Staðgreiðsla 2004

Skatthlutfall í staðgreiðslu

Skatthlutfall í staðgreiðslu er 38,58%. Skatthlutfall barna, þ.e. þeirra sem fædd eru 1989 eða síðar, er 6% af tekjum umfram frítekjumark barna sem er kr. 93.325.

Persónuafsláttur

Persónuafsláttur er kr. 329.948 á ári, eða kr. 27.496 á mánuði.
Heimilt er að nýta allan (100%) ónýttan persónuafslátt maka á árinu 2004.


Einn mánuður kr. 27.496
Hálfur mánuður kr. 13.748
Fjórtán dagar kr. 12.621
Ein vika kr. 6.310

Ef launatímabil er annað en að ofan greinir skal ákvarða persónuafslátt þannig:
329.948 / 366 x dagafjöldi launatímabils

Sjá nánar um persónuafslátt

Hér er að finna reiknivél en skrá þarf launafjárhæð, iðgjald í lífeyrissjóð og hlutfall persónuafsláttar sem það skattkort sýnir sem nýtt er hjá launagreiðanda.

Sjómannaafsláttur

Sjómannaafsláttur á árinu 2004 er kr. 746 á dag. 

Frádráttarbært iðgjald í lífeyrissjóð

Lífeyrisiðgjald sem halda má utan staðgreiðslu er 4% af launum eða reiknuðu endurgjaldi. Heimilt er að auki að færa til frádráttar allt að 4% vegna iðgjalda samkvæmt samningi um viðbótartryggingavernd, enda séu iðgjöld greidd reglulega til aðila sem falla undir 3. mgr. 8. gr. laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

Tryggingagjald

Tryggingagjald er óbreytt frá fyrra ári og er 5,73% og er þá meðtalið markaðsgjald og gjald í ábyrgðarsjóð launa. Sama gjaldstig er fyrir allar atvinnugreinar.

Hjá útgerðum fiskiskipa vegna launa sjómanna bætast við 0,65% vegna slysatryggingar og er gjald þeirra alls 6,38%.

Orðsendingar

Orðsendingar um skatthlutfall og skattmat í staðgreiðslu eru sendar launagreiðendum í byrjun janúar en þar koma fram ítarlegar upplýsingar um þessi atriði. Grunnupplýsingar um staðgreiðslu er að finna í orðsendingu nr. 1 á hverju ári.

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum