Tilkynningar til hugbúnaðarhúsa


Tilkynningar til hugbúnaðarhúsa

Breytingar á farmskrárskilum farmflytjenda og tollmiðlara sem taka gildi 1. janúar 2022

Áríðandi tilkynning til hugbúnaðarhúsa, farmflytjenda og tollmiðlara - breytingar á farmskrárskilum; hefur áhrif á hugbúnað farmflytjenda og tollmiðlara fyrir umsýslu farmskrár

9.11.2021

Frestur til að innleiða breytingar framlengdur til 1. september 2022 - sjá tilkynningu um frestun.
Gera verður neðangreindar breytingar á hugbúnaði sem notaður er við umsýslu farmskrá (farmskrárkerfi/flutningakerfi) fyrir 1. september 2022.

Þau fyrirtæki (farmflytjendur/tollmiðlarar) sem verða tilbúin fyrr geta sent inn farmbréf með umræddum breytingum nú þegar.

Farmskrá

Frá og með 1. september 2022 munu tollyfirvöld gera þá kröfu að við farmskrárskil (inn- og útfluttra vörusendinga) komi ávallt fram:

  • Nafn og heimilisfang viðtakanda/sendanda í útlöndum
  • Fyrstu sex stafir í tollskrárnúmeri vöru

Sbr. d) og m) liði 5. gr. reglugerðar nr. 1100/2006 um vörslu og tollmeðferð vöru m.s.br.

Gildir þetta hvort sem farmskrám er skilað rafrænt með SMT/EDI-skeytum (CUSCAR); í gegnum VEF-farmskrárskil eða á pappír.
Séu þessar upplýsingar ekki tilgreindar verður móttöku farmskrár hafnað hjá tollyfirvöldum frá og með fyrrgreindri dagsetningu.

Fyrstu sex stafir tollskrárnúmers eru HS númer (Harmonized System) samræmdu vörulýsingar- og vörunúmeraskrár Tollasamvinnuráðsins (WCO) sem íslenska tollskráin byggir á.

Sérregla fyrir frumfarmbréf safnsendinga og hraðsendinga (s.k. masterbréf). Sérstök tollnúmer

Eftir atvikum skal eingöngu skrá eitt neðangreint sex stafa númer

990020 – frumfarmbréf sem á eftir að skipta upp – sjósendingar

990030 – frumfarmbréf sem á eftir að skipta upp – flugsendingar

990040 – frumfarmbréf sem inniheldur hraðsendingar sem á eftir að skipta upp

Ath. skrá skal HS númer vöru í undirbréfin/skiptingarnar en ekki ofangreind 9900-númer.

Sérregla fyrir frumfarmbréf safnsendinga og hraðsendinga (s.k. masterbréf). Sendandi/viðtakandi

Eingöngu skal skrá einn sendanda/viðtakanda í frumframbréfum sem á eftir að skipta upp.

Ath. skrá skal endanlegan sendanda/viðtakanda vörusendingar í undirbréfin/skiptingarnar ásamt HS númer vöru.

1) Breytingar á SMT/EDI-skeyti (CUSCAR) – farmskrá

  1. Breyting er gerð á Segment group 2 – References
    Í gagnalið RFF (C506):
    Gagnastak 1153 skal innihalda kóðann HS (=Harmonised system number) og gagnastak 1154 skal innihalda HS-númer (fyrstu sex stafir tollskrárnúmers – snið: n6).

    Þ.e. RFF+HS:nnnnnn
    Endurtaka má RFF+HS-liðinn allt að 95 sinnum

    Skráning HS númera skal vera einkvæm og skal því skrá hvert einstakt HS númer einu sinni. Þ.e. ef sama HS númerið er tiltekið oftar einu sinni í fylgiskjölum skal það eingöngu skráð einu sinni í CUSCAR skeytinu. Ef fjöldi númera skv. fylgiskjölum er meiri skal skrá fyrstu 95 (einkvæmu) númerin.

    Skrá skal HS númerin í hlaupandi númeraröð frá lægsta til hæsta.

  2. Breyting er gerð á Segment group 6 – Name and address loop
    Í gagnalið NAD:
    i) Gagnastak 3035 skal e.a. innihalda kóðann CZ (=Consignor – sendandi í útlöndum – innflutningur) eða CN (=Consignee – viðtakandi í útlöndum – útflutningur ).
    ii) Gagnastak 3036 skal innihalda nafn viðtakanda/sendanda í útlöndum – snið: an..35
    iii) Gagnastak 3042 skal innihalda heimilisfang viðtakanda/sendanda í útlöndum – snið: an..35
    iv) Gagnastak 3164 skal innihalda nafn borgar viðtakanda/sendanda í útlöndum – snið: an..35
    v) Gagnastak 3251 má innihalda póstnúmer viðtakanda/sendanda í útlöndum – snið: an..9
    vi) Gagnastak 3207 skal innihalda lykil lands (skv. UN/LOCODE) viðtakanda/sendanda í útlöndum – snið: a2

    Þ.e.:
    Innflutningur: NAD+CZ+++Erlendur sendandi+Útlendgata+Borg++Póstnúmer+DK
    Útflutningur: NAD+CN+++Erlendur viðtakandi+Útlendgata+Borg++Póstnúmer+UK
    Endurtaka má NAD+CZ/CN-liðinn allt að 98 sinnum.


    Nota má C058 og gagnastak 3124 fyrir nafn, heimili og borg/staður ef möppunarskrá CUSCAR EDI-skeytis hefur ekki verið uppfærð til samræmis við kröfur tollyfirvalda um breytingar og skal þá nota kóðana SU fyrir sendanda í útlöndum og CT fyrir viðtakanda í útlöndum
    Dæmi: NAD-gagnaliður er þannig skráður í innfluttum sendingum: NAD+SU++Erlendur sendandi:Útlendgata:Borg+++++Póstnúmer+GB'
    Dæmi: NAD-gagnaliður er þannig skráður í útfluttum sendingum: NAD+CT++Erlendur viðtakandi:Útlendgata:Borg+++++Póstnúmer+GB'


    Skráning skal vera einkvæm og skal því skrá hvern sendanda/viðtakanda einu sinni. Ef fjöldi sendenda/viðtakenda er meiri skal skrá fyrstu 98.
  3. Dæmi um SMT/EDI-skeyti (CUSCAR) farmbréfa eftir breytingar:

    INNFLUTNINGUR
    UNA:+.? '
    UNB+UNOA:1+1234567890+6501881019+210907:1328+6034++CUSCAR'
    UNH+00060340000001+CUSCAR:S:93A:UN+ISO'
    BGM+785+LTTU08091DKCPHTTU1D+9'
    DTM+137:20210907:102'
    LOC+18+TTU'
    LOC+20+ISREK'
    GIS+23'
    RFF+AWB:12345678901'
    RFF+HS:020303'
    RFF+HS:870303'
    NAD+IM+6502697649::ZZZ'
    NAD+CZ+++Erlendur sendandi A+Útlendgata+Borg++Póstnúmer+DK'
    NAD+CZ+++Erlendur sendandi B+Útlendgata+Borg++Póstnúmer+UK'
    GID++5:CLL'
    FTX+AAA+++Vörulýsing 1:Vörulýsing 2'
    PCI+28+Merki og númer'
    QTY+118:150:KGM'
    UNT+17+00060340000001'
    UNZ+1+6034'

    Frumfarmbréf hraðsendinga – sem á eftir að skipta upp (ásamt stofnun komu flutningsfars)
    UNA:+.? '
    UNB+UNOA:1+1234567890+6501881019+210907:1328+6034++CUSCAR'
    UNH+00060340000001+CUSCAR:S:93A:UN+ISO'
    BGM+785+LTTU08091DKCPHTTU1D+9'
    DTM+137:20210907:102'
    DTM+252:20210908:102'
    LOC+18+TTU'
    LOC+79+ISKEF'
    LOC+20+ISKEF'
    GIS+23'
    RFF+AWB:12345678901'
    RFF+HS:990040'
    RFF+ZZZ:001'
    TDT+20++++L+++TTU'
    NAD+IM+6502697649::ZZZ'
    NAD+CZ+++Erlendur sendandi+Útlendgata+Borg++Póstnúmer+DK'
    GID++5:CLL'
    FTX+AAA+++Vörulýsing'
    PCI+28+Merki og númer'
    QTY+118:150:KGM'
    UNT+19+00060340000001'
    UNZ+1+6034'

    ÚTFLUTNINGUR
    UNA:+.? '
    UNB+UNOA:1+1234567890+6501881019+210907:1328+6034++CUSCAR'
    UNH+00060340000001+CUSCAR:S:93A:UN+ISO'
    BGM+785+LTTU08091ISREYTTU20+9'
    DTM+137:20210907:102'
    LOC+18+TTU'
    LOC+20+DKCPH'
    GIS+23'
    RFF+AWB:12345678901'
    RFF+HS:020303'
    NAD+EX+6502697649::ZZZ'
    NAD+CN+++Erlendur viðtakandi+Útlendgata+Borg++Póstnúmer+DK'
    GID++5:CLL'
    FTX+AAA+++Vörulýsing'
    PCI+28+Merki og númer'
    QTY+118:150:KGM'
    UNT+15+00060340000001'
    UNZ+1+6034'

Sendingar á farmskrá með SMT-skeytum fela í sér að farmskrár eru sendar á stöðluðu formi í CUSCAR skeytastaðli (UN/EDIFACT). Í CUSCAR skeyti koma fram sömu meginupplýsingar og eru í farmbréfum hverrar vörusendingar í flutningsfari auk sendingarnúmers.

2) Breytingar varðandi EDI-staðal. CUSCAR skeyti (EDI/SMT-farmskrá)

  1. Sjá breytingu bls. 16. Lyklinum HS (Harmonised System) bætt við gagnalið 1153. Vegna kröfu um skráningu fyrstu sex stafa tollskrárnúmers
    skjámynd af notendaviðmóti
  2. Sjá breytingu bls. 20-21. Lyklunum CN og CZ bætt við gagnalið 3035; og gagnaliðir 3036, 3042, 3164, 3251 og 3207 notaðir vegna kröfu um nafn og heimilisfang viðtakanda/sendanda í útlöndum.
    Skjámynd af notendaviðmótiSkjáskot af notendaviðmóti

Finna má nýja útgáfu af CUSCAR-staðlinum, sem notaður er í EDI-skeyti farmskrár, á neðangreindri síðu:

https://www.skatturinn.is/fagadilar/tollamal/hugbunadarhus/midlarar-farmflytjendur/

Þar má einnig nálgast skrá HS-númera (Harmonised System), þ.e. fyrstu sex stafi íslensku tollskrárinnar, dæmi um EDI-skeyti farmskrár (CUSCAR) o.fl.

3) Hugbúnaður til umsýslu farmskrár

Hér eru nokkur atriði varðandi virkni hugbúnaðar til umsýslu farmskrár:

  • Ekki má senda farmskrá (CUSCAR) með auða liði fyrir nafn og heimilisfang og kóða lands.
    Villuprófun í hugbúnaði farmflytjanda/tollmiðlara.
  • Ekki má senda farmskrá (CUSCAR) með ógilda kóða lands viðtakanda/sendanda.
    Villuprófun í hugbúnaði farmflytjanda/tollmiðlara.
  • Ekki má senda farmskrá (CUSCAR) með auða liði fyrir fyrstu sex stafi tollskrárnúmers.
    Villuprófun í hugbúnaði farmflytjanda/tollmiðlara.
  • Ekki má senda farmskrá (CUSCAR) með ógild HS-númer fyrstu sex stafi tollskrárnúmers
    Villuprófun í hugbúnaði í farmflytjanda/tollmiðlara.

Nánari upplýsingar: ut@skatturinn.is – sími: 442 1505

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum