Breytingar á skuldfærslu aðflutningsgjalda og gjalddögum vegna ársins 2020
Tekur gildi 1. maí 2020, en einnig afturvirkar breytingar frá 1. mars 2020
Skv. lögum nr. 25/2020 um breyting á tollalögum, nr. 88/2005, og lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt (gjalddagar aðflutningsgjalda) hafa tekið gildi breytingar á reglum um hvernig aðflutningsgjöld eru skuldfærð við tollafgreiðslu; breytingar á gjalddögum. Þessar breytingar eru tímabundnar ráðstafanir og gilda fyrir árið 2020, þ.e. um aðflutningsgjöld, sem skuldfærð hafa verið og verða við tollafgreiðslu innfluttra vara á árinu. Gera þarf breytingar á hugbúnaði sem notaður er við EDI/SMT-tollafgreiðslu innfluttra vara hjá innflytjendum og tollmiðlurum. Lagt er til að breytingarnar verði þannig útfærðar að gert sé ráð fyrir að fyrra fyrirkomulag um skuldfærslu aðflutningsgjalda geti tekið gildi aftur (þann 1. janúar 2021 að öllu óbreyttu). Breytingunum á skuldfærslu gjalda er lýst hér að neðan og áhrif þeirra á EDI/SMT-tollafgreiðsluna o.fl. Breytingarnar gilda um neðangreind tilvik. Önnur tilvik skuldfærslu aðflutningsgjalda eru óbreytt.
Þegar EDI/SMT-aðflutningsskýrsla fær tollafgreiðslu hjá tollyfirvöldum er EDI-skeyti, nefnt CUSTAR skeyti, sent til innflytjanda eða e.a. tollmiðlara, nefnt skuldfærslutilkynning, sem lesið er inn í hugbúnað hans. Í skeytinu eru m.a. upplýsingar um álögð og skuldfærð gjöld, sundurliðuð niður á hvert tollskrárnúmer/línu í skýrslunni. Fyrir hvert gjald á tollskrárnúmeri eru upplýsingar um hvernig gjald er skuldfært; skuldfærslukóði, S1, S2 o.fl. kóðar, sem gefa til kynna gjalddaga tolls/gjalds. Í hugbúnaði innflytjanda/tollmiðlara eru síðan töflur sem túlka þessa kóða miðað við tollafgreiðsludag í CUSTAR skeytinu. Hver skuldfærslukóði segir til um uppgjörstímabil og eindaga gjalda, sem skuldfærð eru á uppgjörstímabili skv. reglu kóðans. Þetta getur síðan haft áhrif á birtingu upplýsinga á skjá, útprentunum í hugbúnaði o.fl.
Innflytjendur og tollmiðlarar með SMT/EDI tollafgreiðslukerfi eru hvattir til að hafa samband við sína þjónustuaðila (eða e.a. tölvudeild eigin fyrirtækis) vegna breytinganna.
Breytingarnar varða kóða, sem hefur verið í gildi við tollafgreiðslu frá 1. janúar 2020:
S2 kóði, almenna skuldfærslureglan:
Uppgjörstímabil er tveir mánuðir, janúar-febrúar, mars-apríl o.s.frv.
Eindagi gjalds sem skuldfært er skv. þessari reglu er 15. næsta mánaðar eftir lok uppgjörstímabils.
Dæmi: Eindagi jan-feb 2020 tímabils er 15. mars 2020
Frá og með 1. maí 2020 til 31. desember 2020 verður neðangreindur skuldfærslukóði í CUSTAR skeytum í stað S2:
SD (kemur í stað S2) kóði, almenna skuldfærslureglan:
Uppgjörstímabil er tveir mánuðir, janúar-febrúar, mars-apríl o.s.frv.
Eindagi gjalds sem skuldfært er skv. þessari reglu er 5. dagur annars mánaðar eftir lok tímabils.
Dæmi: Eindagi maí-júní 2020 tímabils er: 5. ágúst 2020
Beri gjalddaga upp á helgidag eða almennan frídag færist gjalddagi á næsta virkan dag á eftir.
Afturvirkni vegna 1. mars til 30. apríl 2020
Ofangreindar lagabreytingar gilda einnig um eindaga aðflutningsgjalda er skuldfærð eru á tímabilinu 1. mars til 30. apríl 2020. Á framangreindu tímabili hafa innflytjendur og tollmiðlarar í EDI/SMT-tollafgreiðslu fengið S2 kóða í CUSTAR skeytum (og fá til loka apríl 2020). Engu að síður er eindagi vegna gjalda sem skuldfærð eru á framangreindu tímabili skv. S2 kóda, sá eindagi sem greint er frá hér að ofan í skýringartexta með SD kóðanum. Greiðsluseðlar frá Skattinum vegna innheimtu skuldfærðra aðflutningsgjalda endurspegla þetta.Yfirlit yfir skuldfærslureglur, uppgjörstímabil og eindaga aðflutningsgjalda árið 2020
Dæmi um CUSTAR skeyti sent tollmiðlara (og e.a. innflytjanda) frá og með 1. maí 2020 með nýjum skuldfærslukóða SD:
UNB+UNOA:1+6501881019+6501881019+200501:1059+1239377'
UNH+20050110592002+CUSRES:D:96A:UN'
BGM+965+LTTU01030DKCPHSD01/2020-R1752+9'
NAD+IM+6502697649::ZZZ'
NAD+AE+6501881019::ZZZ'
LOC+41+REYTS::159'
DTM+137:20200501:102'
DTM+58:20200501105916:204'
GIS+23::159'
TAX+4'
MOA+161:4962'
GIS+TI:134'
RFF+ERN:202005-T001000'
RFF+AFM:1'
RFF+AFD:00122030094'
TAX+7++TA::159'
MOA+161'
GIS+SD:134'
TAX+7++GBV::159'
MOA+161:36'
GIS+S7:134'
TAX+7++GBX::159'
MOA+161:17'
GIS+S7:134'
TAX+7++GGE::159'
MOA+161:458'
GIS+SD:134'
TAX+7++GVX::159'
MOA+161:3770'
GIS+SC:134'
TAX+7++GÖ5::159'
MOA+161:681'
GIS+SD:134'
UNT+33+20050110592002'
UNZ+1+1239377'
Dæmi um CUSTAR skeyti sent innflytjanda frá og með 1. maí 2020 með nýjum skuldfærslukóða SD:
UNB+UNOA:1+6501881019+6502697649+200501:1234+1234403'
UNH+20050112240892+CUSRES:D:96A:UN'
BGM+965+LTTU01030DKCPHSD02/20S0000034+9'
NAD+IM+6502697649::ZZZ'
LOC+41+REYTS::159'
DTM+137:20200501:102'
DTM+58:20200501122408:204'
GIS+23::159'
TAX+4'
MOA+161:30153'
GIS+TK:134'
RFF+ERN:A200636277'
RFF+AFM:1'
RFF+AFD:00122030094'
TAX+7++TA::159'
MOA+161'
GIS+SD:134'
TAX+7++GBV::159'
MOA+161:2'
GIS+SD:134'
TAX+7++GBX::159'
MOA+161:1'
GIS+SD:134'
TAX+7++GGE::159'
MOA+161:55'
GIS+SD:134'
TAX+7++GVX::159'
MOA+161:26709'
GIS+SC:134'
TAX+7++GÖ5::159'
MOA+161:3386'
GIS+SD:134'
UNT+32+20050112240892'
UNZ+1+1234403'