Tilkynningar til hugbúnaðarhúsa


Tilkynningar til hugbúnaðarhúsa

Tilkynning til hugbúnaðarhúsa vegna rafrænnar bráðabirgðatollafgreiðslu 1. september 2014

7.8.2014

Frá og með 1. september 2014 verður útflytjendum og tollmiðlurum gert að tollafgreiða bráðabirgðatollskýrslu og fullnaðartollskýrslu/uppgjör vegna útfluttra vörusendinga á eyðublaði E-2 (SAD) með rafrænum hætti (sjá einnig frétt Tollstjóra).

Um útfyllingu útflutningsskýrslu þegar um ræðir bráðabirgðaafgreiðslu/fullnaðartollafgreiðslu gilda neðangreindar reglur og frávik frá almennum leiðbeiningum um útfyllingu:

1. Rafræn tollafgreiðsla - SMT/EDI-tollafgreiðsla
Færa skal lykilinn U3 í 2. hluta í reit 1
2. Tollafgreiðsla á pappír
Færa skal lykilinn U4 í 2. hluta í reit 1 á eyðublaði E-2

Hafa ber í huga að fylla skal út alla þá reiti sem kveðið er á um í almennum leiðbeiningu um útfyllingu útflutningsskýrslu. Ef gögn liggja ekki fyrir skal skrá áætlaðar upplýsingar skv. proforma reikningi.
(Sjá einnig Leiðbeiningar fyrir útflytjendur, sem hafa leyfi til SMT-tollafgreiðslu.pdf, og Leiðbeiningar fyrir tollmiðlara, sem hafa leyfi til SMT-tollafgreiðslu vegna útflutnings.pdf).

1. Breyting á hugbúnaðarkerfi

Breyting á útfyllingu útflutningsskýrslu. Miðhluti í reit 1, Tegund tollafgreiðslu.

Stofna verður tvo nýja lykla fyrir tegund tollafgreiðslu:

U3 = fyrir rafræna bráðabirgðaafgreiðslu/fullnaðartollafgreiðslu (SMT/EDI).

U4 = fyrir bráðabirgðaafgreiðslu/fullnaðartollafgreiðslu á eyðublaði E-2 (pappírsafgreiðslur).

Rafræn bráðabirgðatollafgreiðsla fer þannig fram
i) Útflytjandi/tollmiðlari sendir útflutningsskýrslu til bráðabirgðatollafgreiðslu. Tollskýrslan fer í hefðbundinn farveg villuprófana: tollstjóri getur gert athugasemdir við skýrsluna (sent CUSERR) og óskað eftir skjölum (sent CUSDOR) eða hafnað tollagreiðslu af ýmsum ástæðum (sent CUSGER).
Sé bráðabirgðatollskýrslan samþykkt er tollafgreiðslunni lokið (Afgreiðsla 1) og kvittun (CUSTAR) send útflytjanda/tollmiðlara með upplýsingum um uppgjörsfrest (sjá breytingar á CUSRES hér neðar) fyrir fullnaðartollafgreiðslu vörusendingarinnar og útflutningsheimild (CUSPAR) er send til farmflytjanda.

ii) Áður en uppgjörsfrestur er útrunninn sendir útflytjandi/tollmiðlari útflutningsskýrslu til fullnaðartollafgreiðslu (uppgjörs). Tollskýrslan fer í hefðbundinn farveg villuprófana: tollstjóri getur gert athugasemdir við skýrsluna (sent CUSERR) og óskað eftir skjölum (sent CUSDOR) eða hafnað tollagreiðslu af ýmsum ástæðum (sent CUSGER).
Sé fullnaðartollskýrslan samþykkt er tollafgreiðslunni lokið (Afgreiðsla 2) og kvittun (CUSTAR) send útflytjanda/tollmiðlara.

Í hugbúnaði verður að gera kleift að halda utanum og fá yfirlit yfir óuppgerðar bráðabirgðatollafgreiðslur (afgreiðsla 1), þ.e. vörusendingar sem útflytjandi hefur ekki staðið skil á fullnaðaruppgjöri (afgreiðsla 2), ásamt eindaga á uppgjörsfresti fyrir fullnaðartollafgreiðslu vörusendingar.

Varsla SMT-útflutningsskýrslu

Útflytjanda/tollmiðlara er ekki skylt að prenta út bráðabirgðatollskýrsluna (afgreiðsla 1), en hann skal varðveita hana á tölvutæku formi eins tryggilega og önnur bókhaldsgögn. Sama á við um fullnaðartollskýrsluna (afgreiðsla 2).

Um vörslu gagna vegna SMT-tollskýrslu gildir:

Leyfishafa SMT-tollafgreiðslu ber að varðveita þau tollskjöl, þ.m.t. leyfi, vottorð og áritanir, í bókhaldi sínu, sem hefði átt að leggja fram með útflutningsskýrslu ef hún hefði verið lögð inn hjá tollstjóra sem skrifleg skýrsla á ebl. E-2 samkvæmt almennum reglum. Tollskjöl vörusendingar eða póstsendingar skulu vera til staðar hjá leyfishafa þegar SMT-tollafgreiðslan fer fram.

Ef tollmiðlari með leyfi til SMT-tollafgreiðslu, annast tollafgreiðslu fyrir útflytjanda þá ber honum sem umboðsaðila útflytjanda að fá tollskjöl vegna útfyllingar útflutningsskýrslu, en það breytir engu um skyldur útflytjanda að varðveita í sínu bókhaldi tollskjöl er varða hina útfluttu vöru.

Leyfishafa er ekki skylt að prenta út skeyti ef þau eru varðveitt á réttan hátt á rafrænu formi, t.d. CUSTAR, skuldfærslutilkynningar (e.a. bakfærslutilkynningar), nema CUSDOR, beiðni um að senda tollskjöl vörusendingar eða póstsendingar til tollstjóra, þegar við á.

Þau gögn, sem varða tollafgreiðslu vöru og eingöngu eru geymd á rafrænu (tölvutæku) formi, skal varðveita jafn tryggilega hjá útflytjanda og öll önnur bókhaldsgögn. Þessi gögn eru m.a. SMT-skeytin og SMT-útflutningsskýrslur. Í þessu sambandi er skylt að framkvæma öryggisafritun með reglubundnum hætti af gagnamiðlum, t.d. hörðum diskum í tölvukerfum, sem varðveita bókhaldsgögn. Um vörslu og aðgengi gagna og bókhald gilda lög nr. 145/1994 um bókhald, með síðari breytingum, og reglugerð nr. 598/1999 um rafrænt bókhald, geymslu rafrænna gagna og lágmarkskröfur til rafrænna bókhaldskerfa.

Útprentuð bráðabirgðakvittun

Fyrirmyndir að útprentaðri bráðabirgðakvittun má finna hér neðst á síðunni.

2. Breyting á SMT/EDI skeyti (CUSDEC)
2.1 Bráðabirgðaafgreiðsla (afgreiðsla 1)

Gagnastak 1131 í CST-lið skal innihalda U3 (= rafræn bráðabirgðaafgreiðsla/fullnaðartollafgreiðsla) fyrir tegund tollafgreiðslu. Fylla skal út alla reiti skýrslu á hefðbundinn hátt, sbr. leiðbeiningar, með því fráviki að í stað US skal færa lykilinn U3 í miðhluta í reit 1. Þ.e.:
BGM+830+EDET01020ISREYW002+9
CST++EU:104+U3:105++10:112'
2.2 Fullnaðartollafgreiðsla (afgreiðsla 2)
Gagnastak 1131 skal innihalda U3 fyrir tegund tollafgreiðslu sbr. hér að ofan. Að auki skal gagnastak 1225 í BGM-lið innihalda lykilinn 4 (= breyting á áður innsendu skeyti) fyrir fullnaðartollafgreiðslu. Þ.e.:
BGM+830+EDET01020ISREYW002+4'
CST++EU:104+U3:105++10:112'


3. Breyting á SMT/EDI svarskeytum tollstjóra (CUSRES)
3.1 CUSTAR – tilkynning um bráðabirgðatollafgreiðslu vörusendingar
Svarskeyti tollstjóra (CUSRES) er einfaldað CUSTAR skeyti (tilkynning um tollafgreiðslu), þar sem bætt er við tveimur nýjum liðum.
1. DTM lið með upplýsingum um þann frest sem tollstjóri gefur útflytjanda/tollmiðlara til að skila tollstjóra skýrslu um fullnaðaruppgjör tollafgreiðslu vörusendingarinnar.
Þ.e. nýr liður: DTM+192:20100515:102'
2. GIS lið með upplýsingum um tegund tollafgreiðslu. Þ.e. GIS+U3B::159'
U3B = Bráðabirgðatollafgreiðsla

Dæmi um svarskeyti vegna bráðabirgðatollafgreiðslu (afgreiðsla 1):

GagnaliðirSkýring
UNB+UNOA:1+6501881019+6502697649+100430:1554+1554510'
UNH+10043015531852+CUSRES:D:96A:UN'
BGM+965+EDET01020ISREYW002/10US000004+9'Sendingarnr/geymslunr.
NAD+EX+6502697649::ZZZ'Kennitala útflytjanda
NAD+AE+6502697649::ZZZ'Kennitala tollmiðlara
LOC+41+REYTS::159'Tollafgreiðslustaður
DTM+58:20100430155317:204'Dagsetning tollafgreiðslu
DTM+137:20100430:102'Dagsetning skeytis
DTM+192:20100515:102'Frestur til að skila inn útflutningsskýrslu og ganga frá fullnaðartollafgreiðslu
GIS+22::159'Svar vegna útflutnings
GIS+U3B::159'Tegund tollafgreiðslu – U3 -Bráðabirgðaafgreiðsla
RFF+ERN:2010-123456'Tilvísunarnr.útfl. EDI-tilv.
RFF+AFM:1'Afgreiðsla 1
RFF+AFD:00101011000'Línunúmer og tollskrárnúmer
RFF+AFD:00202013003'Línunúmer og tollskrárnúmer
UNT+14+10043015531852'Heildarfjöldi liða í skeyti
UNZ+1+1554510'

3.2 CUSTAR – tilkynning um fullnaðartollafgreiðslu vörusendingar
Svarskeyti tollstjóra (CUSRES) er CUSTAR skeyti (tilkynning um tollafgreiðslu) og breytist þannig:
1. Nýr GIS liður (sbr. hér að ofan) með upplýsingum um tegund tollafgreiðslu: Þ.e. GIS+U3F::159'
U3F = Fullnaðartollafgreiðsla
2. Í stað þess að senda „1“ í AFM lið (númer afgreiðslu) sendir tollstjóri „2“. Þ.e. RFF+AFM:2'

Dæmi um svarskeyti vegna fullnaðartollafgreiðslu (afgreiðsla 2):

GagnaliðirSkýring
UNB+UNOA:1+6501881019+6502697649+100501:1617+1617510'
UNH+10050116165502+CUSRES:D:96A:UN'
BGM+965+EDET01020ISREYW002/10US000004+9'Sendingarnr./geymslunr.
NAD+EX+6502697649::ZZZ'Kennitala útflytjanda
NAD+AE+6502697649::ZZZ'Kennitala tollmiðlara
LOC+41+REYTS::159'Tollafgreiðslustaður
DTM+58:20100501161654:204'Dagsetning tollafgreiðslu
DTM+137:20100501:102'Dagsetning skeytis
GIS+22::159'Svar vegna útflutnings
GIS+U3F::159'Tegund tollafgreiðslu – U3 - Fullnaðartollafgreiðsla
TAX+4++TA::159'Samtals útflutningsgjöld
MOA+161'Upphæð gjalda
GIS+TK:134'Greiðslumáti
RFF+ERN:2010-123456'Tilvísunarnr.útfl. EDI-tilv.
RFF+AFM:2'Afgreiðsla 2
RFF+AFD:00101011000'Línunúmer og tollskrárnúmer
TAX+7++TA::159'Samtals álögð gjöld
MOA+161'Upphæð gjalda
GIS+S1:134'Greiðslumáti
RFF+AFD:00202013003'Línunúmer og tollskrárnúmer
TAX+7++TA::159'
MOA+161'
GIS+S1:134'
UNT+22+10050116165502'
UNZ+1+1617510'

Skjöl

Tilkynning tollstjóra og bráðabirgðakvittun fyrir VEF-tollafgreiðslu vörusendingar í útflutningi, jpg skjal

Útflutningur - Bráðabirgðatollafgreiðsla - Bráðabirgðakvittun - Útflytjandi, pdf skjal

Útflutningur - Bráðabirgðatollafgreiðsla - Bráðabirgðakvittun - Tollmiðlari, pdf skjal

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum