Breytingar á farmskrárskilum farmflytjenda og tollmiðlara sem taka gildi 1. janúar 2022
Áríðandi tilkynning til hugbúnaðarhúsa, farmflytjenda og tollmiðlara - breytingar á farmskrárskilum; hefur áhrif á hugbúnað farmflytjenda og tollmiðlara fyrir umsýslu farmskrár
Frestur til að innleiða
breytingar framlengdur til 1. september 2022 - sjá
tilkynningu um frestun.
Gera verður neðangreindar breytingar á hugbúnaði sem
notaður er við umsýslu farmskrá (farmskrárkerfi/flutningakerfi) fyrir 1. september 2022.
Þau fyrirtæki (farmflytjendur/tollmiðlarar) sem verða tilbúin fyrr geta sent inn farmbréf með umræddum breytingum nú þegar.
Farmskrá
Frá og með 1. september 2022 munu tollyfirvöld gera þá kröfu að við farmskrárskil (inn- og útfluttra vörusendinga) komi ávallt fram:
- Nafn og heimilisfang viðtakanda/sendanda í útlöndum
- Fyrstu sex stafir í tollskrárnúmeri vöru
Sbr. d) og m) liði 5. gr. reglugerðar nr. 1100/2006 um vörslu og tollmeðferð vöru m.s.br.
Gildir þetta hvort sem farmskrám er skilað rafrænt með SMT/EDI-skeytum
(CUSCAR); í gegnum VEF-farmskrárskil eða á pappír.
Séu þessar upplýsingar ekki tilgreindar verður móttöku
farmskrár hafnað hjá tollyfirvöldum frá og með fyrrgreindri dagsetningu.
Fyrstu sex stafir tollskrárnúmers eru HS númer (Harmonized System) samræmdu vörulýsingar- og vörunúmeraskrár Tollasamvinnuráðsins (WCO) sem íslenska tollskráin byggir á.
Sérregla fyrir frumfarmbréf safnsendinga og hraðsendinga (s.k. masterbréf). Sérstök tollnúmer
Eftir atvikum skal eingöngu skrá eitt neðangreint sex stafa númer
990020 – frumfarmbréf sem á eftir að skipta upp – sjósendingar
990030 – frumfarmbréf sem á eftir að skipta upp – flugsendingar
990040 – frumfarmbréf sem inniheldur hraðsendingar sem á eftir að skipta upp
Ath. skrá skal HS númer vöru í undirbréfin/skiptingarnar en ekki ofangreind 9900-númer.
Sérregla fyrir frumfarmbréf safnsendinga og hraðsendinga (s.k. masterbréf). Sendandi/viðtakandi
Eingöngu skal skrá einn sendanda/viðtakanda í frumframbréfum sem á eftir að skipta upp.
Ath. skrá skal endanlegan sendanda/viðtakanda vörusendingar í undirbréfin/skiptingarnar ásamt HS númer vöru.
1) Breytingar á SMT/EDI-skeyti (CUSCAR) – farmskrá
- Breyting
er gerð á Segment group 2 – References
Í gagnalið RFF (C506):
Gagnastak 1153 skal innihalda kóðann HS (=Harmonised system number) og gagnastak 1154 skal innihalda HS-númer (fyrstu sex stafir tollskrárnúmers – snið: n6).
Þ.e. RFF+HS:nnnnnn
Endurtaka má RFF+HS-liðinn allt að 95 sinnumSkráning HS númera skal vera einkvæm og skal því skrá hvert einstakt HS númer einu sinni. Þ.e. ef sama HS númerið er tiltekið oftar einu sinni í fylgiskjölum skal það eingöngu skráð einu sinni í CUSCAR skeytinu. Ef fjöldi númera skv. fylgiskjölum er meiri skal skrá fyrstu 95 (einkvæmu) númerin.
Skrá skal HS númerin í hlaupandi númeraröð frá lægsta til hæsta.
- Breyting
er gerð á Segment group 6 – Name and address loop
Í gagnalið NAD:
i) Gagnastak 3035 skal e.a. innihalda kóðann CZ (=Consignor – sendandi í útlöndum – innflutningur) eða CN (=Consignee – viðtakandi í útlöndum – útflutningur ).
ii) Gagnastak 3036 skal innihalda nafn viðtakanda/sendanda í útlöndum – snið: an..35
iii) Gagnastak 3042 skal innihalda heimilisfang viðtakanda/sendanda í útlöndum – snið: an..35
iv) Gagnastak 3164 skal innihalda nafn borgar viðtakanda/sendanda í útlöndum – snið: an..35
v) Gagnastak 3251 má innihalda póstnúmer viðtakanda/sendanda í útlöndum – snið: an..9
vi) Gagnastak 3207 skal innihalda lykil lands (skv. UN/LOCODE) viðtakanda/sendanda í útlöndum – snið: a2
Þ.e.:
Innflutningur: NAD+CZ+++Erlendur sendandi+Útlendgata+Borg++Póstnúmer+DK
Útflutningur: NAD+CN+++Erlendur viðtakandi+Útlendgata+Borg++Póstnúmer+UK
Endurtaka má NAD+CZ/CN-liðinn allt að 98 sinnum.
Nota má C058 og gagnastak 3124 fyrir nafn, heimili og borg/staður ef möppunarskrá CUSCAR EDI-skeytis hefur ekki verið uppfærð til samræmis við kröfur tollyfirvalda um breytingar og skal þá nota kóðana SU fyrir sendanda í útlöndum og CT fyrir viðtakanda í útlöndum
Dæmi: NAD-gagnaliður er þannig skráður í innfluttum sendingum: NAD+SU++Erlendur sendandi:Útlendgata:Borg+++++Póstnúmer+GB'
Dæmi: NAD-gagnaliður er þannig skráður í útfluttum sendingum: NAD+CT++Erlendur viðtakandi:Útlendgata:Borg+++++Póstnúmer+GB'
Skráning skal vera einkvæm og skal því skrá hvern sendanda/viðtakanda einu sinni. Ef fjöldi sendenda/viðtakenda er meiri skal skrá fyrstu 98. - Dæmi
um SMT/EDI-skeyti (CUSCAR) farmbréfa eftir breytingar:
INNFLUTNINGUR
UNA:+.? '
UNB+UNOA:1+1234567890+6501881019+210907:1328+6034++CUSCAR'
UNH+00060340000001+CUSCAR:S:93A:UN+ISO'
BGM+785+LTTU08091DKCPHTTU1D+9'
DTM+137:20210907:102'
LOC+18+TTU'
LOC+20+ISREK'
GIS+23'
RFF+AWB:12345678901'
RFF+HS:020303'
RFF+HS:870303'
NAD+IM+6502697649::ZZZ'
NAD+CZ+++Erlendur sendandi A+Útlendgata+Borg++Póstnúmer+DK'
NAD+CZ+++Erlendur sendandi B+Útlendgata+Borg++Póstnúmer+UK'
GID++5:CLL'
FTX+AAA+++Vörulýsing 1:Vörulýsing 2'
PCI+28+Merki og númer'
QTY+118:150:KGM'
UNT+17+00060340000001'
UNZ+1+6034'Frumfarmbréf hraðsendinga – sem á eftir að skipta upp (ásamt stofnun komu flutningsfars)
UNA:+.? '
UNB+UNOA:1+1234567890+6501881019+210907:1328+6034++CUSCAR'
UNH+00060340000001+CUSCAR:S:93A:UN+ISO'
BGM+785+LTTU08091DKCPHTTU1D+9'
DTM+137:20210907:102'
DTM+252:20210908:102'
LOC+18+TTU'
LOC+79+ISKEF'
LOC+20+ISKEF'
GIS+23'
RFF+AWB:12345678901'
RFF+HS:990040'
RFF+ZZZ:001'
TDT+20++++L+++TTU'
NAD+IM+6502697649::ZZZ'
NAD+CZ+++Erlendur sendandi+Útlendgata+Borg++Póstnúmer+DK'
GID++5:CLL'
FTX+AAA+++Vörulýsing'
PCI+28+Merki og númer'
QTY+118:150:KGM'
UNT+19+00060340000001'
UNZ+1+6034'ÚTFLUTNINGUR
UNA:+.? '
UNB+UNOA:1+1234567890+6501881019+210907:1328+6034++CUSCAR'
UNH+00060340000001+CUSCAR:S:93A:UN+ISO'
BGM+785+LTTU08091ISREYTTU20+9'
DTM+137:20210907:102'
LOC+18+TTU'
LOC+20+DKCPH'
GIS+23'
RFF+AWB:12345678901'
RFF+HS:020303'
NAD+EX+6502697649::ZZZ'
NAD+CN+++Erlendur viðtakandi+Útlendgata+Borg++Póstnúmer+DK'
GID++5:CLL'
FTX+AAA+++Vörulýsing'
PCI+28+Merki og númer'
QTY+118:150:KGM'
UNT+15+00060340000001'
UNZ+1+6034'
Sendingar á farmskrá með SMT-skeytum fela í sér að farmskrár eru sendar á stöðluðu formi í CUSCAR skeytastaðli (UN/EDIFACT). Í CUSCAR skeyti koma fram sömu meginupplýsingar og eru í farmbréfum hverrar vörusendingar í flutningsfari auk sendingarnúmers.
2) Breytingar varðandi EDI-staðal. CUSCAR skeyti (EDI/SMT-farmskrá)
- Sjá
breytingu bls. 16. Lyklinum
HS (Harmonised System) bætt við gagnalið 1153. Vegna kröfu um skráningu fyrstu
sex stafa tollskrárnúmers
- Sjá
breytingu bls. 20-21. Lyklunum CN og CZ bætt við gagnalið 3035; og
gagnaliðir 3036, 3042, 3164, 3251 og 3207 notaðir vegna kröfu um nafn og
heimilisfang viðtakanda/sendanda í útlöndum.
Finna má nýja útgáfu af CUSCAR-staðlinum, sem notaður er í EDI-skeyti farmskrár, á neðangreindri síðu:
https://www.skatturinn.is/fagadilar/tollamal/hugbunadarhus/midlarar-farmflytjendur/
Þar má einnig nálgast skrá HS-númera (Harmonised System), þ.e. fyrstu sex stafi íslensku tollskrárinnar, dæmi um EDI-skeyti farmskrár (CUSCAR) o.fl.
3) Hugbúnaður til umsýslu farmskrár
Hér eru nokkur atriði varðandi virkni hugbúnaðar til umsýslu farmskrár:
- Ekki má senda farmskrá (CUSCAR) með auða liði fyrir
nafn og heimilisfang og kóða lands.
Villuprófun í hugbúnaði farmflytjanda/tollmiðlara. - Ekki má senda farmskrá (CUSCAR) með ógilda kóða
lands viðtakanda/sendanda.
Villuprófun í hugbúnaði farmflytjanda/tollmiðlara. - Ekki má senda farmskrá (CUSCAR) með auða liði
fyrir fyrstu sex stafi tollskrárnúmers.
Villuprófun í hugbúnaði farmflytjanda/tollmiðlara. - Ekki má senda farmskrá (CUSCAR) með ógild HS-númer
fyrstu sex stafi tollskrárnúmers
Villuprófun í hugbúnaði í farmflytjanda/tollmiðlara.
Nánari upplýsingar: ut@skatturinn.is – sími: 442 1505