Leiðbeiningar með eyðublaðinu TS-V04 Umsókn og yfirlýsing vegna eftirgjafar vörugjalds af ökutæki

Þetta eyðublað inniheldur virkni sem krefst notkunar Adobe Reader, forritið er frítt og mælt er með nýjustu útgáfu. Eyðublaðið virkar ekki rétt með öðrum pdf lesurum.

Skoðaðu þessa lausn ef þú lendir í vandræðum með að opna eyðublaðið.

Heiti reitsLeiðbeiningar
Notkunarskilmálar

Um er að ræða flettiglugga þar sem farið er fram á eftirgjöf vörugjalds skv. tilteknu ákvæði reglugerðar nr. 331/2000 um vörugjald af ökutækjum eða laga um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl. nr. 29/1993.

  1. Leigubílar, sbr. 15. gr. r. 331/2000, kvöð gildir í tvö ár
  2. Ökukennsla, sbr. 15. gr. a og 15. gr. b r. 331/2000, kvöð gildir í tvö ár
  3. Ökukennsla og leigubílaakstur, sbr. 15. gr. c r. 331/2000, kvöð gildir í tvö ár
  4. Sérsmíðaðar bifreiðar til akstursíþrótta, sbr. 16. gr. r. 331/2000, kvöð gildir í sjö ár
  5. Bifreiðar fyrir starfsemi björgunarsveita, sbr. 17. gr. r. 331/2000, kvöð gildir í 5 ár
  6. Önnur ökutæki fyrir starfsemi björgunarsveita, sbr. 17. gr. r. 331/2000, kvöð gildir í 3 ár
  7. Sérútbúnar bifreiðar fyrir fólk með fötlun, sbr. 19. gr. r. 331/2000, kvöð gildir í 4 ár
  8. Sérútbúin ökutæki fyrir fólksflutninga, sbr. 5. gr. l. 29/1993, kvöð gildir í 5 ár

TegundSkráð tegund ökutækis.
ÁrgerðFramleiðsluár ökutækis.
FastnúmerSkráð fastnúmer ökutækis t.d. AB-C12.
SendingarnúmerSendingarnúmer aðflutningsskýrslu fyrir viðkomandi ökutæki.
NotkunHér er skráð notkun ökutækis t.d. leigubílar eða ökukennsla. Þessi reitur er notaður til að fyrirbyggja mistök í umsóknarferli.
VerksmiðjunúmerEinkvæmt númer ökutækis í framleiðslu.
Netfang fyrir samskiptiValkvæður reitur fyrir samskipti.
InnflytjandiUpplýsingar um innflytjanda ökutækis, nafn, kennitala, lögheimili.
UmsækjandiUpplýsingar um umsækjanda, nafn kennitala og lögheimili.
Fylgiskjöl og önnur staðfestingargögnAtvinnuleyfi til leigubílaaksturs eða önnur nauðsynleg gögn.
UndanþáguflokkurUm er að ræða flettiglugga. Hér er valið flokk ökutækis samkvæmt skráðri koltvísýrings. Taflan vísar til upplýsinga úr 3. gr. laga nr. 29/1993 um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl. Vakin er athygli á hámarkseftirgjöf vörugjalds.
Staður og dagsFyllist út af umsækjanda.
F.h. umsækjandaUndirritun umsækjanda eða starfsmanns félagsins sem hefur umboð til að sækja um eftirgjöf vörugjalds.
Undirskrift eftirgjafarþega / staðfesting eignarleiguUndirritun eftirgjafaþega eða staðfesting eignarleigu. Nauðsynlegt er að viðkomandi starfsmaður hafi umboð.
Vottar að réttri dagsetningu, undirritun og fjárræði.Reitur þarfnast ekki skýringa.
Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum