Skatturinn - skattar og gjöld
Fyrirsagnalisti

Barnabætur greiddar út 1. febrúar
Fyrsta greiðsla barnabóta á árinu 2023 verður miðvikudaginn 1. febrúar n.k.
Rétt til barnabóta á Íslandi eiga þau sem hafa á framfæri sínu börn 18 ára og yngri. Fjárhæð barnabóta tekur mið af tekjum hvers og eins.

Skattþrep og persónuafsláttur 2023
Skattþrep og persónuafsláttur eru meðal þess sem breyttist nú um áramót.
Persónuafsláttur hækkar í 715.981 kr. á ári eða 59.665 á mánuði. Hækkunin nemur 5.749 kr. á mánuði.

Afgreiðslur Skattsins í Reykjavík eru í Tollhúsinu
Afgreiðslur Skattsins á höfuðborgarsvæðinu, þar með talin fyrirtækja- og ársreikningaskrá, eru í Tollhúsinu, Tryggvagötu 19.