Skatturinn - skattar og gjöld
Fyrirsagnalisti
Varað við netsvikum
Skatturinn varar við skilaboðum sem mörgum landsmönnum hafa borist undanfarna daga í nafni Skattsins. Þar reyna svikulir einstaklingar að komast yfir fé og aðrar fjárhagsupplýsingar.
Skattþrep og persónuafsláttur 2025
Skattþrep og persónuafsláttur eru meðal þess sem breyttist nú um áramót.
Persónuafsláttur hækkar í 824.288 kr. á ári eða 68.691 kr. á mánuði. Hækkunin nemur 3.765 kr. á mánuði.
Framlenging ráðstöfunar séreignarsparnaðar á leidretting.is
Heimilt er að nýta séreignarsparnað vegna kaupa á íbúðarhúsnæði eða til ráðstöfunar inn á lán út árið 2025.
Þau sem vilja halda áfram að ráðstafa séreignarsparnaði inn á lán þurfa ekkert að gera.
Unnið er að uppfærslu vefsins leiðrétting.is.
Þú vilt ekki missa af bréfunum frá okkur
Frá og með 1. janúar 2025 birtast bréf frá Skattinum í stafræna pósthólfinu á Ísland.is. Þetta gildir um einstaklinga og lögaðila.
Skoðaðu hnipp stillingarnar þínar (notification) á Mínum síðum á Ísland.is svo bréfin frá okkur fari ekki framhjá þér.