Tilkynningar til hugbúnaðarhúsa


Tilkynningar til hugbúnaðarhúsa

Ný skráningarsvæði í viðmóti VEF-farmskrárskila

23.3.2022

  • Nafn og heimilisfang viðtakanda/sendanda í útlöndum.
  • Fyrstu sex stafir í tollskrárnúmeri vöru.

Breytingar hafa verð gerðar á viðmóti VEF-farmskrárskila. Í breytingunum felst að svæðum fyrir nafn og heimilisfang viðtakanda/sendanda í útlöndum og svæði fyrir fyrstu sex stafi tollskrárnúmers vöru (s.k. HS-númer) hefur verið bætt í bæði skráningar- og yfirlitsmyndir farmskrár.

Farmflytjendur hafa fengið frest til 1. maí til skila upplýsingum í ný svæði farmskrár og er skráning valfrjáls fram að þeim tíma.

Skrá farmskrá

Fyrir neðan Vörulýsingu og Merki á vöru í viðmótinu hefur verið bætt við tveimur svæðum fyrir annars vegar sex stafa tollskrárnúmer og hins vegar sendanda vöru.

Skráning sex stafa tollskrárnúmers (s.k. HS-númer – Harmonized System).

Bendill er staðsettur í skráningarsvæði Tollskrárnúmer og fyrstu sex stafir tollskrárnúmers vöru skráðir.

T.d. loðnumjöl í tollskrárnúmeri 2301.2017 – Skrá skal fyrstu sex stafina á farmskrá: 230120

(Upplýsingar um tollskrárnúmer vöru má finna í tollskrá: https://vefskil.tollur.is/tollalinan/TAV/)

Ef ætlunin er að skrá fleiri númer er annað hvort höfð komma (,) á milli númera að smellt á Enter hnapp á lyklaborði og næsta sex stafa númer skráð.

Ef villur eru í skráningu koma fram skilaboð um villur og skal þá leiðrétta skráningu og villuprófa að nýju.

Skráning sendanda.

Bendill er staðsettur í skráningarsvæði Sendandi og upplýsingar um sendanda skráðar.

Ef ætlunin er að skrá fleiri en einn sendanda er smellt á „Bæta við sendanda" og skráningu framhaldið.

Ef villur eru í skráningu koma fram skilaboð um villur og skal þá leiðrétta skráningu og villuprófa að nýju.

Ekki er gerð krafa um skráningu s.k. EORI númers og er svæðið valfrjálst.

Ofangreindar breytingar og leiðbeiningar eiga við bæði um VEF-farmskrárskil innfluttra vörusendinga sem og útfluttra vörusendinga.

Tilurð breytinga

Um skil farmskrár gilda ákvæði II. kafla reglugerðar nr. 1100/2006 um vörslu og tollmeðferð vöru. Þar er kveðið á um að færa skal á farmskrá farm og allar vörur sem far í utanlandsferðum tekur til flutnings og að farmskrá og önnur farmskjöl skuli vera rafræn. Upplýsingar um einstakar sendingar sem greina skal eru tilgreindar í 2. tl. 5. gr.:

  1. Affermingar- eða útskipunarhöfn og -land; 
  2. Ákvörðunarstaður; 
  3. Nafn, kennitala og heimilisfang innflytjanda/útflytjanda hér á landi; 
  4. Nafn og heimilisfang viðtakanda/sendanda í útlöndum
  5. Farmskrárnúmer; 
  6. Sendingarnúmer, sbr. 7. gr.; 
  7. Vörulýsing; 
  8. Stykkjatala og tegund umbúða; 
  9. Merki og númer á umbúðum; 
  10. Þyngd og rúmmál; 
  11. Gámanúmer og númer farmverndarinnsiglis vegna útflutnings, sbr. 15. gr. reglna um farmvernd, nr. 529/2004; 
  12. Kóði geymslusvæðis, þar sem vara verður geymd, ef við á og 
  13. Fyrstu sex stafir í tollskrárnúmeri vöru.

Vil skil farmflytjenda á farmskrám til tolls hefur fram að þessu ekki verið krafa um skráningu viðtakanda/sendanda og tollskrárnúmera. Með breytingu á reglugerð 1100/2006, sem tók gildi 1. janúar 2020, sem kvað á um skráningu tollskrárnúmera í farmskrá, hafa verið gerðar breytingar á farmskrárskilum með tilliti til þessa auk skráningu viðtakanda/sendanda vöru, sbr. d-lið 2. tl. 5. gr. reglugerðarinnar.

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum