Tilkynningar til hugbúnaðarhúsa


Tilkynningar til hugbúnaðarhúsa

Krafa um skráningu íblöndunarefna eldsneytis í innflutningsskýrslu tekur gildi 1. mars 2023

13.2.2023

Nýir magntölulyklar íblöndunarefna ETN (Etanól) og LIF (Lífdísil) taka gildi í tollakerfinu 1. mars 2023 á tollskrárnúmerunum 2710.1221 (Bensín blýlaust), 2710.1229 (Bensín annars) og 2710.1930 (Gasolíur). Frá sama tíma verður gerð krafa um skráningu magntölu (rúmmál í lítrum) íblöndunarefnanna með ofangreindum lyklum í reit 47 í tollskýrslu fyrir umrædd tollskrárnúmer. Skrá skal magntölu = 0 ef engin íblöndunarefni.

Í EDI/SMT-skeyti er útfærsla lyklana í vörulínu á sama hátt og magntölulykla NET, LIT, PRO o.fl.

Dæmi um útfærslu í vörulínu skeytis:

Vara með og án íblöndunarefna:

TAX+1+ETN:107:159++0

TAX+1+LIF:107:159++20.05

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum