Vefkökur

Notkun á vefkökum og stoðþjónustum frá greiningaraðilum

Ríkisskattstjóri notar vefkökur (e. cookies) sem eru litlar textaskrár geymdar á tölvu notandans. Vefkökur eru notaðar til að geyma upplýsingar um t.d. hvort notandi hefur áður heimsótt síðuna, hversu lengi hann var á síðunni og frá hvaða vefsvæði notandinn kom. Vefkökur geta innihaldið persónulegar upplýsingar. 

Notendur vefsins geta að sjálfsögðu stillt vafra sína þannig að þeir láti vita af kökum eða hafni þeim með öllu. Leiðbeiningar um stillingar á vefkökum. Ríkisskattstjóri notar vefkökur til að greina almenna notkun á vefnum. Tilgangurinn þessa er að þróa skatturinn.is og aðrar vefsíður í umsjón ríkisskattstjóra þannig að bæta megi þjónustu við notendur.

Ríkisskattstjóri notar Google Analytics til vefmælinga. Þegar notandi kemur inn á vefinn eru nokkur atriði skráð, s.s. tími og dagsetning, leitarorð, frá hvaða vef er komið, og gerð vafra og stýrikerfis. Þessar upplýsingar má nota við endurbætur á vefnum og þróun hans. Meðhöndlun upplýsinga í vefkökum Google er háð reglum Google um persónuvernd.

Á vefformum þar sem notandi getur sent inn upplýsingar höfum við virkjað sjálfvirka vörn gegn ruslpósti, svokallaða ReCAPTCHA virkni frá Google. Notendur gætu orðið varir við hana á þann hátt að þeir verði beðnir að leysa verkefni sem erfitt er fyrir forritaða sjálfvirkni að leysa.

ReCAPTCHA aflar upplýsinga um vafra og vafranotkun og greinir þær til að meta hvort um er að ræða raunverulega notendur eða forritaða sjálfvirkni. Þessi virkni fellur strangt til tekið undir skilgreiningar persónuverndarlaga, en þær upplýsingar sem berast Google eru nafnlausar og innihalda ekki nein gögn sem notandi hefur slegið inn í viðkomandi form.

Þessar varnir hafa reynst nauðsynlegar til þess að hægt sé að bjóða upp á innsendingu forma um vefinn. Vilji notendur ekki undirgangast þá virkni sem ReCAPTCHA felur í sér er þeim bent á að senda okkur upplýsingar í tölvupósti í staðinn.

Þjónusta Siteimprove er einnig nýtt á vefnum og með svipuðum hætti og Google Analytics, t.d. til að telja heimsóknir og til að finna brotna tengla.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum