Tilkynningar til hugbúnaðarhúsa
Kerfi lokuð vegna viðhalds laugardaginn 21. september 2024
Vegna viðhalds verða flest kerfi skattsins lokuð frá kl. 07:00 til kl. 12:00 laugardaginn 21.09.2024.
Kerfi sem tengjast tollafgreiðslu verða óaðgengileg þar með talið Tollalína, Veftollafgreiðslukerfi, Farmverndarkerfi, Veftollskrá og fleira.
Tekið verður við EDI skeytum en seinkun verður á afgreiðslu þeirra.
Beðist er velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.