Tollskrárlyklar með gildistöku 16. september 2025
1. Tollar á tollskrárnúmeri 0704.9001 hækka í samræmi við EE viðauka Búvörulaga.
EE. Þrátt fyrir 65. gr. A skulu eftirtaldar vörur sem falla undir viðauka IVA, IVB og V við tollalög bera toll skv. 3. mgr. 12. gr. tollalaga, nr. 88/2005, á þeim tímabilum sem kveðið er á um í eftirfarandi upptalningu árin 2022, 2023, 2024 og 2025
1. Vörur með tollskrárnúmerinu 0709.4000 frá 1. janúar til 31. desember.
2. Vörur með tollskrárnúmerunum 0704.1010, 0704.1021 og 0704.1029 frá 1. janúar til 15. ágúst og 1. október til 31. desember.
3. Vörur með tollskrárnúmerinu 0704.9003 frá 1. janúar til 15. ágúst og 15. nóvember til 31. desember.
4. Vörur með tollskrárnúmerinu 0704.9001 frá 1. janúar til 15. september og 15. desember til 31. desember.
5. Vörur með tollskrárnúmerinu 0704.9002 frá 1. janúar til 31. ágúst og 15. desember til 31. desember.
6. Vörur með tollskrárnúmerinu 0706.1000 frá 1. apríl til 31. ágúst.
7. Vörur með tollskrárnúmerinu 0701.9009 frá 1. júní til 30. júní.
Hægt er að sækja skrána hér: https://www.skatturinn.is/tollskrarlyklar
2. Minnt er á að vegna uppfærslu á undirliggjandi kerfum er fyrirhugað að kerfi sem tengjast tollafgreiðslu verði óvirk frá klukkan 19:30 föstudaginn 12. september 2025 til kl. 15 laugardaginn 13. september eða þar til uppfærslu og prófunum er lokið.
Tollmiðlarar og aðrir sem senda mjög mikið magn af skeytum eru vinsamlega beðnir að gera ráðstafanir til að flýta þeim sendingum eða fresta þar til uppfærslu er lokið.
3. Skrá með villukóðum hefur verið uppfærð: https://www.skatturinn.is/media/annad/SAD_Villukodar.xlsx
