Tilkynningar til hugbúnaðarhúsa


Tilkynningar til hugbúnaðarhúsa

Tilkynning til tollmiðlara og hugbúnaðarhúsa sem þjónusta tollskýrslugerðarhugbúnað þeirra - breytingar sem þarf að gera fyrir 1. janúar 2009

1.12.2008

Vörur þær sem hér um ræðir eru undanþegnar öllum aðflutningsgjöldum og ekki háðar innflutnings- eða útflutningstakmörkunum, t.d. tollfrjálsar gjafir, verðlaus sýnishorn og endursendir tómir gámar, sbr. 47. gr. reglugerðar nr. 1100/2006 um vörslu og tollmeðferð vöru.

I - Breytingar á útfyllingu aðflutningsskýrslu vegna tollmeðferðar á tollfrjálsum vörum (ekki tollskyldum).

Mögulegt er að tollafgreiða á eyðublaði E-1 bæði á pappír og rafrænt (SMT- og VEF-tollafgreiðsla) vörusendingar sem hingað til hafa verið tollafgreiddar á eyðublaði E-8.

Um útfyllingu aðflutningsskýrslu þegar um ræðir þessar vörur gilda neðangreindar reglur og frávik frá almennum leiðbeiningum um útfyllingu:

  • Reitur 5 Vy-lykill: Hér skal skrá "7" (7=Án tollverðmætis vegna tollfrelsis).
  • Reitur 17 Mynt: Hér skal ætíð skrá "ISK" (íslenskar krónur).
  • Reitur 19 Afhendingarskilmálar - fremri hluti: Hér skal ávalt skrá "FOC" (Vara send án kröfu um greiðslu).
  • Reitur 22 Fob-verð í erl. mynt: Hér skal ávallt skrá 0.
  • Reitur 24 Flutningsgjald - fremri hluti: Hér skal ætíð skrá "ISK" (íslenskar krónur)
  • Dálkur 28 Tollskrárnúmer: Hér skal tilgreina tollnúmer sem tilgreind eru í Fylgiskjali I við "Leiðbeiningar við notkun og útfyllingu tollskýrslu vegna vara sem njóta sérstakra tollfríðinda við innflutning"
  • Í svæði reikningsnúmers í SMT-skýrslu skal skrá: "án reikn."

Hafa ber í huga að ef í sömu vörusendingu eru einnig tollskyldar vörur sem ekki eru tilgreindar í Fylgiskjali I, skal fylla út tollskýrslu með venjulegum hætti

Eftirfarandi breytingar verður að gera á hugbúnaði til tollskýrslugerðar vegna innfluttra vörusendinga:

1. Ebl. E-1.1 reitur 5, vy-lykill, verðmætisyfirlýsing.
Nýr kóði: 7
Kóðinn stendur fyrir "Án tollverðmætis vegna tollfrelsis"

2. Nýjar villuprófanir:
Til að tryggja gæði innsendra SMT/EDI-tollskýrslu og minnka tíðni athugasemda tollstjóra er æskilegt að ofangreindur kóði stýri villuprófunum á reitum 17, 22 og 28.

3. Nýir villukóðar í svarskeyti tollstjóra (CUSERR)
Vegna breytinganna hefur verið bætt við nýjum villukóðum í CUSERR skeytum (athugasemdir og tilkynning um villur og aðfinnsluatriði frá tolli vegna SMT-aðflutningsskýrslu) sem send eru úr Tollakerfi:

  • 25V Mynt skal vera ISK
    Villuprófun á reit 17 - Mynt
  • 26V FOB-verð skal vera 0 (Núll)
    Villuprófun á reit 22 - Fob-verð í erl. mynt
  • 27V Nota skal sérstök tollnúmer fyrir tollfrjálsar sendingar
    Villuprófun á dálk 28 - Tollskrárnúmer
  • 28V FOB-verð vörulínu skal vera 0 (núll)
    Villuprófun á dálk 32 - Fob-verð í erl. mynt

4. Lesa inn nýjustu útgáfu tollskrárlykla sem innihalda hin nýju tollnúmer: TSKINN01012009.zip

II - Útfylling einfaldari útflutningsskýrslu vegna tollmeðferðar á vörum sem fluttar eru úr land á farmskrá og fjallað er um í 47. gr. reglugerðar nr. 1100/2006 um vörslu og tollmeðferð vöru, sbr. 4., 6. og 7. gr. og 144. gr. tollalaga nr. 88/2005.

Mögulegt er að tollafgreiða á eyðublaði E2 bæði á pappír og rafrænt (SMT- og VEF-tollafgreiðsla) vörusendingar sem hingað til hafa verið tollafgreiddar á eyðublaði E-8.

Um útfyllingu útflutningsskýrslu þegar um ræðir þessar vörur gilda neðangreindar reglur og frávik frá almennum leiðbeiningum útfyllingu:

  • Reitur 20 - Afhendingarskilmálar: Hér skal skrá "FOC" (Vara send án greiðslu)
  • Reitur 22 - Mynt og heildarfjárhæð reiknings:
    Færið hér myntlykilinn viðkomandi lands, eða "ISK" í fremri hluta reitsins en 0 í aftari hluta reitsins.
  • Reitur 33 - Vörunúmer:
    Hér skal tilgreina tollnúmer sem tilgreind eru í Fylgiskjali I við "Leiðbeiningar um notkun og útfyllingu einfaldaðrar tollskýrslu E-2 við útflutning".
  • Reitur 37 - Tollmeðferð:
    Færið hér inn lykilinn "11" - Vörur sendar án endurgjalds.
  • Reitur 44 - Viðbótarupplýsingar/framlögð skjöl/vottorð og leyfi:
    Færið inn í fremri hluta reitsins textann: "Án reiknings".
  • Reitur 46 - hagskýrsluverð:
    Í þennan reit skal ávallt skrá 0.

Við útfyllingu útflutningsskýrslu skal fylgja skjalinu "Leiðbeiningar um notkun og útfyllingu einfaldaðrar tollskýrslu E-2 við útflutning".

Ekki er nauðsynlegt að breyta hugbúnaði til tollskýrslugerðar vegna útfluttra vörusendinga, en lesa verður inn nýjustu útgáfu tollskrárlykla sem innihalda hin nýju tollnúmer:TSKUTF01012009.zip.

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum