Leiðbeiningar um útfyllingu vörugjaldsskýrslu V-03

Leiðbeiningar við einstaka reiti samkvæmt númerum:

 1. Hér skal skrá lokadagsetningu aðvinnslu eða nýsmíði ökutækis.
 2. Aðvinnsluaðilar og þeir sem stunda nýsmíði ökutækja og yfirbygginga eru gjaldskyldir vegna starfsemi sinnar og eiga að standa skil á vörugjaldi lögum samkvæmt. Nafn, lögheimili og kennitölu hans skal skrá hér.
 3. Hér skal skrá nafn, lögheimili og kennitölu eiganda ef hann er annar en sá sem tilgreindur er í reit 2.
 4. Hér skal skrá það fastnúmer sem ökutækið fær úthlutað hjá samgöngustofu. Jafnframt skal tilgreina önnur auðkennisatriði eins og þau eru þegar ökutækið er fært til skoðunar.
 5. Í þennan dálk skal tilgreina samtölu kostnaðar hvers þáttar við aðvinnslu eða nýsmíði.
 6. Hér skal tilgreina gjaldflokk samkvæmt tilgreindum lögum, fyrir og eftir aðvinnslu eða eftir nýsmíði, t.d. gjaldflokkur II sbr. 3. gr. (45%) breytist í gjaldflokk III sbr. 3. gr. (60%).
 7. Hér skal tilgreina notkun fyrir og eftir aðvinnslu eða eftir nýsmíði, t.d. vöruflutningabifreið breytt í 10 manna fólksflutningabifreið.
 8. Undir þessum lið skal gera grein fyrir einstökum atriðum fyrir og eftir aðvinnslu eða eftir nýsmíði sem varða vel ökutækisins auk samtölu kostnaðar, sbr. lið 5.
 9. Undir þessum lið skal gera grein fyrir einstökum þáttum fyrir og eftir aðvinnslu eða eftir nýsmíði er varða gerð og búnað ökutækisins auk samtölu kostnaðar, sbr. lið 5.
 10. Hér skal gera grein fyrir öðrum ótöldum þáttum fyrir og eftir aðvinnslu eða eftir nýsmíði er varða ökutækið auk samtölu kostnaðar. sbr. lið 5.
 11. Hér færist samtala launakostnaðar og álagningar sbr. lið 5.
 12. Hér færist heildarkostnaður við aðvinnslu eða nýsmíði ökutækis.
 13. Hér færist vörugjald, reiknað sem hlutfall af heildarkostnaði í reit 12, sbr. gjaldflokkur eftir breytingu í reit 6.
 14. Hér færist samtala vörugjalds sem greitt hefur verið af þeim aðföngum sem notuð voru við aðvinnslu eða framleiðslu ökutækisins.

Eigandi og sá sem stundar aðvinnslu eða nýsmíði skulu báðir skrifa undir skýrsluna ef ekki er um sama aðila að ræða.

Auk vörugjalds af aðvinnslukostnaði, sbr. 12. lið, ber skráðum eiganda að greiða viðbótarvörugjald af upphaflegum gjaldstofni vegna hækkunar á gjaldflokki ökutækja við aðvinnslu. sbr. 9. gr. laga nr. 29/1993.

Skatturinn leggur viðbótarvörugjaldið á eftir móttöku vörugjaldsskýrslu.

Vörugjaldskýrslu skal skila til skattsins.

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum