Tilkynningar til hugbúnaðarhúsa


Tilkynningar til hugbúnaðarhúsa

Leiðréttar villur í viðmiðunartöflu vegna þyngdar sölu og flutningsumbúða og krafa um útfyllingu reits 39 þegar undanþága vegna tollkvóta er nýtt

25.5.2023

  1. Nokkrar minniháttar villur hafa verið lagfærðar í JSON og Excel útgáfum viðmiðunartöflu vegna þyngdar sölu- og flutningsumbúða

Taflan gildir eftir sem áður frá 01.03.2023 enda þarf lagabreytingu til. Eingöngu var verið að lagfæra skráningarvillur.

Hugbúnaðarhús sem nýta þessa töflu í kerfum viðskiptavina sinna þurfa að uppfæra hana hjá þeim.

Uppfærð skjöl eru aðgengileg á https://www.skatturinn.is/tollskrarlyklar undir „Viðmiðunartafla vegna þyngdar sölu- og flutningsumbúða - gildir frá 01.03.2023“

  1. Frá og með 1. júlí 2023 verður þess krafist að skrá úthlutunarnúmer vegna tollkvóta í reit 39 á tollskýrslu sé það ekki gert stöðvast skýrslan með villu:

Úthlutunarnúmer sett í reit 39 á SAD innflutningsskýrslu

Nú óskar innflytjandi eftir undanþágu frá tollum á grundvelli tollkvótaúthlutunar sem byggð er á fyrrnefndum tollkvótareglugerðum eða tollkvótaúthlutunum, sem síðar fara fram. Þá ber að setja úthlutunarnúmer Matvælaráðuneytisins í reit númer 39 á SAD innflutningsskýrslunni.

Jafnframt á áfram að setja undanþágubeiðnina UND TKV01 í reit 44 á SAD innflutningsskýrslunni (óbreytt frá því sem verið hefur).

Sjá einnig: https://www.skatturinn.is/fagadilar/tollamal/hugbunadarhus/tilkynningar-til-hugbunadarhusa/tollkvotauthlutanir-breytingar-a-tollkerfum-fra-01.01.2023

Hafið samband í ut@skatturinn.is ef nánari upplýsinga er þörf. 

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum