Tollskrárlyklar með gildistöku 1. október 2025 – Fríverslunarsamningur við Indland og fleira
Tollskrárlyklar með gildistöku 1. október 2025 – Fríverslunarsamningur við Indland og fleira
1. Fríverslunarsamningur milli EFTA og Indlands sem Ísland er aðili að tekur gildi 1. október 2025:
Fríverslunarsamningurinn tekur til viðskipta milli EFTA-ríkjanna og Indlands vegna vara sem upprunnar eru í samningsríkjunum og fluttar eru beint milli samningsaðila og gildir þá lögmæt EUR-upprunayfirlýsing á vörureikningi eða EUR-skírteini.
Ný tegund tolls YX hefur verið stofnuð í tollakerfi vegna samningsins
Nánari upplýsingar um samninginn er að finna á vef EFTA
2. Tollar lækka á vörur með tollskrárnúmerunum 0704.1010, 0704.1021 og 0704.1029 í samræmi við EE viðauka búvörulaga:
EE. Þrátt fyrir 65. gr. A skulu eftirtaldar vörur sem falla undir viðauka IVA, IVB og V við tollalög bera toll skv. 3. mgr. 12. gr. tollalaga, nr. 88/2005, á þeim tímabilum sem kveðið er á um í eftirfarandi upptalningu árin 2022, 2023, 2024 og 2025
1. Vörur með tollskrárnúmerinu 0709.4000 frá 1. janúar til 31. desember.
2. Vörur með tollskrárnúmerunum 0704.1010, 0704.1021 og 0704.1029 frá 1. janúar til 15. ágúst og 1. október til 31. desember.
3. Vörur með tollskrárnúmerinu 0704.9003 frá 1. janúar til 15. ágúst og 15. nóvember til 31. desember.
4. Vörur með tollskrárnúmerinu 0704.9001 frá 1. janúar til 15. september og 15. desember til 31. desember.
5. Vörur með tollskrárnúmerinu 0704.9002 frá 1. janúar til 31. ágúst og 15. desember til 31. desember.
6. Vörur með tollskrárnúmerinu 0706.1000 frá 1. apríl til 31. ágúst.
7. Vörur með tollskrárnúmerinu 0701.9009 frá 1. júní til 30. júní.
Skrá með tollskrárlyklum hefur verið uppfærð: https://skatturinn.is/tollskrarlyklar
