutabref. Sundurliðunarblað 3.19: Hlutabréf. Upplýsingar samkvæmt þessum kafla eru færðar á sundurliðunarblað til hagræðis fyrir framteljanda.

Svæðisheiti Lýsing svæðis Villuprófun
Kaupandi 10 stafa kennitala kaupanda. Ef kaupandi er erlendur aðili sem ekki hefur íslenska kennitölu skal setja "9999999999" í svæðið. TegKennitala. Kennitalan er villuprófuð frekar við innlestur í gagnagrunn RSK. Stakið verður að vera til staðar.
Vidskiptadagur Viðskiptadagur hlutabréfa: 8 stafa dagsetning: AAAAMMDD. Hér er tilgreindur sá dagur sem viðskiptin áttu sér stað. TegDagsetning: Dagsetningin er villuprófuð frekar við innlestur í gagnagrunn RSK. Stakið verður að vera til staðar.
Nafnverd Nafnverð hlutabréfa í íslenskum krónum. TegUpphaed: Svæðið verður að innihalda tölustafi og verður að vera 0 eða hærra. Annað stakanna "Nafnverd" og "FjoldiHluta" verður að vera til staðar en ekki bæði. Sú villuprófun fer fram við innlestur í gagnagrunn RSK.
FjoldiHluta Hér skal setja fjölda seldra hluta. TegUpphaed: Svæðið verður að innihalda tölustafi og verður að vera 0 eða hærra. Annað stakanna "Nafnverd" og "FjoldiHluta" verður að vera til staðar en ekki bæði. Sú villuprófun fer fram við innlestur í gagnagrunn RSK.
Soluverd Verð hlutabréfa í íslenskum krónum. TegUpphaed: Svæðið verður að innihalda tölustafi og verður að vera 0 eða hærra. Stakið verður að vera til staðar.
Kaupar Kaupár seldra hlutabréfa. Svæðið verður að vera 4 tölustafir. TegNum_4. Athugað er hvort svæðið sé örugglega 4 á lengd og að það innihaldi ekki annað en tölustafi. Stakinu má sleppa.
ISINnumer
International Securities Identification Number. Númerið er samsett úr tveggja stafa landkóða samkvæmt ISO 6166 og 10 stafa vartöluprófuðu númeri. Á Íslandi gefur Verðbréfastofa Íslands út þetta númer.
TegString_12:  Stakið skal vera 12 stafir á lengd, því má sleppa.
UpprunaAudkenni Hér má auðkenna færsluna með banka, höfuðbók og númeri í forminu BBBBHHNNNNNN. Auðkennið verður að vera einkvæmt innan ársins. GUID (Globally Unique Identifier) hentar vel til einkvæmrar auðkenningar.
Ef gildi svæðisins er ekki einkvæmt er sendingunni hafnað.

TegUpprunaAudkenni:

Strengur 1 til 50 stafa langur. Má innihalda bókstafi og tölustafi auk bandstriks (-), kommu (,) og punkts (.). Það má ekki vera autt bil (whitespace) í strengnum.


Eyðublað RSK 3.15

Eyðublað 3.15: Sala/innlausn verðbréfa. Sjá nánar leiðbeiningar fyrir eyðublað 3.15 þar sem fram kemur nákvæm lýsing á einstökum upphæðarreitum ásamt upplýsingum um upphafsverð markaðsverðbréfa og gengi hlutdeildarskírteina.

Þegar þessum kafla er skilað þarf að gæta vel að því að tilgreina ekki vaxtatekjur og staðgreiðslu líka í kaflanum VerdbrefOgKrofur. Upplýsingum samkvæmt eyðublaði 3.15 er summerað upp í kafla 3.3 á framtali og þar af leiðandi má ekki tilgreina þær þar.

Svæðisheiti Lýsing svæðis Villuprófun
Banki Bankanúmer eins og það er skilgreint af Reiknistofu bankanna, 4 stafir. Ef stofnun notar ekki númerakerfi RB skal setja 0000 í svæðið. TegString_4: Athugað er hvort lengdin á svæðinu sé 4 stafir. Stakinu má sleppa.
Hb Höfuðbók númer eins og hún er skilgreind af Reiknistofu bankanna, 2 stafir. Ef stofnun notar ekki númerakerfi RB skal setja 00 í svæðið. TegString_2: Athugað er hvort lengdin á svæðinu sé 2 stafir. Stakinu má sleppa.
Numer Númer verðbréfs. TegString_1_6: Athugað er hvort lengdin á svæðinu sé á bilinu 1 til 6 stafir. Stakinu má sleppa.
LysingBrefs Lýsing selds bréfs/Hvaða bréf var selt? Allt að 60 stafa textasvæði þar sem fram komi tegund bréfs eða nafn sjóðs. TegString_1_60: Athugað er hvort lengdin á svæðinu sé á bilinu 1 til 60 stafir. Stakið verður að vera til staðar.
 TegundVerdbrefs Lýsing verðbréfs, kröfu eða stofnsjóðsinneignar. Allt að 60 stafa texti sem færður verður á skattframtal. Gert er ráð fyrir að hér komi fram nægar upplýsingar til að framteljandi geti áttað sig á því hvaða verðbréf, kröfu eða stofnsjóðsinneign um er að ræða. TegStringVerdbref: Gildið verður að vera eitt af þeim sem eru tilgreind í RskTypes. Stakinu má sleppa.
AdurVextirAArinu Áður fengnir vextir á árinu, löng heiltala. TegUpphaed: Talan verður að vera 0 eða stærri. Stakinu má sleppa.
HvenaerSelt Dagsetning sölu verðbréfs: Átta stafa dagsetning á forminu ÁÁÁÁMMDD. Dæmi: 20051201. TegDagsetning: Dagsetningin er villuprófuð frekar við innlestur í gagnagrunn RSK. Stakið verður að vera til staðar.
HverjumSelt Hverjum selt: Allt að 60 stafa textasvæði þar sem fram komi nafn kaupanda. TegString_1_60: Athugað er hvort lengdin á svæðinu sé á bilinu 1 til 60 stafir. Stakið verður að vera til staðar.
KennitalaKaupanda 10 stafa kennitala kaupanda verðbréfa. TegKennitala. Kennitalan er villuprófuð frekar við innlestur í gagnagrunn RSK. Stakið verður að vera til staðar.
Soluverd Söluverð verðbréfs, löng heiltala. TegUpphaed: Talan verður að vera 0 eða stærri. Stakið verður að vera til staðar.
Stadgreidsla Afdregin staðgreiðsla af söluhagnaði verðbréfs, löng heiltala. Ef enginn söluhagnaður er af verðbréfinu skal setja 0 í svæðið, því má ekki sleppa. TegUpphaed: Talan verður að vera 0 eða stærri. Stakið verður að vera til staðar.
HvenaerKeypt Dagsetning kaupa verðbréfs. Átta stafa dagsetning á forminu ÁÁÁÁMMDD. Dæmi: 20051201. Ef kaupdagsetning er ekki þekkt má setja hér 1.1. kaupárs eða 1.1. tekjuárs ef kaupár er ekki þekkt. TegDagsetning: Dagsetningin er villuprófuð frekar við innlestur í gagnagrunn RSK. Stakið verður að vera til staðar.
AfHverjumKeypt Af hverjum keypt: Allt að 60 stafa textasvæði þar sem fram komi nafn þess sem verðbréfið var upphaflega keypt af. Ef ekki er vitað af hverjum bréfið var keypt má setja hér textann "Óþekktur seljandi" TegString_1_60: Athugað er hvort lengdin á svæðinu sé á bilinu 1 til 60 stafir. Stakið verður að vera til staðar.
KennitalaSeljanda 10 stafa kennitala upphaflegs seljanda verðbréfs. TegKennitala. Kennitalan er villuprófuð frekar við innlestur í gagnagrunn RSK. Stakinu má sleppa.
Stofnverd Upphaflegt kaupverð verðbréfs, löng heiltala. Ef kaupverð er 0 skal setja 0 í svæðið. Ef kaupverð er ekki þekkt skal sleppa þessu staki, þá verður gerð krafa um að framteljandi skrái stofnverðið. TegUpphaed: Talan verður að vera 0 eða stærri. Stakinu skal sleppa þegar kaupverð er ekki þekkt.
ISINnumer
International Securities Identification Number. Númerið er samsett úr tveggja stafa landkóða samkvæmt ISO 6166 og 10 stafa vartöluprófuðu númeri. Á Íslandi gefur Verðbréfastofa Íslands út þetta númer.
TegString_12:  Stakið skal vera 12 stafir á lengd, því má sleppa.
UpprunaAudkenni Hér má auðkenna færsluna með banka, höfuðbók og númeri í forminu BBBBHHNNNNNN. Auðkennið verður að vera einkvæmt innan ársins. GUID (Globally Unique Identifier) hentar vel til einkvæmrar auðkenningar.
Ef gildi svæðisins er ekki einkvæmt er sendingunni hafnað.

TegUpprunaAudkenni:

Strengur 1 til 50 stafa langur. Má innihalda bókstafi og tölustafi auk bandstriks (-), kommu (,) og punkts (.). Það má ekki vera autt bil (whitespace) í strengnum.

Hér kemur lýsing á undirkaflanum Threp. Hér skal tilgreina þann hluta vaxtatekna og staðgreiðslu sem tilheyra öðru skattþrepi en því sem var í gildi á tekjuári. Nánari lýsing er í vinnslu og verður birt þegar hún er tilbúin. Athugið að hér er um að ræða upphæðir sem eru "þar af" og eru innifaldar í heildarupphæðunum.

Svæðisheiti Lýsing svæðis Villuprófun
HeitiThreps Textinn TharAf10, TharAf15 eða TharAf18.
TegThrep: Athugað er hvort lengdin á svæðinu sé 8 og það innihaldi textann TharAf10, TharAf15 eða TharAf18. Stakið verður að vera til staðar.
Vaxtatekjur Löng heiltala. Hér skal tilgreina vaxtatekjur þrepsins. TegUpphaed: Svæðið verður að innihalda tölustafi og verður að vera 0 eða hærra. Stakið verður að vera til staðar.
Stadgreidsla Löng heiltala. Hér skal tilgreina staðgreiðslu þrepsins. TegUpphaed: Svæðið verður að innihalda tölustafi og verður að vera 0 eða hærra. Stakið verður að vera til staðar.


Aðrar upplýsingar

Þessi yfirkafli er notaður til að skila upplýsingum sem ekki falla beint undir neinn ofangreindra kafla, ásamt upplýsingum sem skila þarf vegna sérstakra aðstæðna og þá einungis tímabundið.

Kaflinn FasteignalanAfskrift er úreltur og kemur kaflinn Afskriftir í stað hans en í hann hefur verið bætt svæði vegna endurheimta afskrifta. Tekið verður við kaflanum FasteignalanAfskrift fyrst um sinn.

Mælst er til þess að þeir kaflar sem eru í XML sniðinu en er ekki lýst hér séu ekki notaður af öðrum en þeim sem þeir eru ætlaðir. Þessir kaflar hafa orðið til vegna sérstakra skila einstakra aðila og eru ekki ætlaðir til annars.

Afskriftir lána.

Lýsingunni hér fyrir neðan var breytt 2.2.2011 vegna ábendingar frá Samtökum fjármálafyrirtækja.

Undirkaflinn Afskriftir er notaður til að skila upplýsingum um fjárhæð afskriftar af lánum. Hér er gert ráð fyrir að allar afskriftir/lækkanir á árinu séu tilgreindar, óháð forsendum lækkunarinnar eða tilefni lántökunnar. Afskriftir sem hafa verið ákveðnar en ekki framkvæmdar fyrir lok tekjuárs (2012 vegna framtals 2013) skal ekki tilgreina hér. Þær tilheyra næsta ári.

Með afskriftum er átt við niðurfærslu/lækkun skuldar samkvæmt lögum og/eða sérstakra aðstæðna þar sem skuldareigandi gefur skuldara eftir alla eða hluta skuldarinnar.
Svæðið EndurreiknadLan í kaflanum SkuldirOgVaxtagjold er óþarft eftir þessa breytingu, en hefur ekki verið tekið út úr sniðinu.
Í upphæð afskriftar skal tilgreina fjárhæð allra lækkana/afskrifta sem orðið hafa á láninu án tillits til þess hvernig þær eru samsettar (höfuðstóll, vanskil, dráttarvextir). Miða skal við stöðu lánsins (uppgreiðsluverð) fyrir og eftir lækkun. Gert er ráð fyrir að undirkaflinn Afskriftir sé tilgreindur sérstaklega fyrir hvert lán.

Svæðisheiti Lýsing svæðis Villuprófun
Banki Bankanúmer eins og það er skilgreint af Reiknistofu bankanna, 4 stafir. Ef stofnun notar ekki númerakerfi RB skal setja 0000 í svæðið. TegString_4: Athugað er hvort lengdin á svæðinu sé 4 stafir. Stakinu má sleppa.
Hb Höfuðbók númer eins og hún er skilgreind af Reiknistofu bankanna, 2 stafir. Ef stofnun notar ekki númerakerfi RB skal setja 00 í svæðið. TegString_2: Athugað er hvort lengdin á svæðinu sé 2 stafir. Stakinu má sleppa.
Numer Númer láns. TegString_1_6: Athugað er hvort lengdin á svæðinu sé á bilinu 1 til 6 stafir. Stakinu má sleppa.
UpprunaAudkenni Hér má auðkenna færsluna með banka, höfuðbók og númeri í forminu BBBBHHNNNNNN. Auðkennið verður að vera einkvæmt innan ársins. GUID (Globally Unique Identifier) hentar vel til einkvæmrar auðkenningar.
Ef gildi svæðisins er ekki einkvæmt er sendingunni hafnað.
TegUpprunaAudkenni:

Strengur 1 til 50 stafa langur. Má innihalda bókstafi og tölustafi auk bandstriks (-), kommu (,) og punkts (.). Það má ekki vera autt bil (whitespace) í strengnum.

UpphaedAfskriftar Upphæð afskriftar í heilum krónum, löng heiltala. TegUpphaed: Talan verður að vera 0 eða stærri. Stakið verður að vera til staðar.
 UpphaedEndurheimt  Upphæð endurheimtrar afskriftar.
 TegUpphaed: Talan verður að vera 0 eða stærri. Stakinu má sleppa


Vaxtagjöld til útreiknings á vaxtabótum

Stofn til útreiknings á vaxtabótum við álagningu 2013 eru vaxtagjöld einstaklinga vegna húsnæðislána sem gjaldféllu 1. janúar 2011 og síðar og greidd voru á árinu 2012.

Hafi vextir gjaldfallið á árinu 2011 en verið ógreiddir í lok þess árs þá eiga þeir ekki að hafa talist til vaxta við útreikning á vaxtabótum 2012 en eiga að teljast með í stofninum við álagningu 2013, þ.e. ef greiðsla hefur átt sér stað á árinu 2012.

Með „greidd“ í þessu samhengi er átt við að formlega hafi verið gengið frá greiðslu, hvort sem það er gert með beinhörðum peningum eða nýju láni, þ.m.t. láni sem veitt er með hækkun höfuðstóls. Er þetta og í samræmi við meginreglur kröfuréttar um efndir skuldar, þar sem það telst vera lúkning á kröfu þótt hún sé greidd upp með nýju láni. Skilyrði er að gengið hafi verið frá greiðslunni að öllu leyti, þ.m.t. að lánveiting sé að fullu frágengin.

Dæmi um meðferð vaxtagjalda:

1.      Húsnæðislán í skilum.

Sem stofn til útreiknings á vaxtabótum teljast vextir sem gjaldféllu 1. janúar 2011 og síðar og greiddir voru á árinu 2012. 

2.      Húsnæðislán í vanskilum.

Sem stofn til útreiknings á vaxtabótum teljast eingöngu þeir vextir sem gjaldféllu 1. janúar 2011 og síðar og greiddir voru á árinu 2012. Gjaldfallnir vextir 1. janúar 2011 og síðar og sem eru ógreiddir í árslok 2012 teljast ekki með.

3.      Vanskilum bætt við höfuðstól húsnæðisláns.

Í þessu tilviki er um greiðslu að ræða í formi skuldbreytingar á þann veg að veitt er nýtt lán með því að bæta vanskilum við höfuðstól. Hér á að telja þann hluta vanskilanna sem er vextir og verðbætur með í stofni til útreiknings vaxtabóta á þeim tíma sem þetta er gert formlega og fullfrágengið.

Sama á við ef veitt er nýtt lán til skuldbreytingar á vanskilum.

4.      Frystingar – þegar lán er fryst eða greiðslum frestað.

a.       Hefðbundnar frestanir. Telja skal vexti og verðbætur sem bætt er við höfuðstól láns sem greidda vexti í skilningi ákvæða um vaxtabætur þegar það er framkvæmt formlega.

b.      Greiðsluskjól. Það er skilningur ríkisskattstjóra að í þessu tilviki séu afborganir og vextir hvorki gjaldfelldir né greiddir og ekki veitt nýtt lán með því að hækka höfuðstól lánsins. Af þessu leiðir samkvæmt framansögðu að enginn stofn til vaxtabóta myndast vegna slíkra lána.

c.       Greiðslujöfnun. Ekki verður séð að þær fjárhæðir sem færðar eru í greiðslujöfnunarreikning séu gjaldfelldar, sbr. ákvæði 5. gr. laga nr. 63/1985, um greiðslujöfnun fasteignaveðlána til einstaklinga, með áorðnum breytingum, en þar segir að sé „ framreiknað greiðslumark lægra en gjalddagafjárhæð gjaldfellur einungis sá hluti gjalddagafjárhæðar sem samsvarar greiðslumarki.“ Þegar af þessari ástæðu teljast vextir sem frestað er greiðslu á með þessum hætti ekki sem stofn til vaxtabóta.

Lotun (þrepaskipting) vaxtatekna af verðbréfum


Vaxtatekjur

Samkvæmt 3. tölul. C-liðar 7. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, teljast vextir, verðbætur, afföll og gengishagnaður, sbr. 8. gr. laganna, til skattskyldra tekna. Í 2. mgr. 8. gr. laganna kemur fram að til tekna sem vextir, sbr. 1. mgr. sömu greinar, af kröfum eða inneignum, sem ekki eru tengdar atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi, teljist vextir sem greiddir eru eða eru greiðslukræfir og greiddar verðbætur á afborganir og vexti. Til tekna í þessu sambandi teljist enn fremur gengishækkun hlutdeildarskírteina, svo og hvers kyns gengishagnaður og afföll af keyptum verðbréfum, víxlum og sérhverjum öðrum kröfum og hvers kyns aðrar tekjur af peningalegum eignum. Í 66. gr. laganna er nánar kveðið á um útreikning fjármagnstekjuskatts og skatthlutfall.

Vaxtatekjur af bankainnstæðum

Vextir af bankainnstæðum teljast til tekna á því ári sem þeir eru færðir til eignar í reikningi. Þetta leiðir til þess að afdreginn fjármagnstekjuskattur verður alltaf samkvæmt gildandi skatthlutfalli á því sama ári.

Vaxtatekjur af verðbréfum og öðrum kröfum

Fjármagnstekjur af verðbréfum og öðrum kröfum, þó ekki hlutdeildarskírteinum, teljast til skattskyldra tekna og eru staðgreiðsluskyldar á því ári sem þær eru greiddar eða greiðslukræfar. Ef um er að ræða verðbréf með föstum ákvörðuðum vaxtagreiðslum skal miða afdrátt fjármagnstekjuskatts við gildandi skatthlutfall þegar vextirnir féllu til jafnvel þótt greiðsla þeirra eigi sér stað síðar. Er þetta byggt á niðurstöðu yfirskattanefndar, m.a. í úrskurði nr. 586/2012 sem birtur er á vefsíðu nefndarinnar. Af þessum sökum þarf í slíkum tilvikum að sundurliða áfallna vexti á eftirfarandi hátt:

1.      Vextir sem féllu til á tímabilinu frá og með 1. janúar 1997 til og með 30. júní 2009 sem skattleggjast í 10% skattþrepi fjármagnstekjuskatts. Vaxtatekjur einstaklinga sem féllu til fyrir 1. janúar 1997 voru ekki skattskyldar og eiga því ekki að mynda skattstofn.

2.      Vextir sem féllu til á tímabilinu 1. júlí til og með 31. desember 2009 sem skattleggjast í 15% skattþrepi fjármagnstekjuskatts.

3.      Vextir sem féllu til á tímabilinu 1. til 31. desember 2010 sem skattleggjast í 18% skattþrepi fjármagnstekjuskatts.

4.      Vextir sem féllu til frá 1. janúar 2011 til 31. desember 2012 sem skattleggjast í 20% skattþrepi fjármagnstekjuskatts.

Hlutdeildarskírteini

Hugtakið hlutdeildarskírteini er skilgreint í lögum nr. 128/2011, um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði, sem fjármálagerningur sem sé staðfesting á tilkalli allra þeirra sem eiga hlutdeild í sjóði um sameiginlega fjárfestingu eða einstakri deild hans til verðbréfaeignar sjóðsins. Eigendur hlutdeildarskírteina eiga rétt til tekna og eigna sjóðsins eða viðkomandi deildar í sama hlutfalli og nemur hlutdeild þeirra í heildarfjölda útgefinna hlutdeildarskírteina. Skírteinishafar eiga þannig hlutdeild í hagnaði sjóðsins eins og hann er á hverjum tíma. Hlutdeildarskírteini bera þannig ekki vexti í almennum skilningi heldur er ávöxtunin fólgin í hækkun á innlausnarverði þeirra á eignarhaldstíma en sú gengishækkun er talin til tekna sem vaxtatekjur. Gengishækkun bréfanna telst ekki til tekna fyrr en við innlausn og ber ætíð að miða skattlagningu og afdrátt staðgreiðslu fjármagnstekjuskatts við gildandi skatthlutfall á því tímamarki sem innlausn fer fram á, sbr. greindan úrskurð yfirskattanefndar sem varðaði m.a. fjármagnstekjur af hlutdeildarskírteinum. Ekki skiptir máli í þessu sambandi hver undirliggjandi verðmæti eru í hverjum sjóði fyrir sig.  

Dæmi um skattlagningu fjármagnstekna einstaklinga

Hér á eftir eru tekin nokkur dæmi um hvernig haga skuli skattlagningu fjármagnstekna af nokkrum tegundum verðbréfa með tilteknum eiginleikum. Séu eiginleikar bréfanna á einhvern hátt með öðrum hætti kann það að breyta niðurstöðunni. Dæmi þessi miðast við þær reglur sem gilda um einstaklinga utan rekstrar.

1.                  Kúlubréf án vaxtagjalddaga – kúlubréf með vaxtagjalddögum

Ef um er að ræða kúlubréf án vaxtagjalddaga eru höfuðstóll og vextir (fastir eða breytilegir) greiddir á einum gjalddaga í lokin en ef kúlubréf eru með vaxtagjalddögum eru vextir greiddir reglulega á líftíma bréfsins en höfuðstóll í einu lagi í lokin.

Við þessar aðstæður færast vextir til tekna á því ári sem þeir eru greiddir eða greiðslukræfir. Afdráttur staðgreiðslu á fjármagnstekjuskatti og álagning skattsins miðast við það skatthlutfall sem gildir á þeim tímabilum sem vextirnir falla til á, hvort sem um er að ræða greiðslu vaxta á líftíma bréfsins eða einungis í lokin (þrepaskipting).

Þegar um er að ræða bréf sem ganga kaupum og sölum á markaði er heimilt að ákvarða vaxtatekjur hvers tímabils fyrir sig sem mismun á gangverði bréfanna í upphafi og lok hvers tímabils fyrir sig.

2.                  Kúlubréf án vaxta

Þegar höfuðstóll er greiddur á einum gjalddaga í lokin og engir vextir eru af bréfinu myndast tekjur af mismun á kaupverði og söluverði/innlausnarverði þess. Við þessar aðstæður ber að skattleggja ávinninginn sem fjármagnstekjur á innlausnarári og miða skattlagningu við það skatthlutfall sem þá er í gildi, enda er ekki um að ræða vexti í almennum skilningi (ekki þrepaskipting).

3.                  Skuldabréf með vöxtum

Hér undir flokkast skuldabréf með ákvæðum um tiltekna vexti, fasta eða breytilega. Getur bæði verið um að ræða skuldabréf með jöfnum afborgunum og vöxtum sem greiddir eru með jöfnu millibili á líftíma bréfsins sem og skuldabréf með jöfnum greiðslum á líftíma bréfsins.

Við þessar aðstæður færast vextir til tekna á því ári sem þeir eru greiddir eða greiðslukræfir. Afdráttur staðgreiðslu á fjármagnstekjuskatti og álagning skattsins miðast við það skatthlutfall sem gildir á þeim tímabilum sem vextirnir falla til á (þrepaskipting).

Við útreikning á því hvaða fjármagnstekjur tilheyra hverju tímabili fyrir sig skal beita sömu aðferðum og viðhafðar eru um kúlubréf, sbr. lið eitt að framan.

4.                  Skuldabréf án vaxta

Ef ekki er kveðið á um tiltekna vexti í ákvæðum skuldabréfs ræðst ávöxtun þess af mismun á kaupverði og söluverði/innlausnarverði þess. Við þessar aðstæður ber að skattleggja ávinninginn sem fjármagnstekjur á sölu- eða innlausnarári sem mismun á kaup- og söluverði. Skattlagningu skal miða við það skatthlutfall sem þá er í gildi, enda er ekki um að ræða vexti í almennum skilningi (ekki þrepaskipting).

5.                  Víxlar

Í þessu tilviki er höfuðstóll greiddur á einum gjalddaga í lokin. Fjármagnstekjur myndast sem mismunur á kaupverði og nafnverði víxilsins (forvextir/afföll). Við þessar aðstæður ber að skattleggja tekjurnar þegar þær raungerast , þ.e. á því ári sem víxill er greiddur (ekki þrepaskipting).

6.                  Verðbréfasjóðir

Eign í verðbréfasjóði telst vera hlutdeildarskírteini og fer um skattlagningu fjármagnstekna af slíkri eign eins og að framan er rakið. Hækkun bréfanna telst til fjármagnstekna á innlausnarári og miðast skattlagning við gildandi skatthlutfall á því sama tímamarki, enda telst hún ekki áfallin fyrr og ekki um að ræða vexti í almennum skilningi (ekki þrepaskipting). Ekki skiptir máli hvaða verðmæti eru undirliggjandi í sjóðnum.

7.                  Hlutabréf

Um hlutabréf gilda sérstakar reglur og telst hækkun þeirra til söluhagnaðar en ekki vaxtatekna. Söluhagnaður telst til skattskyldra tekna á söluári bréfanna og miðast við það fjármagnstekjuskattshlutfall sem gildir á því tímamarki. 

8.                  Afleiður

Ávinningur af afleiðusamningum, hvert sem undirliggjandi verðmæti er, telst til skattskyldra vaxtatekna á innlausnarári. Skattlagning miðast við gildandi fjármagnstekjuskattshlutfall á því sama tímamarki (ekki þrepaskipting).

Breytingar vegna framtals 2015 - höfuðstólsleiðréttingin

Ekki er óskað eftir upplýsingum vegna skattfrjálss séreignarsparnaðar til greiðslu á höfuðstól.

Fasteignalánum sem hafa breyst vegna höfuðstólslækkunarinnar er skipt í tvo hluta, frumhluta og leiðréttingarhluta. Frumhluta skal skila með sama hætti og öðrum fasteignalánum eins og þau standa eftir leiðréttingu (um síðustu áramót). Leiðréttingarhluta lánsins skal einnig skila og skal hann innihalda sömu grunnupplýsingar og frumhlutinn (upphafleg lánsfjárhæð, grunnvísitala o.s.frv.). Heildargreiðslur og  afborgun af nafnverði skulu innihalda þá  fjárhæð sem greidd  var inn á leiðréttingarhlutann. Eftirstöðvar skulu vera sú fjárhæð sem er ógreidd af leiðréttingarhlutanum.

Einungis þeim lánum sem ríkissjóður greiddi inn á fyrir áramót skal skila með þessum hætti.

Bætt hefur verið við tveim nýjum svæðum, HlutiLans og UpprunaAudkenniFyrra. Sjá lýsingu í kaflanum Fasteignalan.

Breytingar og ábendingar vegna framtals 2014

Borist hafa ábendingar og athugasemdir frá fjármálastofnunum um það sem betur má fara í skilum framtalsgagna. Leitast hefur verið við að koma til móts við sem flest af því sem þar hefur komið fram og verður unnið að því áfram eftir því sem tími vinnst til. Helstu breytingar vegna skila ársins 2014 eru:

  • Bætt hefur verið við ISIN númeri í kaflana VerdbrefOgKrofur og EydubladRSK315.
  • Kominn er hlekkur í framtalsleiðbeiningar í inngangi leiðbeininganna.
  • Gerðar hafa verið endurbætur í leiðbeiningum um fasteignalán til að gera þær skýrari.

Að gefnu tilefni þykir rétt að taka fram að óskað er eftir upplýsingum um einstaklinga, lögaðila auk erlendra aðila. Erlendir aðilar sem ekki hafa íslenska kennitölu skulu einnig vera með í skilunum. Undirkaflinn ErlendurAdili í kaflanum Vidskiptamadur tekur á þessu. Ef upplýsingar um kennitölu í heimalandi (TIN númer) liggja fyrir er áríðandi að hafa hana með.

Breytingar og ábendingar vegna framtals 2013

Vegna breytinga á stofni til útreiknings vaxtabóta sem tók gildi 1.1. 2011 og kom til framkvæmda á framtali 2012 hefur verið settur inn á síðuna nýr kafli: Vaxtagjöld til útreiknings á vaxtabótum. Í þessum kafla er leitast við að svara algengustu spurningum sem upp komu við skil framtalsgagna 2012.

Kaflinn FasteignalanAfskrift er úreltur og kemur kaflinn Afskriftir í stað hans en í hann hefur verið bætt svæði vegna endurheimta afskrifta. Tekið verður við kaflanum FasteignalanAfskrift fyrst um sinn.

Frá og með framtalsári 2013 er bætt við nýju svæði í kaflana VerbrefOgKrofur og EydubladRSK315: TegundVerdbrefs. Einnig er óskað eftir upplýsingum um lotun (skattþrep fjármagnstekjuskatts) fyrir ákveðnar tegundir verðbréfa sem keypt voru fyrir 1.1.2011. Sjá nánar Lotun (þrepaskipting) vaxtatekna af verðbréfum.

Breytingar og ábendingar vegna framtals 2012

Frá og með tekjuárinu 2011 eru einungis greiddir vextir notaðir við útreikning vaxtabóta, en ekki áfallnir vextir. Þetta hefur í för með sér breytingu í kafla Fasteignalan. Þar skal nú einungis tilgreina summur greiddra gjalddaga í svæðunum Heildargreidslur, AfborgunNafnverds og Vaxtagjold. Gjaldfallnar afborganir frá árinu 2010 og fyrr sem eru greiddar á árinu 2011 skulu ekki vera með í þessum fjárhæðum.

Í kaflann InnstaedurInnlendar hefur verið bætt við svæðunum Gengishagnadur og GengishagnadurStgr. Sjá nánar lýsingu á kaflanum InnstaedurInnlendar.

Við skil framtalsgagna vegna áritunar á framtal 2011 var eitthvað um að ekki var ljóst hvaðan upplýsingarnar komu. Í flestum köflum framtalsins eru einungis sýndar upplýsingar úr 60 stafa svæðinu Lysing auk fjárhæða. Ríkisskattstjóri hefur tekið þá stefnu að láta sendendur upplýsinga ákveða alfarið sjálfa hvað sett er í þessi svæði, en það verður þá að vera alveg skýrt hvaðan upplýsingarnar koma og hvað um er að ræða. Til dæmis segir textinn "Innlán" framteljandanum ekki neitt, en ef bankanúmer, höfuðbók og númer reiknings er sýnt, er þetta alveg skýrt.

Lögð er áhersla á að svæðið UpprunaAudkenni sé tilgreint í öllum köflum. Þetta svæði er einkvæm tilvísun sendanda og auðveldar afstemmingar og leiðréttingar. Svæðið er einnig notað til að tengja fasteignalán við framtal fyrra árs til þess að þau séu árituð í réttan kafla.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum