Leiðbeiningar með eyðublaðinu skýrsla um réttmæti fríðindayfirlýsingar

Þetta eyðublað inniheldur virkni sem krefst notkunar Adobe Reader, forritið er frítt og mælt er með nýjustu útgáfu. Eyðublaðið virkar ekki rétt með öðrum pdf lesurum.

Skoðaðu þessa lausn ef þú lendir í vandræðum með að opna eyðublaðið.


Þegar gefin er út yfirlýsing um fríðindauppruna vöru á vörureikningi, EUR.1, eða EUR-MED flutningsskírteini er það í raun ávísun á eftirgjöf gjalda frá ríkissjóði innflutningslandsins, ef varan ber toll í því landi. Það er því afar nauðsynlegt að hægt sé að sýna fram á, án nokkurs vafa, að varan uppfylli öll skilyrði til fríðindameðferðar.

Fylla verður út alla reiti skýrslunnar.

Ef um fleiri en eina tegund af íslenskri vöru er að ræða á sama reikningi, EUR.1 eða EUR-MED flutningsskírteini verður að gera skýrslu um hverja vörutegund fyrir sig.

Ef um endurútflutning blandaðrar fríðindavöru er að ræða, t. d. fatnað af ýmsum tegundum, nægir að skrifa „fatnaður" sem vörutegund og skrá t. d. „ ýmiss" eða 0 sem tollskrárnúmer.

Sá gjaldmiðill sem skráður er sem EXW verður að halda sér í allri skýrslunni til þess að auðvelda samanburð og til þess að sjálfvirk reiknivél gefi réttar niðurstöður. Ef sundurliðun framleiðslukostnaðar er í ISK verður að skrá EXW í ISK. Eðlilegast er að alla jafnan sé skýrslan gefin í ISK.

Lýsing á framleiðsluferli þarf ekki að vera í smáatriðum. Það nægir að ljóst sé hvernig varan verður til.

Ef um endurútflutta fríðindavöru er að ræða er nóg að skrifa t. d. „ varan innflutt, sjá fylgiskjöl" og skrá sendingarnúmer innflutnings.

Þegar skráð er vinna eða aðvinnsla skal skrá 0 sem tollskrárnúmer.

Sem hráefni af fríðindauppruna má einungis skrá efni sem sannanlega er af fríðindauppruna, enda skulu þær sannanir fylgja skýrslunni. Efni sem flutt var til landsins án fríðindayfirlýsingar, EUR.1 eða EUR-MED flutningsskírteinis skal skrá sem hráefni frá löndum utan fríðindasvæðis, þótt við innflutning hafi upprunaland verið skráð sem eitthvert af löndum fríðindasvæðis.

Í reitinn „ Fylgiskjöl" skal skrá heiti og lýsingu fylgiskjala og blaðsíðufjölda, t.d. útflutningsskýrsla - 3 bls., vörureikningur frá xxx vegna xxx- 2 bls. o.s.frv.

Mikilvægt er að allar fullyrðingar í skýrslunni séu rökstuddar með fylgiskjölum ella kann þeim að verða hafnað.

Eyðublaðið: Skýrsla um réttmæti fríðindayfirlýsingar (pdf)


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum