Tilkynningar til hugbúnaðarhúsa


Tilkynningar til hugbúnaðarhúsa

Hámarksfjöldi undirbréfa í uppskiptingu aukinn í 2500

30.4.2020

Hámarksfjöldi undirbréfa í uppskiptingu er aukinn í 2500 undirbréf.

Fyrir breytingu var hámarkið 380 uppskiptingar í skiptingu frumfarmbréfs, en eftir breytingu er hámarkið 2500.
• Breytingin tekur bæði til uppskiptinga safnsendinga og hraðsendinga.
• Breytingin tekur bæði til uppskiptinga vegna innfluttra og útfluttra vörusendinga.

Þegar fjöldi undirbréfa (uppskiptinga) fer yfir 999 skal skrá í stafrófsröð (A01, A02...A99, o.s.frv.) bókstafi í 16. sæti sendingarnúmers, á eftir þeim skiptistaf sem tollyfirvöld hafa úthlutað viðk. farmflytjanda/tollmiðlara, t.d. D001, D002...D999, DA01, DA02 ...DA99 o.s.frv. - Séríslenskir stafir og broddstafir eru ekki leyfilegir, þ.e. ekki má nota Ð, É o.s.frv.

Dæmi um sendingarnúmeraseríu í uppskiptingu frumfarmbréfs í 1000+ undirbréf.
Tollmiðlari/farmflytjandi notar t.d. skiptistafinn D í 15. sæti sendingarnúmers og bókstafi í stafrófsröð í 16. sæti sendingarnúmers þegar fjöldi uppskiptinga fer yfir 999:
LTTU26010DKCPHD001-D999...LTTU26010DKCPHDA01-DA99
...LTTU26010DKCPHDB01-DB99...LTTU26010DKCPHDP01-DP16

Þ.e. röðina skal skrá með bókstaf í 16 sæti sendingarnúmers (þriðja aftasta sæti ef vartala er ekki talin með), þegar fjöldi uppskiptinga fer yfir 999, á eftir skiptistafnum.
Dæmi úr EDI CUSCAR-skeyti:

...
UNH+10001+CUSCAR:S:93A:UN+861'
BGM+785+LTTU26010DKCPHDC084+9' <- ath. "4" er vartala
DTM+137:20200324:102'
LOC+18+TTU'
LOC+20+ISREK'
GIS+23'
RFF+AWB:DC08'
NAD+IM+6502697649::ZZZ'
GID++5:CLL'
FTX+AAA+++Vörulýsing'
PCI+28+Merki og númer'
QTY+118:150:KGM'
UNT+13+10001'
UNH+10001+CUSCAR:S:93A:UN+861'
BGM+785+LTTU26010DKCPHDC09M+9' <- ath. "M" er vartala
DTM+137:20200324:102'
LOC+18+TTU'
LOC+20+ISREK'
GIS+23'
RFF+AWB:DC09'
NAD+IM+6501881019::ZZZ'
GID++5:CLL'
FTX+AAA+++Vörulýsing'
PCI+28+Merki og númer'
QTY+118:150:KGM'
UNT+13+10001'
...

Nánari upplýsingar
Um tollamál og tollafgreiðslu: Þjónustuver tollyfirvalda hjá Skattinum, upplysingar[hja]tollur.is
Um tæknilega framkvæmd: Tæknisvið tollyfirvalda hjá Skattinum, ut[hja]tollur.is

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum