Tollskrárlyklar með gildistöku 16. september 2024
Tollar hækka á hvítkáli í tollskrárnúmerinu 0704.9001 samanber EE viðauka búvörulaga:
EE. Þrátt fyrir 65. gr. A skulu eftirtaldar vörur sem falla undir viðauka IVA, IVB og V við tollalög bera toll skv. 3. mgr. 12. gr. tollalaga, nr. 88/2005, á þeim tímabilum sem kveðið er á um í eftirfarandi upptalningu árin 2022, 2023 og 2024
1. Vörur með tollskrárnúmerinu 0709.4000 frá 1. janúar til 31. desember.
2. Vörur með tollskrárnúmerunum 0704.1010, 0704.1021 og 0704.1029 frá 1. janúar til 15. ágúst og 1. október til 31. desember.
3. Vörur með tollskrárnúmerinu 0704.9003 frá 1. janúar til 15. ágúst og 15. nóvember til 31. desember.
4. Vörur með tollskrárnúmerinu 0704.9001 frá 1. janúar til 15. september og 15. desember til 31. desember.
5. Vörur með tollskrárnúmerinu 0704.9002 frá 1. janúar til 31. ágúst og 15. desember til 31. desember.
6. Vörur með tollskrárnúmerinu 0706.1000 frá 1. apríl til 31. ágúst.
7. Vörur með tollskrárnúmerinu 0701.9009 frá 1. júní til 30. júní.
Uppfærð skrá með tollskrárlyklum hefur verið birt á vef skattsins https://www.skatturinn.is/tollskrarlyklar
Tollskrá útflutnings breytist ekki