Staðgreiðsla 2010

Skatthlutfall í staðgreiðslu

Skatthlutfall í staðgreiðslu er

  • 37,22% af tekjum 0 - 200.000 kr.
  • 40,12% af tekjum 200.001 - 650.000 kr.
  • 46,12% af tekjum yfir 650.000 kr.

Skatthlutfall barna, þ.e. þeirra sem fædd eru 1995 eða síðar, er 6% af tekjum umfram frítekjumark barna sem er kr. 100.745

Persónuafsláttur

Persónuafsláttur er kr. 530.466 á ári, eða kr. 44.205 á mánuði.
Heimilt er að nýta allan (100%) ónýttan persónuafslátt maka á árinu 2010.

Einn mánuður kr. 44.205
Hálfur mánuður kr. 22.102
Fjórtán dagar kr. 20.346
Ein vika kr. 10.173

Ef launatímabil er annað en að ofan greinir skal ákvarða persónuafslátt þannig:
530.466 / 365 x dagafjöldi launatímabils

Sjá nánar um persónuafslátt

Hér er að finna reiknivél en skrá þarf launafjárhæð, iðgjald í lífeyrissjóð og hlutfall persónuafsláttar sem það skattkort sýnir sem nýtt er hjá launagreiðanda.

Sjómannaafsláttur

Sjómannaafsláttur á árinu 2010 er kr. 987 á dag. 

Frádráttarbært iðgjald í lífeyrissjóð

Lífeyrisiðgjald sem halda má utan staðgreiðslu er 4% af launum eða reiknuðu endurgjaldi. Heimilt er að auki að færa til frádráttar allt að 6% vegna iðgjalda samkvæmt samningi um viðbótartryggingavernd, enda séu iðgjöld greidd reglulega til aðila sem falla undir 3. mgr. 8. gr. laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

Tryggingagjald er 8,65%.

Sérstök trygging (0,65%) bætist við vegna launa sjómanna á fiskiskipum.

Sundurliðun:
- Almennt tryggingagjald 4,54%
- Atvinnutryggingagjald 3,81%
- Gjald í Ábyrgðasjóð launa v/gjaldþrota 0,25%
- Markaðsgjald 0,05%
Samtals til staðgreiðslu 8,65%

- Viðbót vegna launa sjómanna

0,65%
Samtals af launum sjómanna 9,3%

Orðsendingar

Orðsendingar um skatthlutfall og skattmat í staðgreiðslu eru gefnar út í byrjun janúar en þar koma fram ítarlegar upplýsingar um þessi atriði. Grunnupplýsingar um staðgreiðslu er að finna í orðsendingu nr. 1 á hverju ári.



Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum