Tilkynningar til hugbúnaðarhúsa


Tilkynningar til hugbúnaðarhúsa

Næstu útgáfur tollskrárlykla og viðmiðunartöflu úrvinnslugjalda aðgengilegar á vef skattsins

4.12.2024

Ný viðmiðunartafla úrvinnslugjalda með gildistöku um áramót og tollskrárlyklar sem gilda frá 15.12.2024 hafa verið birt á vef Skattsins.

1. Ný viðmiðunartafla vegna áætlaðrar þyngdar á sölu- og flutningsumbúðum, sbr. viðauka XVIII við lög um úrvinnslugjald nr. 162/2002 tekur gildi um áramót.

Ný útgáfa sem gildir frá 01.01.2025 er nú aðgengileg á vef Skattsins.

Hægt er að nálgast skrárnar neðarlega á þessari síðu undir úrvinnslugjöld sem json og excel skjal.


2. Tollskrárlyklar sem gilda frá 15.12.2024 til 31.12.2024 hafa verið birtir á vef skattsins.

Tollur á tollskrárnúmerum 0704.9001 og 0704.9002 fellur brott í samræmi við 4. og 5. tölulið EE viðauka búvörulaga.

Tollskrá útflutnings breytist ekki

Sjá: https://skatturinn.is/tollskrarlyklar

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum