Tilkynningar til hugbúnaðarhúsa


Tilkynningar til hugbúnaðarhúsa

Tilkynning nr. 1 um breytingar á tollskrá, aðflutningsgjöldum o.fl. við tollafgreiðslu vara sem taka gildi 1. janúar 2011

Almennt gildir að breytingarnar taka til allra vara sem ótollafgreiddar eru 1. janúar 2011

2.1.2011

Ábending.

Þegar leiðrétta/breyta þarf aðflutningsskýrslum vegna þegar tollafgreiddra vörusendinga, t.d. vegna of- eða vangreiddra gjalda, þá bera þær leiðréttingar gjöld skv. þeim lögum og reglugerðum sem í gildi voru tollafgreiðsludaginn eða e.a. bráðabirgðatollafgreiðsludaginn og tollafgreiðslugengi þess dags. Gjöld og tollafgreiðslugengi innfluttra hraðsendinga miðast við þann dag þegar tollgæsla veitti leyfi til að afhenda sendinguna innanlands (langoftast komudagur sendingar til landsins).

1.
Áfengisgjöld, VX, VY og VZ, hækka
Þessi breyting er skv. V. kafla, 11. gr., í lögum 164/2010 um ráðstafanir í ríkisfjármálum:

Áfengisgjöld verða:
VX Áfengisgjald 86,90 kr/cl af vínanda umfr. 2,25% - Öl o.fl.
VY Áfengisgjald 78,15 kr/cl af vínanda umfr. 2,25% - Vín
VZ Áfengisgjald 101,74 kr/cl af vínanda umfr. 0% - Annað áfengi

Á vef Tollstjóra má skoða áfengisgjöld og önnur aðflutningsgjöld og taxta þeirra fyrir og eftir áramót með því að velja viðeigandi viðmiðunardagsetningu:
https://vefskil.tollur.is/tollalinan/Innfl/uppflGjold.aspx

2.
Tóbaksgjöld, innflutningur til einkanota, T1 og T2 hækka
Þessi breyting er skv. V. kafla, 14. gr., í lögum 164/2010 um ráðstafanir í ríkisfjármálum:

Tóbaksgjöld verða:
T1 Tóbaksgjald - vindlingar (437,00 á hvern pakka; 20 vindl.)
T2 Tóbaksgjald - annað tóbak (21,85 kr/gramm) grömm í lítrareit

Á vef Tollstjóra má skoða tóbaksgjöld og önnur aðflutningsgjöld og taxta þeirra fyrir og eftir áramót með því að velja viðeigandi viðmiðunardagsetningu:
https://vefskil.tollur.is/tollalinan/Innfl/uppflGjold.aspx

3.
Olíugjald, C3 gjald, og vörugjald af bensíni, LB, hækka
Þessi breyting er skv. VIII. kafla, 17. gr. og IX. kafla 19. gr. í lögum 164/2010 um ráðstafanir í ríkisfjármálum:

Gjöldin verða:
C3 Olíugjald - Gas- og dísilolía til ökutækja. - Hækkar úr 52,77 kr/lítra í 54,88 kr/lítra
LB Vörugjald af bensíni - Hækkar úr 22,94 kr/lítra í 23,86 kr/lítra.

4.
Sérstakt vörugjald af eldsneyti, C1 og C2, hækka
Þessi breyting er skv. IX. kafla 20. gr. í lögum 164/2010 um ráðstafanir í ríkisfjármálum:

Gjöldin verða:
C1 Blýlaust bensín - Hækkar úr 37,07 kr/lítra í 38,55 kr/lítra
C2 Annað en blýlaust bensín - Hækkar úr 39,28 kr/lítra í 40,85

5.
Flutningsjöfnunargjöld á olíuvörum (eldsneyti), J* gjöld, breytast
Skv. auglýsingu nr. 1022/2010, um flutningsjöfnunargjald á olíuvörum, breytast þau gjöld 1. janúar 2011, þannig:

J1 Bifreiðabensín, var 0,57 kr. á lítra og verður 0,40 kr. pr/lítra; lækkar
J3 Gasolía, var 0,91 kr. á lítra og verður 0,82 kr. pr/lítra; lækkar
J5 Aðrar olíur og blöndur til brennslu, var 0,01 kr. á kg og verður 0,01 kr. pr/kg; óbreytt
J4 Flugvélabensín, var 0,32 kr. á lítra og verður 0,25 kr. pr/lítra; lækkar
J2 Flugsteinolía (þotueldsneyti), var 0,01 kr. á lítra og verður 0,08 kr. pr/lítra; hækkar

6.
Kolefnisgjöld á fljótandi jarðefnaeldsneyti, K2, K3, K4 og K5, hækka
Þessi breyting er skv. VI. kafla, 15. gr. í lögum 164/2010 um ráðstafanir í ríkisfjármálum:

Kolefnisgjöld verða þessi:
K2 Kolefnisgjald. Gas- og díselolía (4,35 kr/lítra)
K3 Kolefnisgjald. Bensín (3,80 kr/lítra)
K4 Kolefnisgjald. Flugvéla- og þotueldsneyti (4,10 kr/lítra)
K5 Kolefnisgjald. Brennsluolía (5,35 kr/kg)

7.
Úrvinnslugjöld, B* gjöld, hækka
Þessi breyting er skv. lögum nr. 158/2010 um breytingu á lögum um úrvinnslugjald, nr. 162/2002, með síðari breytingum:

BV Í stað „12 kr./kg" kemur: 15 kr./kg. (S)
BX Í stað „5 kr./kg" kemur: 12 kr./kg. (S)
BP Í stað „5,00 kr./kg" í viðauka I við lögin kemur: 12,00 kr./kg. (S)
BL Í stað „13,00 kr./kg" í viðauka IV við lögin kemur hvarvetna: 30,00 kr./kg. (T)
BF Í stað „7,00 kr./kg" í viðauka V við lögin kemur hvarvetna: 15,00 kr./kg. (T)
BK Í stað „160,00 kr./kg" í viðauka VI við lögin kemur hvarvetna: 220,00 kr./kg. (S)
BJ Í stað „2,50 kr./kg" í viðauka VII við lögin kemur hvarvetna: 5,00 kr./kg. (T)
BE Í stað „30,00 kr./kg" í viðauka VIII við lögin kemur hvarvetna: 35,00 kr./kg. (T)
BB Í stað „25,00 kr./kg" kemur: 35,00 kr./kg. (S)
BC Í stað „35,00 kr./kg" kemur: 49,00 kr./kg. (T)
BA Í stað „138,00 kr./stk." kemur: 193,00 kr./stk. (T)
BA Í stað „414,00 kr./stk." kemur: 580,00 kr./stk. (T)
BA Í stað „552,00 kr./stk." kemur: 773,00 kr./stk. (T)
BA Í stað „828,00 kr./stk." kemur: 1.160,00 kr./stk. (T)
BA Í stað „1.104,00 kr./stk." kemur: 1.546,00 kr./stk. (T)
BA Í stað „2.207,00 kr./stk." kemur: 3.090,00 kr./stk. (T)
BD Í stað „72,00 kr./kg" kemur: 84,00 kr./kg. (T)
BD Í stað „120,00 kr./kg" kemur: 140,00 kr./kg. (T)
BD Í stað „240,00 kr./kg" kemur: 280,00 kr./kg. (T)
BD Í stað „288,00 kr./kg" kemur: 336,00 kr./kg. (T)
BD Í stað „384,00 kr./kg" kemur: 448,00 kr./kg. (T)
BD Í stað „576,00 kr./kg" kemur: 672,00 kr./kg. (T)
BR Í stað „15,00 kr./kg" kemur hvarvetna: 40 kr./kg. (T)
BS Í stað „1.500 kr./stk." kemur hvarvetna: 4.000 kr./stk. (T)
BS Í stað „2.100 kr./stk." kemur hvarvetna: 5.600 kr./stk. (T)
BS Í stað „12.000 kr./stk." kemur hvarvetna: 32.000 kr./stk. (T)
BS Í stað „9.000 kr./stk." kemur hvarvetna: 24.000 kr./stk. (T)
BS Í stað „375 kr./stk." kemur hvarvetna: 1.000 kr./stk. (T)
BS Í stað „6.750 kr./stk." kemur hvarvetna: 18.000 kr./stk. (T)
BS Í stað „3.000 kr./stk." kemur hvarvetna: 8.000 kr./stk. (T)
BS Í stað „3.450 kr./stk." kemur hvarvetna: 9.200 kr./stk. (T)
BS Í stað „7.875 kr./stk." kemur hvarvetna: 21.000 kr./stk. (T)
BS Í stað „525 kr./stk." kemur hvarvetna: 1.400 kr./stk. (T)
BS Í stað „675 kr./stk." kemur hvarvetna: 1.800 kr./stk. (T)
BS Í stað „450 kr./stk." kemur hvarvetna: 1.200 kr./stk. (T)
BS Í stað „900 kr./stk." kemur hvarvetna: 2.400 kr./stk. (T)
BS Í stað „600 kr./stk." kemur hvarvetna: 1.600 kr./stk. (T)
BS Í stað „1.125 kr./stk." kemur hvarvetna: 3.000 kr./stk. (T)
BS Í stað „750 kr./stk." kemur hvarvetna: 2.000 kr./stk. (T)
BS Í stað „13.500 kr./stk." kemur hvarvetna: 36.000 kr./stk. (T)
BS Í stað „15.000 kr./stk." kemur hvarvetna: 40.000 kr./stk. (T)
BS Í stað „10.500 kr./stk." kemur hvarvetna: 28.000 kr./stk. (T)
BR Í stað „7,50 kr./kg" kemur hvarvetna: 20 kr./kg. (T)
BS Í stað „120 kr./stk." kemur hvarvetna: 320 kr./stk. (T)
BS Í stað „180 kr./stk." kemur hvarvetna: 480 kr./stk. (T)
BS Í stað „240 kr./stk." kemur hvarvetna: 640 kr./stk. (T)
BS Í stað „30,00 kr./stk." kemur hvarvetna: 80,00 kr./stk. (T)
BS Í stað „150 kr./stk." kemur hvarvetna: 400 kr./stk. (T)

(S) = taxti gjalds er tengdur gjaldakódanum
(T) = taxti gjaldakóda er mismunandi eftir tollskrárnúmerum

8.
Ný gjöld, M0, M1, M2, M3, M4, M5, M6, M7, M8, og M9, vörugjald af ökutækjum
Í stað þess að vörugjald af ökutækjum á fólksbifreiðum og jeppum taki mið af sprengirými aflvélar verður gjaldtaka tengd beint við skráða koltvísýringslosun (CO2) viðkomandi ökutækis, mælt í grömmum á hvern ekinn kílómetra. Tollflokkun ökutækisins í rétt tollskrárnúmer stýrir gjaldtökunni.

Þessi breyting er skv. lögum nr. 156/2010 um breyting á lögum nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., lögum nr. 39/1988, um bifreiðagjald, og lögum nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald, með síðari breytingum (kerfisbreyting í skattlagningu ökutækja):

Gjaldflokkar skv. 3. gr. laganna um vörugjald af ökutækjum o.fl. verða þessir:
M0 0% Fólksbifreiðar o.fl. skráð koltvísýringslosun (CO2) 0-80 g/km
M1 10% Fólksbifreiðar o.fl. skráð koltvísýringslosun (CO2) 81-100 g/km
M2 15% Fólksbifreiðar o.fl. skráð koltvísýringslosun (CO2) 101-120 g/km
M3 20% Fólksbifreiðar o.fl. skráð koltvísýringslosun (CO2) 121-140 g/km
M4 25% Fólksbifreiðar o.fl. skráð koltvísýringslosun (CO2) 141-160 g/km
M5 35% Fólksbifreiðar o.fl. skráð koltvísýringslosun (CO2) 161-180 g/km
M6 36% Fólksbifreiðar o.fl. skráð koltvísýringslosun (CO2) 181-200 g/km
M7 44% Fólksbifreiðar o.fl. skráð koltvísýringslosun (CO2) 201-225 g/km
M8 48% Fólksbifreiðar o.fl. skráð koltvísýringslosun (CO2) 226-250 g/km
M9 52% Fólksbifreiðar o.fl. skráð koltvísýringslosun (CO2) yfir 250 g/km

MB, MF og ML gjöld falla úr gildi.
M0 - M9 gjöld, ný gjöld, taka gildi.

Texti tollskrárinnar verður uppfærður í janúar 2011. Hægt er að fletta upp gjöldum og skilmálum tollskrárnúmera á þessari slóð:
https://vefskil.tollur.is/tollalinan/Innfl/uppflTollskr.aspx

9.
Breyting á tollskrá
Breytingin er skv. auglýsingu nr. 166/2010 um breyting á viðauka I við tollalög nr. 88 18. maí 2005, m.s.br. (A-deild Stjórnartíðinda)

Breytingin varðar lið 8. hér að ofan vegna breytinga á gjaldtöku vörugjalds af ökutækjum.

Texti tollskrárinnar verður uppfærður í janúar 2011. Hægt er að fletta upp gjöldum og skilmálum tollskrárnúmera á þessari slóð:
https://vefskil.tollur.is/tollalinan/Innfl/uppflTollskr.aspx

10.
Nýjar (8 stk.) reglugerðir um tollkvóta
REGLUGERÐ nr. 939/2010 um tollkvóta á grænmeti og lækkun tolla.
Birt 6. desember 2010
Gildir frá 1. janúar 2011 til 31. desember 2011

REGLUGERÐ nr. 938/2010 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á soðnum eggjum og eggjarauðum.
Birt 6. desember 2010
Gildir frá 1. janúar 2011 til 31. desember 2011

REGLUGERÐ nr. 937/2010 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á frjóeggjum og mysudufti.
Birt 6. desember 2010
Gildir frá 1. janúar 2011 til 31. desember 2011

REGLUGERÐ nr. 936/2010 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á hvalaafurðum og rjúpum.
Birt 6. desember 2010
Gildir frá 1. janúar 2011 til 31. desember 2011

REGLUGERÐ nr. 896/2010 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á ostum frá Noregi.
Birt 23. nóvember 2010
Gildir frá 1. janúar 2011 til 31. desember 2011

REGLUGERÐ nr. 895/2010 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á blómum, trjám o.fl.
Birt 23. nóvember 2010
Gildir frá 1. janúar 2011 til 31. desember 2011

REGLUGERÐ nr. 894/2010 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá Evrópubandalaginu.
Birt 23. nóvember 2010
Gildir frá 1. janúar 2011 til 31. desember 2011

REGLUGERÐ nr. 928/2010 um úthlutun tollkvóta samkvæmt sérstökum samningi Íslands og Noregs um viðskipti milli ríkjanna.
Birt 2. desember 2010
Gildir frá 1. janúar 2011 til 31. desember 2011

11.
Nýir afhendingarskilmálar INCOTERMS sem taka gildi um áramótin 2010/2011
DAT - Afhent í vöruafgreiðslu (nafni vöruafgreiðslu í höfn eða ákvörðunarstað sé bætt við)
DAP - Afhent á/í staðsetning (nafn ákvörðunarstaðar sé bætt við)

Afhendingarskilmálarnir DAF, DES, DEQ og DDU falla niður frá og með sama tíma

12.
Tollafgreiðslugengi um áramót
Opinbera viðmiðunargengi Seðlabanka Íslands, sem skráð verður rétt fyrir hádegi 31. desember 2011, gildir sem tollafgreiðslugengi 1. til 3. janúar 2011.
Fyrsta opinbera viðmiðunargengi á nýju ári birtir Seðlabankinn mánudaginn 3. janúar 2011 og gildir það skv. venju sem tollafgreiðslugengi fyrir 4. janúar 2011.

13.
Lokun á sjálfvirkri EDI/VEF-tollafgreiðslu
Lokað verður fyrir sjálfvirka EDI/VEF-tollafgreiðslu hjá Tollstjóra frá kl. 13:30, 31. desember 2010 til kl. 13:00, 2. janúar 2011 vegna breytinga á gjöldum og tölvuvinnslu hjá Tollstjóra.

14.
Breyting á gjalddögum aðflutningsgjalda (TA og VI-E gjaldflokkur í TBR), sem skuldfærð voru á tímabilinu nóvember-desember 2010
Skv. 58. gr. í lögum nr. 165/2010 um breyting á ýmsum lagaákvæðum um skatta og gjöld verða gjalddagar þrír vegna skuldfærðra aðflutningsgjalda skv. almennu skuldfærslureglunni vegna gjalda sem skuldfærð voru á tímabilinu nóvember-desember 2010 (TA gjaldflokkur í TBR). Gjalddagi þessa tímabils hefði átt að vera 15. Janúar 2011, en verður sem hér segir:
Þrátt fyrir ákvæði 122. gr. skal fyrirkomulag gjalddaga aðflutningsgjalda, hjá aðilum sem njóta greiðslufrests á aðflutningsgjöldum, vegna uppgjörstímabilsins nóvember og desember á árinu 2010 vera sem hér segir:
1. Þriðjungi af aðflutningsgjöldum á viðkomandi uppgjörstímabili, sbr. 1. mgr. 122. gr., skal skila eigi síðar en á 15. degi næsta mánaðar eftir lok uppgjörstímabils (15. janúar 2011).
2. Þriðjungi af aðflutningsgjöldum á viðkomandi uppgjörstímabili, sbr. 1. mgr. 122. gr., skal skila eigi síðar en á 15. degi annars mánaðar eftir lok uppgjörstímabils (15. febrúar 2011).
3. Þriðjungi af aðflutningsgjöldum á viðkomandi uppgjörstímabili, sbr. 1. mgr. 122. gr., skal skila eigi síðar en á 5. degi þriðja mánaðar eftir lok uppgjörstímabils. (5. mars 2011).

Skv. 68. gr. í lögum nr. 165/2010 um breyting á ýmsum lagaákvæðum um skatta og gjöld verða gjalddagar tveir vegna skuldfærðra X* vörugjalda skráðra vörugjaldsaðila vegna vörugjalda sem skuldfærð voru á tímabilinu nóvember-desember 2010 (VI-E gjaldflokkur í TBR). Gjalddagi þessa tímabils hefði átt að vera 28. febrúar 2011, en verður sem hér segir:
1. Helmingi af vörugjöldum á viðkomandi uppgjörstímabili, sbr. 1. mgr. 9. gr., skal skila eigi síðar en á 28. degi annars mánaðar eftir lok uppgjörstímabils (28. febrúar 2011).
2. Helmingi af vörugjöldum á viðkomandi uppgjörstímabili, sbr. 1. mgr. 9. gr., skal skila eigi síðar en á 28. degi þriðja mánaðar eftir lok uppgjörstímabils (28. mars 2011).

Athugið að tollreikningar á pappír, skuldfærslutilkynningar við EDI- og VEF-tollafgreiðslu vegna tollafgreiðslu sem átti sér stað í nóvember og desember 2010, gefa til kynna gjalddagana sem hefðu átt að gilda.

15.
Tollskrárlyklar til nota í tollskýrslugerðarhugbúnaði
Tollskrárlyklar, sem taka gildi 1. janúar 2011, verða aðgengilegir á vef Tollstjóra seinni part sunnudags 2. janúar:
http://www.tollur.is/tollskrarlyklar

Frekari upplýsingar verða settar í tilkynninguna, eftir því sem þær liggja fyrir.

Nánari upplýsingar
Um tæknilega framkvæmd: TTU-deild, tölvukerfi tollafgreiðslu og upplýsingavinnsla, hjá Tollstjóra
ttu[hja]tollur.is

Til baka

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum