Tilkynningar til hugbúnaðarhúsa


Tilkynningar til hugbúnaðarhúsa

Breytingar á tollafgreiðslu ökutækja á erlendum skráningarnúmerum 1. júlí 2025

13.6.2025

Tilkynningin varðar tollmiðlara og farmflytjendur sem flytja ökutæki með erlendum skráningarnúmerum til og frá landinu og hugbúnaðarhús sem þjónusta tölvukerfi þeirra.

Nýtt kerfi til að skrá bókanir á ökutækjum á erlendum skráningarnúmerum sem farmflytjendur eru að flytja til og frá landinu hefur verið gangsett.

· Kerfið er virkt fyrir tollmiðlara og farmflytjendur sem hafa áður flutt erlend ökutæki til og frá landinu. Aðrir farmflytjendur þurfa að óska eftir aðgangi komi til þess að þeir flytji eða tollafgreiði ökutæki á erlendum númerum.

· Starfsmenn farmflytjenda hafa aðgang að kerfinu í gegnum tollalínuna undir Viðskiptamaður – Farmflytjandi – E9 bókanavefur .

· Skrá verður bókanir í kerfið fyrir komu og/eða brottför flutningsfars til eða frá landinu.

· Þegar bókun hefur verið skráð fer út SMS og tölvupóstur á innflytjanda með tengli á rafrænt eyðublað fyrir E9. Innflytjandi fyllir út eyðublaðið og staðfestir yfirlýsinguna.

· Kerfið heldur utan um erlend ökutæki sem eru flutt tímabundið til landsins og yfirlýsingar innflytjenda vegna þeirra. Ekki verður tekið við pdf útgáfu af E9 yfirlýsingunni eftir 1. júlí 2025.

· Verði frumvarp um kílómetragjald sem liggur fyrir alþingi samþykkt mun kerfið halda utan um skráningu á kílómetrastöðu og innheimta gjöld af innflytjendum. Um staðgreiðslu með korti er að ræða.

· Gert er ráð fyrir að síðar verði boðið uppá vefþjónustur sem farmflytjendur geti kallað í úr kerfum sínum til að skila sömu upplýsingum.

Bráðabirgðaskýrslur og útflutningsskýrslur

Eftir atvikum þarf að senda inn bráðabirgðaskýrslu miðað við tilgang innflutnings eins og nú er gert.

Í reit 44 á tollskýrslu verður áfram skráður skjalakóðinn SNE (skráningarnúmer erlends ökutækis) og kóðarnir FBN og UTS bætast við. Notkun á skjalakóðunum TEG, COL og TIM verður hætt (Þó verður hægt að senda þá kóða inn t.d. í afgreiðslu 2 þegar skýrslur hafa þegar verið sendar inn með TEG, COL og TIM).

  1. SNE: Skráningarnúmer ökutækis (án allra aukastafa eða bila, t.d. PN14TSY ).
  1. FBN: Tilvísunarnúmer, kennitala farmflytjanda er fremst og fyrir aftan kemur sjálft bókunarnúmerið (t.d. FBN 54026960291234678)
  2. UTS: Sendingarnúmer útflutnings (t.d. UTS M80208055ISREY0001) notað í uppgjörsskýrslu

Nánari lýsing á verklagi við tollskýrslugerð og leiðbeiningar um skráningu bókunar

Bókanakerfi farmflytjenda - leiðbeiningar vegna skráningar bókanna vegna E9

Breytingar á hugbúnaði

Gera þarf breytingar á hugbúnaði farmflytjenda sem senda bráðabirgðaskýrslur með EDI skeytum til tollsins til að hægt sé að skrá þessa nýju kóða.

Notaður er reitur 44 og senda þarf gildið inn í DOC-lið í EDI skeyti

Dæmi:

DOC+UND::159+T0021'

DOC+SNE::159+ERLSKRA01'

DOC+FBN::159+6502697649BOOKING-REF-001‘

DOC+UTS::159+ M80208055ISREY0001‘

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum