Breytingar í Tollakerfi sem taka gildi 1. september 2024
Nokkrar breytingar taka gildi í Tollakerfi
þann 1. september 2024:
1. Ný viðmiðunartafla vegna þyngdar sölu- og flutningsumbúða:
Viðmiðunartöfluna verður hægt að sækja á excel og json formi en jafnframt verður birt excel skjal frá Úrvinnslusjóði með líklegustu söluumbúðum samanber 12. grein breytingalaganna.
2. Fríverslunarsamningur milli EFTA og Moldóvu sem Ísland er aðili að tekur gildi:
Upplýsingar um samninginn er að finna á vef EFTA, sjá einnig Annex III
3. Tollur hækkar á tveimur tollskrárnúmerum:
0704.9002 og 0706.1000 í samræmi við viðauka EE við Búvörulög.
Gert er ráð fyrir að ný útgáfa af tollskrárlyklum og viðmiðunartöflunni verði birtar á þessari síðu mánudaginn 26. ágúst 2024: https://www.skatturinn.is/tollskrarlyklar/
Tollskrá útflutnings breytist ekki.