Tilkynningar til hugbúnaðarhúsa


Tilkynningar til hugbúnaðarhúsa

Leiðréttir tollskrárlyklar vegna skilagjalda

20.1.2025

Vegna villu í skráningu uppfærðust skilagjöld á einnota drykkjarvöruumbúðir ekki í tollakerfi um áramót.

Um er að ræða gjöldin GB, GC, GD, GE, GF, GG og GH

Þessi gjöld hækkuðu sbr. XVII Kafla Laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2025.

Gjöldin hafa þegar verið leiðrétt í tollakerfi og rétt gjöld eru lögð á við innflutning á vörum sem bera þessi gjöld.

Röng gjöld voru lögð á við innflutning vara fyrstu daga ársins. Innflytjendur sem málið varðar munu fá sent bréf um fyrirhugaða endurákvörðun gjalda. Skýrslur sem of lág gjöld voru lögð á verða bakfærðar og endurreiknaðar. Rétt gjöld verða því skuldfærð inn á tollkrít viðkomandi aðila.

Uppfærð skrá tollskrárlykla með gildisdagsetningu 01.01.2025 og upplýsingum um rétta fjárhæð þessara gjalda eru aðgengileg á þessari síðu https://www.skatturinn.is/tollskrarlyklar/

Tollskrárlyklar útflutnings breytast ekki.

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum