Tollafgreiðsla týnds farangurs - leiðbeiningar með eyðublaði E8

Til að hægt sé að ganga frá tollafgreiðslu og með tilliti til væntanlegs innflutnings farangurs þíns, þarftu að fylla út yfirlýsingu vegna tollskyldra vara sem þú hefur með þér og tollskyldra vara sem eru í farangri.

Þessi yfirlýsing þarf að vera gerð við komu til landsins og áður en þú hefur yfirgefið svæði tollgæslunnar.

Komi fram við tollskoðun varningur sem ekki er greint frá eins og lög og reglur kveða á um, skoðast hann ólöglega innfluttur. Heimilt er að gera slíkan varning upptækan til ríkissjóðs auk þess sem viðkomandi kann að þurfa að sæta refsingu lögum samkvæmt.

Vakin skal athygli á að ferðamönnum, búsettum á Íslandi, er heimilt að flytja inn tollfrjálst ferðabúnað og annan farangur sem þeir höfðu með sér í ferð til útlanda. Sem og varning sem fenginn er erlendis, í fari eða í tollfrjálsri verslun hér á landi, ef verðmæti og magn þeirra er undir þeim mörkum sem skilgreind eru í 6. gr. tollalaga nr. 88/2005, reglugerð um ýmis tollfríðindi nr. 630/2008 og önnur ákvæði laga og reglna banna ekki innflutning á. Börn yngri en 12 ára njóta fyrrgreindra réttinda að hálfu.

Ef eitthvað er óljóst varðandi tollskyldu, þá hafðu samband við tollyfirvöld.

Kynntu þér upphæðir og tollfríðindi ferðamanna nánar.

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum