Tilkynningar til hugbúnaðarhúsa


Tilkynningar til hugbúnaðarhúsa

Breytingar á tollskrá, aðflutningsgjöldum og fleira

29.12.2021

Breytingar á aðflutningsgjöldum o.fl., vegna tollafgreiðslu vara sem taka gildi 1. janúar 2022.
Varðar m.a. innflytjendur, útflytjendur, tollmiðlara og hugbúnaðarhús, sem selja eða þjónusta hugbúnað til tollskýrslugerðar.
Almennt gildir að breytingarnar taka til allra vara sem ótollafgreiddar eru 1. janúar 2022 nema annað sé tekið fram.

1. Kolefnisgjöld á eldsneyti, K* gjöld

Nefnd kolefnisgjöld verða þessi:
K2 Kolefnisgjald. Gas- og díselolía: 12,05 kr./lítra
K3 Kolefnisgjald. Bensín: 10,50 kr./lítra
K5 Kolefnisgjald. Brennsluolía: 14,80 kr./kg.
K6 Kolefnisgjald. Jarðolíugas og annað loftkennt kolvatnsefni: 13,15 kr./kg.
Heimild: 1. gr. laga nr. 131/2021 um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2022.

2. Vörugjald af bensíni, LB gjald

Gjaldið verður:
LB Vörugjald af bensíni: 30,20 kr./lítra
Heimild: 5. gr. laga nr. 131/2021 um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2022.

3. Sérstakt vörugjald af eldsneyti, C1 og C2 gjöld

Gjöldin verða:
C1 Blýlaust bensín: 48,70 kr./lítra
C2 Annað en blýlaust bensín: 51,60 kr./lítra
Heimild: 6. gr. laga nr. 131/2021 um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2022.

4. Olíugjald, C3 gjald

C3 Olíugjald á gas- og dísilolíu og ennfremur á steinolíu til ökutækja: 67,65 kr./lítra
Heimild: 7. gr. laga nr. 131/2021 um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2022.

5. Áfengisgjöld, VX, VY og VZ

Áfengisgjöld verða:
VX Áfengisgjald – Öl o.fl.: 132 kr./cl. af vínanda umfr. 2,25%
VY Áfengisgjald – Vín: 120,25 kr./cl. af vínanda umfr. 2,25%
VZ Áfengisgjald – Annað áfengi: 162,70 kr./cl. af vínanda umfr. 0%
Heimild: 2. gr. laga nr. 131/2021 um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2022.

6. Tóbaksgjöld, innflutningur til einkanota, T1 og T2

Tóbaksgjöld verða:
T1 Tóbaksgjald – vindlingar: 680,85 kr. á hvern pakka; 20 vindlingar
T2 Tóbaksgjald – annað tóbak: 37,80 kr./gramm
Heimild: 4. gr. laga nr. 131/2022 um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2022.

7. Úrvinnslugjöld, B* gjöld

Þessar breytingar eru skv. 33.-38. gr. laga nr. 131/2021 um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2022 og breyta lögum um úrvinnslugjald, nr. 162/2002.

Eftirfarandi breytingar verða á 1. málsl. 1. mgr. 7. gr. a.
BX Í stað 28 kr./kg. kemur: 30 kr./kg.

BP Í stað 28 kr./kg. í viðauka I við lögin kemur: 30 kr./kg.

Eftirfarandi breytingar verða á viðauka IV við lögin:
BL Í stað 50,00 kr./kg. kemur hvarvetna: 60,00 kr./kg.
BL Í stað 0,90 kr./kg. í tollskrárnúmerinu 2710.1940 kemur: 1,1 kr./kg.

BK Í stað 220,00 kr./kg. í viðauka VI við lögin kemur hvarvetna: 260,00 kr./kg.

BE Í stað 42,00 kr./kg. í viðauka VIII við lögin kemur hvarvetna: 50,00 kr./kg.

Eftirfarandi breytingar verða á viðauka X við lögin:
BH Í stað 100,00 kr./kg. hvarvetna kemur: 130,00 kr./kg.
BH Í stað 615,00 kr./kg. hvarvetna kemur: 800,00 kr./kg.
BH Í stað 188,00 kr./kg. hvarvetna kemur: 245,00 kr./kg.
BH Í stað 222,00 kr./kg. hvarvetna kemur: 289,00 kr./kg.
BO Í stað 6,00 kr./stk.“ hvarvetna kemur: 8,00 kr./stk.

8. Vörugjald af ökutækum, N3 gjald

N3 Viðmiðun CO2 losunar breytist og verður 0,31% á hvert gramm skráðrar koltvísýringslosunar umfram 90 grömm á hvern ekinn kílómetra.
Heimild: 17. gr. laga nr. 133/2021 um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld (gjalddagar, refsinæmi o.fl.).

9. Undanþáguheimildir

LÖT31 undanþágukóði, lækkun á skráðri CO2 losun húsbifreiða, framlengd og gildir út árið 2022.
Heimild: 19. gr. laga nr. 133/2021 um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld (gjalddagar, refsinæmi o.fl.).

LÖT15 undanþágukóði, lækkun vörugjalds á leigubifreiðum, LÖT23 undanþágukóði, lækkun vörugjalds á bifreiðum til ökukennslu; eign ökukennara, LÖT24 undanþágukóði, lækkun vörugjalds á bifreiðum til ökukennslu; eign ökuskóla og LÖT29 undanþágukóði, lækkun vörugjalds á sérútbúnar bifreiðar til fólksflutninga:
Lækkun N3 vörugjalds í ofangreindum undanþágum tekur breytingum og verður viðmiðun CO2 losunar 0,21% á hvert gramm skráðrar koltvísýringslosunar umfram 160 grömm á hvern ekinn kílómetra.
Heimild: 18. gr. laga nr. 133/2021 um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld (gjalddagar, refsinæmi o.fl.).

VSKTE undanþágukóði, lækkun virðisaukaskatts vegna innflutnings á tengiltvinnbifreiðum. Hámark niðurfellingar lækkar úr kr. 960.000 í kr. 480.000.
Jafnframt er viðmiði CO2 losunar tengiltvinnbifreiða, skv. 2. tl. 6. mgr. bráðabirgðaákvæðis XXIV við lög nr. 50/1988 um skilyrði undanþágu breytt.
Heimild: 14. gr. laga nr. 133/2021 um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld (gjalddagar, refsinæmi o.fl.).

10. Breyting á tollskrá

Breytingin er skv. auglýsingu nr. 128/2021 um breyting á viðauka I við tollalög nr. 88/2005, m.s.br. (A-deild Stjórnartíðinda). Allar nánari upplýsingar eru í frétt á vef Skattsins.

11. Reglugerðir um tollkvóta

Reglugerð nr. 1297/2021 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á ostum og unnum kjötvörum frá Bretlandi.
Birt 18. nóvember 2021.
Gildir frá 1. janúar 2022 til 31. desember 2022.

Reglugerð nr. 1295/2021 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á ostum frá Noregi.
Birt 18. nóvember 2021.
Gildir frá 1. janúar 2022 til 31. desember 2022.

Reglugerð nr. 1296/2021 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá ríkjum Evrópusambandsins.
Birt 18. nóvember 2021.
Gildir frá 1. janúar 2022 til 30. apríl 2022.

Reglugerð nr. 1294/2021 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á blómum, trjám o.fl.
Birt 18. nóvember 2021.
Gildir frá 1. janúar 2022 til 31. desember 2022.

12. Lokun á sjálfvirkri EDI/VEF-tollafgreiðslu

Vegna breytinga á gjöldum og tölvuvinnslu verður lokað fyrir sjálfvirka EDI/VEF-tollafgreiðslu hjá Skattinum frá kl. 14:00 hinn 31. desember 2021 til kl. 12:00 hinn 3. janúar 2022.

13. Tollskrárlyklar til nota í tollskýrslugerðarhugbúnaði

Tollskrárlyklar (bæði vegna innflutnings og útflutnings), sem taka gildi 1. janúar 2022, verða aðgengilegir á vef Skattsins 30. desember 2021.
Sérstaklega er bent á að nauðsynlegt er að sækja einnig svokallaða hlutfallstöflu reiknireglna þegar þyngd umbúða er áætluð (BV og BX úrvinnslugjald af pappa, pappírs- og plastumbúðum). Sjá nánar vefsíðu tollskrárlykla.

Ábendingar

Útflutningur - Í útflutningsskýrslu skal nota tollskrárnúmer, skilmála þess og tollafgreiðslugengi sem í gildi er tollafgreiðsludag útflutningsskýrslunnar, en þó skal aldrei miða við nýrri dag en brottfarardag vörusendingar frá Íslandi, sem útflutningsskýrslan tekur til. Sama gildir þegar leiðrétta eða breyta þarf útflutningsskýrslum eftir tollafgreiðslu.

Innflutningur - Þegar leiðrétta eða breyta þarf aðflutningsskýrslum vegna þegar tollafgreiddra innfluttra vörusendinga, t.d. vegna of- eða vangreiddra gjalda, þá bera þær leiðréttingar aðflutningsgjöld skv. tollskrá, lögum og reglugerðum sem í gildi voru tollafgreiðsludaginn eða e.a. bráðabirgðatollafgreiðsludaginn og nota skal tollafgreiðslugengi þess dags. Tollskrárnúmer, skilmálar þeirra, gjöld og tollafgreiðslugengi innfluttra hraðsendinga miðast við þann dag þegar tollgæsla veitti leyfi til að afhenda sendinguna innanlands (langoftast komudagur sendingar til landsins).

Á vef Skattsins má skoða annars vegar tegundir tolla og hins vegar önnur aðflutningsgjöld og taxta þeirra fyrir og eftir 1. janúar með því að velja viðeigandi viðmiðunardagsetningu. Ennfremur fást upplýsingar um tollskrárnúmer, tolla og gjöld á þeim o.fl. í tollskránni á vef Skattsins.

Nánari upplýsingar

Um tæknilega framkvæmd: Tæknisvið tollasviðs Skattsins
ut[hja]skatturinn.is eða þjónustuvakt, sími: 442 1505
Um tollamál og tollafgreiðslu: Þjónustuver tollasviðs Skattsins
upplysingar[hja]skatturinn.is, sími 560 0300

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum