Skatturinn - skattar og gjöld
Fyrirsagnalisti
Álagning lögaðila 2024
Álagningarseðlar eru birtir á þjónustuvef Skattsins 24. október. Kröfur vegna innheimtu gjalda í kjölfar álagningar birtast í netbönkum sama dag.
Kærufrestur rennur út mánudaginn 2. desember 2024.
Upplýsingar um persónuafslátt
Persónuafsláttur er skattaafsláttur sem veittur er öllum 16 ára og eldri. Hér má finna upplýsingar um fjárhæð persónuafsláttar, hvað skal gera þegar byrjað er í nýrri vinnu og hvernig færa á persónuafslátt á milli launagreiðenda.
Gera greiðsluáætlun og dreifa greiðslunum
Hægt er að dreifa greiðslum á lengra tímabil með því að gera greiðsluáætlun á mínum síðum á Ísland.is. Áætlunin er gerð til að létta greiðslubyrði og fresta innheimtuaðgerðum.
Fyrirtæki og einstaklingar geta samið um dreifingu skatta, virðisaukaskatts, gjalda og sekta.
Kílómetragjald á rafmagnsbíla, vetnisbíla og tengiltvinnbíla
Greiða þarf kílómetragjald af akstri rafmagnsbíla, vetnisbíla og tengiltvinnbíla frá og með árinu 2024.
Regluleg skráning kílómetrastöðu tryggir að þú borgir miðað við þinn meðalakstur.