Tilkynningar til hugbúnaðarhúsa


Tilkynningar til hugbúnaðarhúsa

Frestun breytinga á farmskrárskilum farmflytjenda og tollmiðlara sem taka áttu gildi 1. janúar 2022

Áríðandi tilkynning til hugbúnaðarhúsa, farmflytjenda og tollmiðlara um frestun breytinga á farmskrárskilum

23.12.2021

Vegna fjölda beiðna um frestun framkvæmdar reglugerðar nr. 1007/2020 hefur verið ákveðið að fresta framkvæmd breytinganna til 1. september 2022.

Þau fyrirtæki (farmflytjendur/tollmiðlarar) sem verða tilbúin fyrr geta sent inn farmbréf með umræddum breytingum nú þegar.

Þann 30. september 2020 var samþykkt breyting á reglugerð nr. 1100/2006, sbr. reglugerð nr. 1007/2020, um að framvegis yrði gerð krafa um að farmflytjendur gæfu upp í farmskrá fyrstu sex stafi í tollskrárnúmeri vöru sem skilað yrði inn til tollyfirvalda í farmskrá. Tók sú krafa gildi 1. janúar 2021. Var þetta ítrekað í áramótatilkynningu embættisins þann 29. des 2020. Þar var tilkynnt að þar sem enn væri unnið að því að gera sér reit í farmskrá ættu farmflytjendur að gefa fyrstu sex stafi tollskrárnúmers vöru upp í reit með vörulýsingu vöru, þar til forritun yrði lokið.

Með tilkynningu til hugbúnaðarhúsa þann 9. nóvember 2021 var tilkynnt að forritun væri lokið og gætu því farmflytjendur fært fyrstu sex stafi tollskrárnúmers vöru úr reit vörulýsingar í nýjan reit sem eingöngu væri fyrir farmskrárnúmer. Átti sú framkvæmd að taka gildi 1. janúar 2022. Embættinu hafa borist nokkur erindi þar sem óskað er eftir frestun á gildistöku reglugerðarinnar og að þeir gefi upp tollskrárnúmer í farmskrá.

Í ljósi fjölda beiðna um frestun framkvæmdar reglugerðar nr. 1007/2020 hefur verið ákveðið að fresta framkvæmd þess að hafa tollskrárnúmer í sér reit í farmskrárkerfi tollyfirvalda. Áfram er í gildi sú krafa að færa sex fyrstu stafi tollskrárnúmers vöru í reit vörulýsingar í farmskrá.

Ekki verða gefnir fleiri frestir við framkvæmd reglugerðar nr. 1007/2020 og eigi síðar en 1. september 2022 þurfa hugbúnaðarhús, farmflytjendur og tollmiðlarar að hafa gert viðeigandi breytingar á hugbúnaði sínum.

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum