SMT-Tollafgreiðsla
SMT-tollafgreiðsla
SMT-tollafgreiðsla stendur fyrir rafræna tollafgreiðslu, sem fer fram með skjalasendingum milli tölva, einnig nefnd EDI-tollafgreiðsla (Electronic Data Interchange). Þegar SMT-tollafgreiðsla fer fram eru tollskýrslur sendar úr viðskiptahugbúnaði fyrirtækis, tollskýrslugerðarhugbúnaði, til tollsins með SMT-skeytum, og lesnar sjálfvirkt inn í Tollakerfið, tölvukerfi tollafgreiðslu. Svör frá Skattsins vegna tollafgreiðslunnar, til dæmis skuldfærslutilkynningar um álögð og skuldfærð aðflutningsgjöld, eru einnig send til fyrirtækis með SMT-skeytum og lesin inn í viðskiptahugbúnað fyrirtækis. Viðkomandi farmflytjendum og flutningsmiðlurum eru einnig sendar inn- og útflutningsheimildir með SMT-skeytum vegna hverrar vörusendingar, sem fær tollafgreiðslu. Allar SMT-skeytasendingar fara fram í gegnum X.400 gagnahólf.
SMT-tollafgreiðsla bíður upp á samfellda tölvuvinnslu upplýsinga í tollskýrslu og svara frá Skattinum í viðskiptahugbúnaði fyrirtækis án tvískráningar upplýsinga, til dæmis vegna birgðabókhalds, vörureiknings, uppgjörs á skuldfærðum gjöldum, verðútreiknings o.fl. Að þessu leyti er SMT-tollafgreiðsla fullkomnari aðferð við tollafgreiðslu en VEF-tollafgreiðsla og leiðir af sér minni vinnu og meiri hagræðingu en VEF-tollafgreiðsla, en stofnkostnaður er meiri hjá viðkomandi fyrirtæki.
Öll helstu hugbúnaðarhús á Íslandi, sem framleiða og selja almennan viðskiptahugbúnað til nota hjá fyrirtækjum, bjóða upp á möguleika til SMT-tollafgreiðslu í sínum viðskiptahugbúnaði. Nánari upplýsingar veita hugbúnaðarhús, framleiðslu og söluaðilar viðskiptahugbúnaðar.
Samkvæmt gildandi tollalögum nr. 88/2005, m.s.br., skulu fyrirtæki, sem stunda inn- og útflutning, skila aðflutnings- og útflutningsskýrslum með rafrænum hætti til Skattsins.
Umsókn um SMT-tollafgreiðslu
Sækja skal um SMT-tollafgreiðslu á eyðublaði E19 . EF fyrirtæki fullnægir þeim kröfum sem settar eru gagnvart þeim sem tollafgreiða samkvæmt gildandi reglugerð er heimild til SMT-tollafgreiðslu veitt með bréfi frá Skattinum.
Breytingar á umboði starfsmanna sem annast SMT- eða VEF-tollafgreiðslu hjá fyrirtæki
Tilkynna ber Skattinum um breytingar á umboði starfsmanna fyrirtækis til að framkvæma SMT- eða VEF-tollafgreiðslu, bæði þegar nýir starfsmenn eru fengnir til þeirra starfa og þegar starfsmenn hætta. Eyðublað fyrir þessar tilkynningar má kalla fram hér:
Tilkynning um breytingar á umboði starfsmanna fyrirtækis til að framkvæma SMT- eða VEF-tollafgreiðslu - Hægt er að fylla eyðublaðið út á vefnum og prenta síðan út.
Aðstoð og upplýsingar varðandi tæknileg mál SMT-tollafgreiðslu fást hjá:
Tæknisvið Skattsins, ut[hja]skatturinn.is eða þjónustuvakt, sími: 442-1000.
Leiðbeiningar
Á þessari síðu eru upplýsingar, leiðbeiningar, verklag, reglur og annað það er snýr að SMT-tollafgreiðslu. Ef þú hefur í hyggju að taka upp SMT samskipti við tollinn þarft þú að kynna þér þær reglur og leiðbeiningar sem hér er að finna.
Ef þú ert starfsmaður hugbúnaðarfyrirtækis eða hugbúnaðardeildar fyrirtækis finnurðu hér leiðbeiningar, gögn og annað sem að notum kemur við þróun og/eða innleiðingu SMT samskipta við tollinn.
Sum skjölin hér að neðan eru pdf skjöl, til að opna þau þarf Acrobat Reader.
Innflutningur | Útflutningur |
---|---|
Tollskýrslugerð - Leiðbeiningar Eftirfarandi reglur gilda um útfyllingu einstakra reita, dálka og lína aðflutningsskýrslu... Leiðbeiningar fyrir innflytjendur, sem hafa leyfi til SMT-tollafgreiðslu. Leiðbeiningar fyrir miðlara, sem hafa leyfi til SMT-tollafgreiðslu vegna innflutnings. |
Tollskýrslugerð - Leiðbeiningar Við útfyllingu einstakra reita útflutningskýrslu, eins og nánar er lýst hér... Leiðbeiningar fyrir útflytjendur, sem hafa leyfi til SMT-tollafgreiðslu. Leiðbeiningar fyrir miðlara, sem hafa leyfi til SMT-tollafgreiðslu vegna útflutnings. |
Tollskýrslugerðarforrit vegna innflutnings (PDF 61kb) Leiðbeiningar um lágmarkskröfur Skattsins. |
Tollskýrslugerðarforrit vegna útflutnings (PDF 102kb) Leiðbeiningar um lágmarkskröfur Skattsins. |
Ferill SMT-skeyta tollsins milli aðila | |
CUSDEC staðallinn; SMT-útflutningsskýrsla (PDF 136kb) | |
CUSRES staðallinn; SMT-svarskeyti tollsins Rafræn bráðabirgðatollafgreiðsla útfluttra vörusendinga |
|
Dæmi um SMT-skeyti | |
|
|
Kódar og merking þeirra í tollakerfi | |
Innflutningur | Útflutningur |
Villukódar úr Tollakerfi í CUSERR skeytum - innflutningur. |
Villukódar úr Tollakerfi í CUSERR skeytum - útflutningur. |
Skjalakódar úr Tollakerfi í CUSDOR skeytum - innflutningur. |
Skjalakódar úr Tollakerfi í CUSDOR skeytum - útflutningur. |
Skuldfærslukódar úr Tollakerfi í CUSTAR skeytum; skuldfærslutilkynningum. |
Kódar flutningsmáta yfir landamæri í CUSDEC Reitur 25 í útflutningsskýrslu og TDT-liður í CUSDEC. |
Tollafgreiðslustaðir Kódar sendir í CUSRES skeytum. |
Kódar tollmeðferðar í CUSDEC Reitur 37 í útflutningsskýrslu og GIS-liður línu í CUSDEC. |
Skjalakódar í CUSDEC Leyfi/vottorð o.fl. með aðflutningsskýrslu (sbr. reitur 14 í aðflutningsskýrslu og DOC-lið í CUSDEC). |
Skjalakódar í CUSDEC Leyfi/vottorð o.fl. með útflutningsskýrslu (sbr. reitur 44 í útflutningsskýrslu og DOC-lið í CUSDEC) |
Afhendingarskilmálar í CUSDEC Kódar afhendingarskilmála (CIF, FOB o.fl. sbr. reitur 19 í aðflutningsskýrslu og TOD-lið í CUSDEC). |
Afhendingarskilmálar í CUSDEC Kódar afhendingarskilmála (CIF, FOB o.fl. sbr. reitur 20 í útflutningsskýrslu og TOD-lið í CUSDEC). |
Landa- og myntlyklar í Tollakerfi |
|
Tollskrárlyklar Færslulýsing, færsluteikning og textaskrá. |
|
UN/LOCODE - United Nations Code for Trade and Transport Locations | |
EDI/SMT-prófanir - Innflutningur Dæmi um tollskýrslur til nota við hugbúnaðarprófanir (pdf): |
|
Dæmi - SAD+EDI-skeyti - Almenn skýrsla (tollmiðlaraskýrsla) Dæmi - SAD+EDI-skeyti - Póstskýrsla Dæmi - SAD+EDI-skeyti - Ökutæki o.fl. Við SMT-prófanir sendir innflytjandi s.k. test rofa (1) í UNB sem tilgreinir að um prufusendingu er að ræða. Í því tilfelli lítur UNB þannig út: UNB+UNOA:1+6502697649+6501881019+050530:1641+128++CUSDEC++++1' Til samanburðar dæmi um eldri skýrslu E1
(ekki notuð lengur): |